Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 28

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Colin Powell tekur næst við embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna „ Stríð ætti að vera síðasta úrræðið“ Colin Powell, sem hefur verið tilnefndur næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur mikla þekkingu á bandarískum stjórnmálum og getið sér orð fyrir að vera tregur til að beita hervaldi. The Washington Post. EGAR Colin L. Powell barðist í Víetnam fyrir rúmum 30 árum hjálpaði hann særðum hermanni sem hafði stigið á jarðsprengju. „Þetta var bara krakki," sagði Powell síðar og bætti við að á and- liti hermannsins hefði vottað fyrir undrun og ótta. Hermaðurinn dó í fangi Powells sem hefur æ síðan Ieitað svara við þeirri spurningu hvers vegna bandarískir hermenn voru sendir til Víetnams. Þessi reynsla hafði djúpstæð áhrif á Powell sem varð seinna for- seti bandaríska herráðsins. „Stríð ætti að vera síðasta úrræði stjórn- málamanna," segir hann í endur- minningum sínum, „My American Journey", frá 1996. Að sögn náinna vina Powells er þessi niðurstaða ein af ástæðum þess að hann féllst á tilboð George W. Bush, verðandi forseta Banda- ríkjanna, um að taka við embætti utanríkisráðherra. Ef beiting her- valds á að vera síðasta úrræði bandarískra ráðamanna ríður mik- ið á því að utanríkisráðherrann og embættismenn hans sýni ráðsnilld til að koma í veg fyrir að beita þurfi þessu neyðarúrræði. Fyrsti blökkumaðurinn í embætti utanríkisherra Powell er fyrsti blökkumaðurinn sem tilnefndur er í embætti utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og til- nefningin er mikilvægur liður í þeirri viðleitni Bush að höfða til blökkumanna sem kusu langflestir A1 Gore varaforseta í kosningunúm. Powell nýtur mikillar virðingar í Bandaríkjunum og er ef til viil vinsælli en Bush sjálfur. Líklegt er hins vegar að tilnefningin endur- veki deiluna um hvenær og hvernig Bandaríkin eigi að beita hervaldi. Þeir sem þekkja Powell vel eru ekki hissa á velgengni hans. „Hann myndi ná langt ef hann væri grænn,“ sagði gamall samstarfs- maður Poweils í hemum þegar hann var spurður hvort það myndi há honum sem stjórnmálamanni að vera blökkumaður. Eliot Cohen, prófessor við John Hopkins-há- skóla, sem hefur stundum gagn- rýnt Powell, hefur lýst honum sem „snjallasta hershöfðingja Banda- ríkjanna í stjórnmálum frá Dwight D. Eisenhower". Lagðist gegn íhlutun á Balkanskaga Efasemdir hafa þó komið fram um skoðanir Powells á hlutverki Bandaríkjanna sem stórveldis, tregðu hans til að beita eða hóta hervaldi og fyrirlitningu hans á þeim „djúpvitru hugsuðum" sem hann telur að hafi leitt Bandaríkja- menn á villigötur í Víetnamstríðinu og kunni að gera aftur. Þegar Powell var forseti banda- ríska herráðsins í forsetatíð Ge- orge Bush og síðar Bills Clintons dró hann í efa að það væri réttlæt- anlegt að stofna lífi bandarískra hermanna í hættu til að frelsa Kúveit. Hann var einnig andvígur því að Saddam Hussein yrði steypt af stóli og lagðist gegn íhlutun Bandaríkjahers á Balkanskaga, meðal annars því að bandarískar flugvélar yrðu notaðar til að varpa niður matvælum til múslima sem voru innlyksa í Srebrenica í Bosn- íu. Vegna reynslu sinnar í Víetnam er hann andvígur „hernaði sem einkennist af háifvelgju og illa grunduðum markmiðum“. Hann segir að þegar Bandaríkjamenn heyi stríð þurfi markmiðin að vera skýr og tryggja verði að fullnaðar- sigur vinnist. „Óverjandi viðhorf“ Margir hafa efasemdir um þetta viðhorf og telja ólíklegt að Powell beiti sér fyrir fjölþjóðlegum hern- aðaraðgerðum líkt og í stríðinu gegn írak eða til að koma á friði í löndum þriðja heimsins. „Hvað ætla þeir að gera ef átök blossa upp í löndum eins og Sierra Leone? Vona að þau líði hjá?