Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Byggðastofnun gerir skýrslu um atvinnuástand á VestQörðum Málefni Bolung- arvíkur rædd á stjórnarfundi FORMAÐUR stjórnar Byggða- stofnunar hefur óskað eftir því að gerð verði skýrsla um atvinnu- ástandið á Vestfjörðum. Málefni Bolungarvíkur verða rædd á fundi stjómar Byggðastofnunar á morg- un. Fyrsti þingmaður kjördæmisins telur að stofnunin eigi við sölu verk- smiðjunnar að stuðla að uppbygg- ingu fyrirtækis sem geti staðið til lengdar á eigin fótum. Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur stjómar Byggðastofnunar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gífurleg fólks- fækkun hafi orðið í ísafjarðarbæ og fjórðungs fækkun í Bolungarvík auk þess sem önnur fólksfækkunarhrina gæti orðið þar vegna gjaldþrots Nasco. Fækkun starfa skýrði þessa þróun. Samdráttur í atvinnu og fólksfækkun við Isafjarðardjúp er einna versta byggðamálið sem við er að etja um þessar munir, að mati Kristins. Kristinn hefur að höfðu samráði við Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, óskað eftir því að stofnunin láti gera skýrslu um atvinnuástandið á Vestfjörðum. Til- gangurinn er að draga fram stað- reyndir um þróunina og benda á leiðir til úrbóta. Segir Kristinn að hugmyndin sé að leggja þessa skýrslu fyrir ráðherra þegar hún verður tilbúin. Málið verður rætt í stjóm Byggðastofnunar á morgun. Krist- inn sagði að einnig yrði farið yfir gjaldþrot Nasco Bolungarvík hf. enda væri Byggðastofnun stór veð- kröfuhafi. Byggðastofnun getur haft áhrif Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfjarða sem einnig á sæti í stjóm Byggðastofn- unar, telur skynsamlegt að málefni rækjuvinnslunnar í Bolungarvík fari sína leið í skiptaferlinu, úr því sem komið er. Veðkröfuhafar hafi falið skiptastjóra á auglýsa eign- irnar til sölu og eftir það komi í ljós hvaða áhugi væri á að kaupa verk- smiðjuna til að hefja þar rekstur. Segist hann ekki sjá fyrir sér bein afskipti stjómvalda. Einar vekur athygli á því að Byggðastofnun er stór veðkröfuhafi og geti haft mikil áhrif á söluverð verksmiðjunnar og kjör. Telur hann að stofnunin eigi að stuðla að því að sem fyrst verði unnt að koma þarna upp fyrirtæki sem líklegt er að geti staðið á eigin fótum til frambúðar. Kveðst þingmaðurinn vonast til þess að áhugi verði á kaupum á rækjuverksmiðjunni. Allar forsend- ur séu til að reka þama öflugt at- vinnufyrirtæki, sérlega góð og vel útbúin rækjuverksmiðja, þjálfað starfsfólk og góðir stjómendur fyr- ir vestan. Morgunblaðið/Rax í heimsókn Þorsteinn Pálsson í Hvíta húsið árið 1988 ræddi hann m.a. við Ronad Reagan og Colin Powell. Þor- steinn er fyrir miðju hægra við borðið. Reagan er lengst til vinstri, en annar maður frá honum er Colin Powell. Þorsteinn Pálsson átti í forsætisráð- herratíð sinni fund með Colin Powell Traustvekjandi og yfirvegaður maður COLIN Powell hefur sem kunnugt er verið tilnefndur sem utanríkis- ráðherra í væntanlegri ríkisstjórn George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna. Meðal þeirra fslendinga sem hitt hafa Powell að máli er Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London. f op- inberri heimsókn til Bandaríkjanna í ágúst 1988 átti Þorsteinn sem þáver- andi forsætisráðherra fund með Ronald Reagan, þáverandi forseta, og Powell var viðstaddur sem örygg- isráðgjafi forsetans. Þeir Þorsteinn hittust einnig í hádegisverðarboði að fundinum loknum í Hvfta húsinu í Washington. Ári síðar, eða í ágúst 1989, þegar George Bush eldri var orðinn forseti, var Colin Powell