Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 53 i ;,:vv' IP LISTIR Otrúlegur athafnamaður BÆKUR Ævisaga SKAGFIRÐINGUR SKÍR OG HREINN ÆVIMINNINGAR Eftir Andrés H. Valberg. Árni Gunnarsson bjó til prentunar. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík, 2000,326 bls. JÓN Andrés Sveinn Hallgrímsson Valberg heitir hann, fæddur 15. október 1919, kl. 0.30,33. Ættliður frá Úlfí óarga í Hrafnistu í Noregi. Nú gengur hann undir nafninu Andrés H. Valberg, forstjóri í Reykjavík, landskunnur vísnasmið- ur og frægur safnandi náttúrugripa og fomminja. Afi hans í móðurætt var Sveinn Gunnarsson, bóndi og kaupmaður frá Mælifellsá í Skaga- firði, einnig landskunnur, ekki síst fyrir sérstæða og merkilega sjálfs- ævisögu sína útgefna árið 1921. Hún bar nafnið Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá í Skagafirði með fleiru. Þessum tveimur ævisögum svipar merkilega mikið saman. Báðir em höfundarnir með ólíkindum athafna- samir, fésýslumenn miklir, ókvalráð- ir og með eindæmum óhlífnir við sjálfa sig. Opinskáir bæði á kost og löst, drjúglátir nokkuð, glettnir og bragðvísir á köflum, en í raun heið- arlegh', hlýir og raungóðir. I báðum bókum er stíll hraður, lífmikill, litrík- ur og skemmtilegur. Aðvitað er ótal- margt sem greinir á milli, enda tímar og aðstæður ólíkar. En skyldleikinn leynir sér ekki. Svo er og raunar um marga af ætt Skíðunga (Skíðastaða- ætt í Skagafirði). Þar er kynfesta mikil, svo að þeir sjálfir og aðrir hafa orð á. Andrés H. Valberg er alinn upp á fjallajörðinni Kálfárdal í Göngu- skörðum og síðar á Sauðárkróki. Hann er orðinn vel fullorðinn þegar hann flyst til Reykjavíkur og stund- ar þar leigubílaakstur um langt skeið. Meginhluti írásagnarinnar í þess- ari bók er frá Kálfárdals- og Sauð- árkróksánmum, einkum frá fjórða tug síðustu aldar. Þar er géysimiklu efni safnað saman og margt tilgreint nákvæmlega, s.s. afli í hverri veiði- ferð á landi og sjó, verð á seldu og keyptu o.s.frv. Þar hefur Andrés haft við dagbækur sínar að styðjast, sem hann hefur haldið frá bams- aldri. Það er ekki smátt, sem Andrés hefur fengist við: búskaparbasl, út- gerð, minkaeldi, bílaakstur o.fl. o.fl. Veiðimaður hefur hann verið af „guðs náð“, ef leyfilegt er að nota þau orð. Hann segist hafa skotið allt og drepið sem kvikt var, rjúpur, end- ur, meira að segja „pokaendur“, svartfugl, máva og skúm, eftir að suður kom, refi, seli og hvaðeina. Ekki var alltaf farið að lögum og reglum og sögur eru sagðar af naumri undankomu frá lögreglu og sýslumanni. En frábitinn hefur Andrés alla tíð verið sportveiði og aldrei hefur hann keypt sér veiði- leyfi. Kaupmennskan og söfnunarár- áttan er þó kannski það sem hefur auðkennt hann mest fyrir utan vísnagerð og kvæðamennsku á seinni árum. Hann er bráðsnjall hag- yrðingur og hraðkvæður með af- brigðum. Margar vísur hans eru í þessari bók. Vera má að ég sé ekki fyllilega hlutlaus dómari á frásagnir Andrés- ar. Ég er alinn upp á Króknum eins og hann og man vel fjórða áratuginn. Persónur þær sem hann lýsir og seg- ir frá þekkti ég einnig vel. En ég nýt þess þá einnig að geta metið hvort hann lýsir rétt og segir rétt frá. Og því held ég fram að lýsingar hans flestar séu réttar. Sumar hverjar eru undragóðar, t.a.m. lýsingin á Pálma á Stöðinni, sem er hreint afbragð. Mikilsverðast finnst mér þó hversu afbragðsgóða innsýn maður fær inn í hið erfiða fátæktarbasl á Króknum á kreppuárunum upp úr 1930. Ég minnist þess ekki að hafa lesið eins lifandi og alhliða frásögn. Þar var vissulega allt undir því komið að vera nógu útsjónarsamur að bjarga sér. Þar var vissulega Seylufjölskyldan í fararbroddi. Auðvitað verður því ekki neitað að Andrés og hans fólk lagði alveg ótrúlega hart að sér. Andrés virðist stundum hafa gengið næst lífi sínu með vosbúð, hrakning- um og hungri. Margir myndu segja að þar hafi einstök ágirnd og græðgi ráðið ferðinni fram úr hófi. Þessi ævisaga er með þeim merk- ari sem ég hef lesið og langlífi á hún skilið eins og Veraldarsagan afa hans. í upphafi bókar skrifar Árni Gunnarsson frá Reykjum fáein orð um höfundinn og bókina. Hinn rit- færi Árni fylgir þar ævisögunni skemmtilega úr hlaði, en hann hefur búið söguna til prentunar. Tel ég víst að Árni eigi drjúga hlutdeild að því hversu vel bókin er úr garði gerð. - Enda þótt ævisaga Andrésar sé löng og efnismikil lætur Árni þess getið að „ennþá liggur eftir ógrynni af efni sem vert er að koma til bókar, og þó öllu fremur skylt“. Er vonandi að úr þvi geti orðið. Sigurjón Björnsson Allt til jólanna í Hólagarði JÓBdbækur 10-30% afsláttur Moulinex blandari fylgir hverri bók. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • Skútuvogi 16 Fylgir ekki með barnabókum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.