Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 37 LISTIR Samtök menningarborga Evrópu 2000 verða lögð niður Munu ekki halda áfram formlegu samstarfi Bologna. Morgunblaðið. MENNINGARBORGIR Evrópu árið 2000 munu ekki halda áfram að vinna saman með formlegum hætti eftir að þær afsala sér titlinum um áramót. Samtök borganna níu verða leyst upp á næstu þremur mánuð- um. Þetta var ákveðið á fundi sam- takanna hér í Bologna um helgina. Auk stjómenda menningarborgar- verkefnanna sátu fundinn borgar- stjórar eða fulltrúar borgaryfirvalda borganna níu. Ljóst var að samtökin yrðu lögð niður að árinu liðnu en fyrir fund- inum lá tillaga þess efnis að stofnuð yi'ðu ný samtök borganna níu, þar sem borgaryfirvöld sjálf yrðu hinir formlegu aðstandendur en ekki stjórnendur menningarborgarverk- efnanna enda láta þeir allir af störf- um fljótlega á nýju ári. Ákveðið var að fresta því að taka afstöðu til til- lögunnar til næsta fundar, sem fram fer í Kraká í mars, en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, sem stýrði fundinum, og Þórunn Sigurð- ardóttir, stjórnandi Reykjavíkur- menningarborgar, segja að fram hafi komið það margar efasemda- raddir að ljóst sé að borgimar munu ekki vinna áfram saman á þessum forsendum. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar og Þórannar sýndu fundarmenn því meiri áhuga að efla samtök fyrrver- andi menningarborga sem borgirnar níu ganga nú í. Þórann segir að þau samtök séu fyrst og fremst samtök einstaklinga, stjómenda menningarborgaverk- efnanna, en borgirnar sjálfar komi þar ekki að málum. Formaður þeirra samtaka er Robert Palmer stjórn- andi Briissel 2000 en hann var áður stjórnandi verkefnisins þegar Glasg- ow var menningarborg Evrópu. „Hann talaði eins og við var að bú- ast fyrir því að borgirnar níu gengju allar í þessi samtök en sumar hafa gert það nú þegar, meðal annars Reykjavík. Þær myndu þá halda áfram að starfa saman á þeim vett- vangi. Að mínu mati þarf hins vegar að marka stefnu og verkefni þessara samtaka talsvert skýrar en verið hefur. Það er þó algerlega pólitísk ákvörðun og háð vilja borgarstjór- anna sjálfra hvernig þeir vilja nýta þennan titil í framtíðinni. Nú er mál- ið í þeirra höndurn," segir Þórann. Ingibjörg Sólrún segir vel koma til álita að efla samtök fyrrverandi menningarborga. Þau gætu orðið spennandi samstarfsvettvangur ef vilji er fyrir hendi. Fjórtán borgir vora fyrir í samtökunum og nú bæt- ast níu við. Ingibjörg Sólrún mun sitja næsta fund samtakanna í Rott- erdam eftir rúman mánuð ásamt fulltrúum borgaryfirvalda í hinum borgunum átta. „Menn era ekki búnir að gera upp við sig hvernig þeir vijja sjá þessi samtök þróast. Hvert verði þeirra hlutverk. Það er næsta skref. Eiga menn að hittast einu sinni á ári til skrafs og ráðagerða eða eiga sam- tökin að vera með miðlæga skrif- stofu, þá í Briissel, sem miðlaði upp- lýsingum og skipulegði ráðstefnur fyrir fólk sem starfar að menningar- málum o.s.frv. Svo er auðvitað spurning hvort fleiri borgir eigi að koma inn í þetta samstarf en búið er að tilnefna menningarborgir mörg ár fram í tímann. Það verður fróð- legt að kynnast þessum samtökum betur á fundinum í Rotterdam. Sjá hvort þau eru á vetur setjandi," seg- ir Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri segir í sjálfu sér ekki skrýtið að samtök menningarborg- anna árið 2000 leggist nú af. Borg- imar hafi ekki valið sig saman í upp- hafi, heldur Evrópusambandið, og þótt samstarfið við flestar borganna hafi verið með ágætum sé ekki óeðli- legt að leiðir skilji. „Samstarfið hefur gengið misjafn- lega. í sumum tilfellum frábærlega en í öðram heldur treglega. Það fer allt eftir fólki og borgum. Samstarfið hefur nýst okkur mjög vel. Við höf- um stofnað til tengsla við borgir sem hefði eflaust aldrei gerst undir öðr- um kringumstæðum. Nefni ég þar Kraká, Prag, Bologna og Santiago de Compostela. Eg geri ráð fyrir að samskipti okkar við þessar borgir eigi eftir að halda áfram í einhverri mynd,“ segir Ingibjörg Sólrún og bætir við að af nálægari borgum hafi samvinnan við Helsinki verið einkar ánægjuleg. Segir borgarstjóri menningar- tengsl af þessu tagi ekki síst mik- ilvæg í ljósi þess að menningarmál muni í framtíðinni vega þyngra í stjómsýslu borga en þau hafa gert til þessa. Ingibjörg Sólrún mun sækja loka- fundinn í Kraká fýrir hönd Reykja- víkur en eftir það gerir hún ráð fyrir að Signý Pálsdóttir menningarmála- stjóri Reykjavíkurborgar taki verk- efnið að sér og sæki fundi samtak- anna. Þórann tekur um áramót við starfi stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík. „Ég á ekki von á því að Þórann sæki fleiri fundi í tengslum við samstarf menningarborga enda snýr hún sér nú að öðram verkefn- um. Hún er þó ekki langt undan og aldrei að vita nema Listahátíð geti í framtíðinni notið góðs af starfi sam- takanna,“ segir borgarstjóri. Menningarborgirnar era hver fyr- ir sig um þessar mundir að vinna skýrslu um verkefnið og fram- kvæmdastjóri samtakanna er að gera sameiginlega skýrslu fyrir allar borgimar sem skila ber til Evrópu- sambandsins. Að sögn Þórunnar er verkefnið mjög ólíkt í framkvæmd í borgunum en stjórnendur í Reykja- vík og Helsinki munu hafa haft mest sjálfstæði frá borgaryfirvöldum við starf sitt. „Báðar þessar borgir hafa líka notið góðs af því að stutt er síðan tit- illinn var hjá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Við höfum lært heil- margt af þeim,“ segir Þórann. Tilvalin jolagjof 9.995 kr. Moulinex matvinnsluvél 500 W, 3 lítra ská 19 aukahlutir HÚSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is UTSALA - UTSALA 40-60% afsláttur Gerið góð kaup fyrir jólin Dæmi um verð Áður Nú Bodybolur 2200,- 1100,- Bómullarpeysa 5800,- 2900,- Peysa m/turtleneck 3500,- 1700,- Organzaskyrta 4500,- 1900,- Frakki 7500,- 3000,- Síð úlpa m./hettu 7600,- 3500,- Sett, tunika og peysa 4500,- 1900,- Sett, toppur og jakkap. 4200,- 1900,- Sítt pils 3800,- 1800,- Dömubuxur 4700,- 1900,- Einnig úrval af dömufatnaði í stærðum 44-52 á 40-50% afslætti. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 friendfex Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Hefur þú fjárfest í myndlist á þessu ári? Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 5468 0400 www.myndlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.