“ spurði Dennis Jett, fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna í Mósam- bík og Perú. Embættismaður í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu, sem hefur farið með máiefni Evrópu, segir að viðhorf Powells sé „óverjandi" og „hættu- legt“ þar sem það feli í sér að „Bandaríkin víki sér undan ábyrgð sem eina stórveldi heims og afls sem getur stuðlað að stöðugleika í heiminum". „Ef til vill breytast viðhorf hans í embætti utanrík- isráðherra," bætti hann þó við. Með tnikla pólitíska reynslu Talið er að tiltölulega auðvelt verði fyrir Powell að breytast úr hermanni í ríkiserindreka. Hann er gæddur miklum persónutöfrum og forystuhæfileikum og hefur tals- verða þekkingu á bandarískum stjórnmálum. Hann starfaði sem fræðimaður í Hvíta húsinu árið 1972 og stundaði þá rannsóknir á Bush vill höfða til blökku- manna Reuters George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna (fyrir miðju), ásamt Dick Cheney, verðandi varaforseta (t.v.), og Colin Powell, fyrrverandi forseta herráðsins. stjórnkerfinu. Hann starfaði í fjög- ur ár í varnarmálaráðuneytinu í forsetatíð Jimmys Carters og eitt ár í orkumálaráðuneytinu. Árið 1983 varð hann hermálaráðgjafi Caspars W. Weinbergers, þáver- andi varnarmálaráðherra. Hann var aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Reagans 1986 og skipaður yfirmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna ári síðar, auk þess sem hann var forseti bandaríska herráðsins. Powell starfaði í Wash- ington með stuttum hléum frá 1969 þar til hann fór á eftirlaun 1993. Síðustu árin hefur Powell starf- að fyrir bandarísk samtök sem vinna með fyrirtækjum og góð- gerðarstofnunum í þágu fátækra barna. Kominn af innflytjend- um í New York Powell fæddist 5. apríl 1937 í Harlem í New York-borg og ólst upp í Suður-Bronx. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Jamaíka. Faðir hans var garðyrkjumaður og stundaði ýmis störf í New York og móðir hans var saumakona. Powell nam jarðfræði við City University of New York og gekk í herinn árið 1958 eftir að hafa lokið námi í herforingjaskóla varaliðsins. Fjórum árum síðar var hann send- ur til Víetnams. Eftir að hann kom aftur til Bandaríkjanna sendi her- inn hann í George Washington University til að nema rekstrar- hagfræði árið 1969. Deildi við Cheney og Clinton Powell var skipaður forseti her- ráðsins 1989 og gegndi veigamiklu hlutverki í Persaflóastríðinu. Hann deildi þá nokkrum sinnum við Dick Cheney, þáverandi vamarmálaráð- herra og verðandi varaforseta, en hefur gert lítið úr þeim ágreiningi. „Það kemur alltaf upp spenna og skoðanamunur þegar stríð er háð,“ sagði Powell í viðtali fyrir nokkr- um mánuðum. Sérfræðingar í afvopnunarmál- um segja að Powell hafi einnig átt stóran þátt í kjarnorkuafvopnun Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árið 1991. Sú reynsla gæti komið honum vel í væntanlegum viðræð- um við Rússa um kjarnavopn og umdeild áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnir. Fyrrverandi embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu segir að Powell hafi verið óvenju valdamikill sem forseti herráðsins eftir að Bill Clinton tók við forseta- embættinu. Hann telur megin- ástæðuna þá að Powell „var stríðs- hetja en forsetinn hafði vikið sér undan því að gegna herþjónustu". Clinton hafði lofað að afnema bann við þvi að hommar fengju að gegna herþjónustu. Powell var hins vegar andvígur því að banninu yrði aflétt