skip- aður í stöðu yfirmanns bandaríska herráðsins og þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1992, þegar Bush vék úr Hvíta húsinu fyrir demókratanum Bill Clinton. Síðan þá hefur Powell haldið stöðu herforingja innan bandaríska hersins og verið virkur í flokksstarfi repúblikana. „Powell kom mér fyrir sjónir sem afskaplega traustvekjandi og yf- irvegaður maður. Ég held að Bandarfkjamenn hafi fengið góðan utanríkisráðherra ef marka má þau litlu kynni sem ég hef af honum. Hann hafði sterka og örugga fram- komu og mikla þekkingu á þeim hlutum sem hann var að fjalla um. Þetta var um það Ieyti sem hann var að koma fram á sjónarsviðið sem áhrifamaður í varnar- og öryggis- málum Bandaríkjanna," sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti því við að Colin Pow- ell væri sér ferskur í minni. Nær- vera hans hefði verið það sterk og persónan virkað traust. Þeir hefðu átt ágætt samtal, bæði á fundinum og að honum loknum í hádegisverð- arboði. „Af þessum ástæðum sem ég hef nefnt man ég betur eftir honum fráþessum fundi en ýmsum öðr- Ný lög um sjúklingatryggingar í gildi um áramót Hæstu iðgjöld lækna 123-130 þúsund krónur ÞRJÚ stærstu tryggingafélög lands- ins hafa gert læknum tilboð vegna sjúklingatrygginga sem skylt er að allar heilbrigðisstofnanir og sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn hafi frá næstu áramótum samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu sem ganga í gildi með nýju ári. Iðgjöld í fyrsta flokki fyrir læknana eru á bilinu 123.000 til 130.000 kr., 73-78 þúsund kr. í öðrum flokki og 47-50 þús. kr. í þeim þriðja. í lögunum segir að bætur greiðist ef virt tjón nemi 50 þúsund krónum eða hærri upphæð en hániark bótafjárhæðar fyrir einstakt tjón er fimm miHjónir króna. í bréfi Sigurbjöms Sveinssonar, formanns Læknafélags íslands, til félagsmanna segir hann að athygli veki að verulegt samræmi sé með tryggingafélögunum í ofangreindum iðgjöldum. Þá kemur fram að samn- Margræður skáldskapur" n Gerðor Krirtn* l úunKoft „Gerður Kristný notar myndmál og visanir af mikilli kunnáttu sem skilar sér i kristaltærum en um Leið margræðum skáldskap." Sigriður Albertsdóttir, DV „Helsti kostur þessarar bókar er hversu mikið er sagt í fáum orðum sem og leikandi frumleiki i myndmáli og líkingum." Kristfn Heiða Kristinsdóttir, strik.is Mál og menning malogmenning.is I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 inganefnd Læknafélags Reykjavikur hafi átt fundi með samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins um hvemig tryggingaiðgjöldin eigi að koma inn í verðlag á þjónustu sér- fræðilækna. Lagði samninganefnd LR til að TR greiddi þessi iðgjöld eða að ákveðið yrði gjald fyrir hveija komu sjúklings vegna þeirra. Er það mál ekki útkljáð enn. Bráðalæknar og skurðlæknar í hæsta áhættuflokki Iðgjöldunum er sem fyir segir skipt í þrjá áhættuflokka. í fyrsta flokki, hæsta iðgjaldaflokknum, eru augnskurðlæknar, blóðgjafalæknai-, bráðalæknar, bæklunarlæknar, fæð- inga- og kvenlæknar, lýtalæknar, skurðlæknar og fleiri. I öðrum flokki eru eiturefnalæknai', heimilislæknar, húð- og kynsjúkdómalæknar, ýmsir sérfræðingar í lyflækningum og fleiri og í þriðja flokki eru til dæmis at- vinnusjúkdómalæknar, bamalæknar, geðlæknar, krabbameinslæknar, taugalæknai- og öldrunarlæknar. Formaður LÍ segir mikilvægt að læknar kanni hjá tryggingafélögun- um hvaða kjömm þeir geti sjálfir náð, ekki síst þeir sem séu takmarkað í sjálfstæðri starfsemi. Sanngjamt sé að iðgjaldið taki mið af raunverulegri starfsemi hins tryggða og