Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 7T' rf UMRÆÐAN Tvöföldun Rey kj anesbrautar MIKIL umræða hef- ur verið um tvöföldun Reykjanesbrautar í kjölfar nýlegra mjög al- varlegra umferðar- slysa. Þingmenn og al- menningur hafa einblínt á tvöföldun brautarinnar og um- ræðan undanfarið hefur snúist um hve langan tíma tekur að tvöfalda brautina. En má ekki skoða málin frá öðru sjónarhorni? Algengt er að miða við að vegur með eina akrein í hvora akstursstefnu geti ann- að 12-15 þús. bifreiðum á dag. Um Reykjanesbraut fara nú um 8 þús. bifreiðar á dag. Ekki virðist því vera knýjandi þörf á tvöfoldun vegarins vegna umferðarþunga. Um- ferðarslysin eru hins vegar allt of mörg og alvarleg og því hefur Alþingi ákveðið að tvöfalda Reykjanesbraut. Reiknað er með að stofnkostnaður vegna tvöföldunar brautarinnar verði 2,5-3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum sem gi-einarhöfundur aflaði sér hjá Vegagerðinni síðasta sumar má gera ráð fyrir að áriegur viðhalds- og rekstrarkostnaður við tvöfalda Reykjanesbraut muni nema um 20 m. kr. umfram núverandi kostnað. Ef reiknað er með 5% vöxt- um (t.d. af lánsfé) þá er vaxtakostn- aður vegna 2,5-3 milljarða fram- kvæmdar 125-180 m. kr. á ári. Það má því með sanni segja að árlegur kostnaður vegna tvöföldunar Reykja- nesbrautar verði 145-200 m. kr. á ári um ókomna framtíð. Ef aukið umferð- aröryggi er meginástæðan (og ef til vill eina ástæðan) fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar þá er eðlilegt að spurt sé hvort ekki megi nýta 145-200 m. kr. á hagkvæmari og skjótvirkari hátt en að tvöfalda Reykjanesbraut- ina. Greinarhöfundur fullyrðir að fækka megi með tiltölulega litlum til- kostnaði umferðarslysum verulega á Reykjanesbraut með aukinni lög- gæslu. Sólarhringsvakt tveggja lög- reglumanna á Reykjanesbraut alla daga ársins mundi t.d. einungis kosta um 40 m. kr. Sólarhringsvakt fjög- urra lögreglumanna í tveimur bifreið- um kostar um 80 m. kr. Margir aðrh- valkostir eru í stöðunni, t.d. að vera með mjög öflugt eftirlit yfir daginn og minna á nóttinni, setja upp hraða- myndavélar og nota hraðamynda- vélabifreið ríkislögreglustjóra (sem hægt er að nýta miklu betur fáist mannskapur á bifreiðina) o.m.fl. Að sjálfsögðu mætti síðan athuga með að útbúa 2+1 veg eins og fram kemur í Mbl. 13. des. sl. en kostnaður við slíkt næmi aðeins um þriðj- ungi af kostnaði við tvö- földun brautai-innar auk þess sem mun fyrr ætti að vera hægt að ráðast í slíka fram- kvæmd. Fjölgun lögreglu- Sólmundur manna og mjög öflugt Már Jónsson umferðareftirlit gæti verið komið til fram- kvæmda innan 2-3 mánaða. Fjölgun lögreglumanna þyrfti til að byrja með ekki einu sinni að kosta ríkið svo Umferðarmannvirki Er til fljótvirkari, hag- kvæmari og betri lausn til að fækka umferð- arslysum, spyr Sól- mundur Már Jónsson, en að tvöfalda Reykja- nesbrautina? óskaplega mikið því að búast mætti við að sektum mundi snarfjölga í kjöl- farið á öflugra eftirliti og þar með hækkuðu sektartekjur rödssjóðs. Sekt vegna