og skýrði forsetanum frá þeirri afstöðu sinni. Clinton féllst að lokum á þá málamiðlun að her- menn yrðu ekki spurðir hvort þeir væru hommar og þeir þyrftu því ekki að skýra frá kynhneigð sinni. Powell skrifaði síðar að hann hafi lagt þessa málamiðlun til strax í upphafi. Andvígur aðgerð- unum í Sómalíu Powell tók einnig þátt í hern- aðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sómalíu sem var hafin af mann- úðarástæðum í forsetatíð Bush eldri. Sumarið eftir að Clinton tók við embættinu var hermönnunum í Sómalíu fækkað smám saman. Þegar um 24 pakistanskir hermenn voru drepnir skoruðu Sameinuðu þjóðirnar á Bandaríkjaher að elta uppi sómalska stríðsherrann Mohamed Farah Aideed. Yfirmað- ur friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna, Bandarílqamaður, óskaði eft- ir því að bandarískar þyrlur og árásarflugvél- ar yrðu sendar til Sóm- alíu og varnarmálaráðu- neytið í Washington samþykkti það. Powell var í fyrstu andvígur því að bandarískar sérsveitir yrðu sendar til að halda stríðandi fylk- ingum í Sómalíu í skefjum en lét að lokum undan. Hann dró sig síðan í hlé sem forseti herráðsins nokkr- um dögum áður en átján banda- rískir hermenn biðu bana og 75 særðust í árás úr launsátri. Powell kvaðst síðar sjá eftir því að hafa stutt aðgerðir sérsveitanna í Sómalíu og rakti klúðrið til óraunhæfrar tilraunar til að sætta stríðandi ættbálka með hervaldi. Bush tók undir þetta í kosninga- baráttunni þótt faðir hans hefði hafið íhlutunina. Bush tók nokkra áhættu með því að tilnefna Powell sem utanríkis- ráðherra. Powell er vinsælasti hershöfðingi Bandaríkjanna frá Eisenhower og hefur lengi verið álitinn tilvalið forsetaefni. Hann er svo þekktur og vinsæll að hugs- anlegt er að hann skyggi á forset- ann. Powell þarf einnig að vera á varðbergi. Hann gæti sætt gagn- rýni repúblikana, sem vilja að Bandaríkin taki upp einangrunar- stefnu, og þeirra sem eru hlynntir því að Bandaríkin beiti hervaldi þegar þörf krefur til að koma á friði. Hlynntur jákvæðri mismunun Powell var hlynntur samningn- um um allsherjarbann við kjarn- orkusprengingum í tilraunaskyni fyrir nokkrum árum, en Bush og repúblikanar í öldungadeildinni voru andvígir honum. Það skýrir ef til vill hvers vegna Powell hafnaði beiðni stuðningsmanna samnings- ins um að beita sér fyrir því að hann yrði staðfestur á þinginu. Öðrum repúblikönum er í nöp við Powell vegna þess að hann er hlynntur jákvæðri mismunun til að bæta hag minnihlutahópa og and- vígur banni við fóstureyðingum. Hann hefur gagnrýnt stefnu Repú- blikanaflokksins í þessum málum. Bush notaði oft orðið „útlaga- ríki“ þegar hann talaði um Norður- Kóreu, Iran og írak í kosningabar- áttunni. „Ég hef ógeð á hugtakinu útlagaríki,“ sagði hins vegar Powell í viðtali fyrir kosningarnar. „Ég skil ekki hvað vinnst með því að setja mörg ólík lönd í einn pott og kalla þau útlagaríki. Þau eru öll svo gjörólík." Powell verður í þjónustu forseta sem vék sér undan því að gegna herþjónustu í Víetnam með því að ganga í þjóðvarðliðið í Texas. í endurminningum sínum fer Powell hörðum orðum um stjórnmálaleið- toga sem véku sér undan því að berjast í Víetnam og lýsir því sem svörtum bletti á lýðræðinu. „Mér gremst að svo mörgum sonum voldugra og áhrifamikilla manna tókst að þröngva sér í sveitir vara- liðsins og þjóðvarðliðsins," skrifaði hann. „Af öllum sorgarsögum Víet- namstríðsins tel ég þessa grófu stéttamismunun skaða mest þá hugsjón að allir Bandaríkjamenn séu fæddir jafnir og hafi sömu skyldur við land sitt.“ Gæti sætt gagnrýni ein- angrunarsinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.