trygginga- félög hljóti að viðurkenna í iðgjaldinu hver sé raunveruleg starfsemi læknis innan sérgreinar sinnar. Þá vekur formaður Læknafélags- ins athygli á muninum á nýju sjúk- lingatryggingunni og starfsábyrgðar- tryggingum sem keyptar eru vegna tjóns sem sé afleiðing mistaka sem viðkomandi gæti hafa orðið á í starfi, að sök sé grundvöllur bótaskyldu. Trygging án tillits til sakar Með sjúklingatryggingunni sé meðal annarra sjálfstætt starfandi læknum gert skylt að tryggja sig fyr- ir tjónum án tillits til þess hvort sök sé fyrir hendi eða ekki ef rekja megi tjón sjúklings til nánar greindra at- vika í lögunum. Segir í bréfinu að tryggingarnar greiði bætur fyrir tjón sem koma hefði mátt í veg fyrir með því að haga rannsókn eða meðferð sjúklings öðmvísi en gert hafi verið þótt lækni verði ekki kennt um óvar- kámi. Bótakrafa geti stofnast ef sanngjamt teljist vegna sjúklingsins að tjón sé bætt, svo sem ef afdrifarík- ir fylgikvillar eða óvenjuleg eftirköst læknismeðferðar valda sjúklingi von- brigðum og jafnvel geðrænum veik- indum. Samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingu bera allir sem veita heil- brigðisþjónustu bótaábyrgð og em taldar upp heilbrigðisstofnanir hvort sem þær era reknar af ríki, sveitar- félagi eða öðmm, heilbrigðisstarfs- menn sem fengið hafa löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Ti-yggingastofnun ríldsins vegna sjúklinga sem vista þarf er- lendis og þeir sem annast sjúkra- flutninga. í reglugerð sem gefin var út 13. október og öðlast gildi um leið og lög- in 1. janúar 2001 em taldar upp lög- giltar heilbrigðisstéttir og kemur þar og fram að leiki vafi á hvort heilbrigð- isstarfsmaður sé vátryggingaskyldur skeri ráðuneytið úr um það. Sviðsstjórar klínískra sviða á Landspítala Mótmæla fullyrðing’u um að mál- frelsi sé ekki virt Á FUNDI sviðsstjóra klínískra sviða á Landspítala - háskólasjúkrahúsi var í gær samþykkt ályktun þar sem því er mótmælt að málfrelsi og skoð- anafrelsi sé ekki virt á spítalanum. Fer ályktunin hér á eftir: „Við sviðsstjórar hjúkmnar og lækninga á klínískum sviðum Land- spítala - háskólasjúkrahúsi mótmæl- um þeim fullyrðingum að málfrelsi og skoðanafrelsi sé ekki virt á spítalan- um. Við teljum okkur njóta fyllstu mannréttinda á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi en hafa hins vegar sjálfsögðum skyldum að gegna gagn- vart sjálfum okkur, yfirmönnum okk- ar og stofnuninni í heild. Sem yfír- mönnum ber okkur að vinna af fullum heilindum og trúmennsku að mótun nýja háskólasjúkrahússins og fram- fylgja þeim ákvörðunum sem teknar em af yfirstjóm í því sambandi. Að sjálfsögðu er starfsmönnum spítalans frjálst að hafa skoðanir á skipulagi heilbrigðisþjónustu í landinu. Við telj- um að okkur beri að hafa skoðanir á því hvort eitthvað megi betur fara í rekstri og starfi spítalans. Ef við telj- um að úrbóta sé þörf á spítalanum svo hann valdi betur verkefni sínu, þá er það ótvírætt hlutverk sviðsstjóra sem stjómenda og yfirmanna að vinna að nauðsynlegum úrbótum innan stofn- unarinnar sjálfrar.11 Skógar- snípa við Iðnskólann ÞAÐ er ekki mjög algengt að menn rekist á skógarsnípu hér á landi. Húsverðir við Iðnskólann í Reykja- vík fundu þó slíkan fugl fyrir helgi- Skógarsnípan var í góðum holduffli en með slæmt sár á brjósti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur skoðaði hana og taldi að henni yrði ekki bjargað. Nauðsynlegt reyndist því að lóga fuglinum. Hann verður varðveittur á Náttúrufræðistofnun íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.