aksturs á bilinu 111-120 km / klst. er t.d. 10.000 kr. Ef 50 manns yrðu teknir á dag í þrjá mán- uði yrðu sektartekjur í ríkissjóð 45 m. kr. á þremur mánuðum. Sektartekjur stæðu þannig undir kostnaði við t.d. tvo lögreglumenn í einum bíl allan sólarhi-inginn (eða fjóra lögreglu- menn í tveimur bílum hálfan sólar- hringinn) allt árið. Þegar fram liðu stundir myndi umferðai-hi-aði lækka verulega og þai' með fækka sektum og sektartekjum í ríkissjóð. Tvöföldun Reykjanesbrautar mun að öllum líkindum auka hraðann veru- lega og um leið eykst slysahætta vegna hraða. Tvöföldun myndi hins vegar koma í veg fyrir að bifreiðar keyrðu framan á hver aðra. Það er því alls óvíst hvort tvöföldun Reykjanes- brautar mundi í reynd auka umferð- ai'öryggi vegarins verulega og allt eins líklegt að gerð yrði krafa um öfl- ugt eftirlit lögreglu og hraðamynda- véla þegar tvöföldunin er orðin að veruleika. Það er því margt sem mæl- ir með því að byrja á því að auka eft- irlit áður en ráðist verður í miklar, kostnaðarsamar og tímafrekar fram- kvæmdir. í þessari grein hefur með einföld- um útreikingum verið reynt að sýna fram á að auka má umferðaröryggi á Reykjanesbraut verulega með mjög litlum tilkostnaði með skjótvirkum hætti. Einungis hefm' verið fjallað um kostnað við vegagerð annai's vegar og löggæslu hins vegar. Ef tjónakostn- aður tryggingafélaganna sem metinn hefur verið upp á um 200 m. kr. á ári vegna slysa á Reykjanesbraut síðustu árin er tekinn með í reikninginn vii'ð- ist borðleggjandi að öflug umferðar- löggæsla á Reykjanesbraut er fjár- festing sem borgar sig upp nánast um leið. Þetta vh'tist enn Ijósara ef reikn- aður væri kostnaður þjóðfélagsins vegna vinnutaps og heilbrigðiskostn- aður vegna slasaðra á Reykjanes- braut. Greinarhöfundur vonast til að þetta greinarkom veki alla hlutaðeigandi til umhugsunar, hvort sem það eru íbúar Suðumesja, þingmenn, samgöngu- ráðherra, vegagerðin, dómsmálaráð- herra, fjái-málaráðhen'a, trygginga- félögin eða umferðarráð. En eins og sést á þessari upptalningu (sem ömgglega er ekki tæmandi) koma margir að þessum málum, sem hugs- anlega skýrir ástand þehra í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðs Lög- reglustjórans í Reykjavík. Model 8450 560 W borvél 13 mm 0-2800 sn/min JÓLATILBOÐSVERÐ 7.900,- BSSHE.,, Akurwyrl: LítmbiMm • »«ml WS-1&OC >tml 481.107C Nýkomin sending af sófasettum ÚJj' ' Vandað Mantelassi sófasett ?+1+,1... . , , , . , . M/leðri aðeins kr. Litir dokkkoniaksbrunt M/áklæði aðeins kr. og Ijóskoníaksbrúnt ^\^\^\ Áklæði í fjórum litum. | | § OiUUUi" Vönduð gæðdtúsgögn ö góðu veiði! m iH H|á okkur eru Visa- og Euro-rateamningar ávísuná statgreiðBlu I usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 m 568-5375 m Fax 568-5275 3 ifluh" Þú gætir unnið 100.000 kr á mánuði í 10 ár! rX rþf\j oq breytt versfun. (Úrvaf affaffegum sízartgrípum, úrum og gjafavöru á gódu veraí. Reykjavikurvegur 62 Hf Símí 565 2650 fc. 11® ■ ^mbl.is j LLTAf= eiTTH\^\£> /VVT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.