Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 76

Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ y76 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 FRÉTTIR BSRB styð- ur verk- fallssjóð kennara STJÓRN Vinnudeilusjóðs BSRB hefur ákveðið að veita verkfallssjóði Kennarasambands fslands 2.000.000 kr. vegna yfirstandandi vinnudeilu og verkfalls framhaldsskólakennara. Stjórnarfundur BSRB 7. desemb- er sl. sendi frá sér stuðningsyfirlýs- ingu við verkfall framhaldsskóla- kennara og í framhaldi af þvi ákvað stjórn vinnudeilusjóðs BSRB að sýna stuðning BSRB í verki með þessu fjárframlagi. Ályktun stjórnar BSRB fer hér á eftir: „Stjórn BSRB hvetur ríkisstjórn- ina til að ganga þegar í stað til samn- inga við framhaldsskólakennara. Ljóst er að viðbótarfjármagn þarf að veita til skólastarfs svo unnt verði að greiða fólki sem þar starfar hærri laun. Augljóst er að þetta er for- senda þess að kjaradeilan leysist á farsælan hátt. Fjársvelti mennta- kerfisins og annarrar velferðar- og almannaþjónustu veikir félagslega innviði samfélagsins og grefur und- an því í hvívetna. BSRB gagnrýnir harðlega þá óbilgirni sem ríkisvaldið sýnir framhaldsskólakennurum í verkfalli og hvetur til tafarlausrar stefnubreytingar. BSRB sendir kennurum baráttu- kveðjur." Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum tekur við gjöfinni frá eig- endum Kósý, húsgagnaverslunar. Gjöf til Þroskahjálpar á Suðurnesjum 2,5 milljónir í bygg- ingu þjálfunarlaugar SKÚLI Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir, böm þeirra og fyrir- tæki þeirra, Kósý - húsgagnaverslun, Síðumúla 24, Reykjavík, hafa ákveðið að gefa Þroskahjálp á Suðumesjun 500 þúsund kr. 1. desember ár hvert næstu fimm árin og fór fyrsta .greiðsla fram 1. desember sl. I fréttatilkyninngu segir: „Fyrir- tækið gengur vel og vildi fjölskyldan láta gott af sér leiða og styrkja gott málefni hér á Suðumesjum. Var þessi ákvörðun tekin hjá þeim hjónum eftir að hafa rætt við Gísla H. Jóhannsson, framkvæmdastjóra ÞS, og Sæmund Pétursson, formann félagsins, varð- andi þjálfunarlaugina. Það var á þeim tíma er Þroskahjálp á Suðurnesjum var að ræða um að halda áfram bygg- ingu laugarinnar og reyna að klára hana. Þetta hafði mikil áhrif á ákvörðun um að halda áfram með bygginguna og klára verkið. Þetta er frábært framtak og viljum við í ÞS þakka kærlega fyrir þeirra framlag, því starfsemi hjá ÞS og bygging slíkrar laugar gengur ekki nema með hjálp góðra manna.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá úthlutun styrkjanna: Þorsteinn Ólafsson SKB, Guðmundur Jónsson Byrginu, Sigurður Reynisson Lyfjadreifingu, Ragnar Freyr Ingvars- son, Kolbrún Pálsdóttir, Jón Þorkell Einarsson, Kristín Sigtryggsdóttir og Einar S. Ólafsson, Farmasíu. Uthlutað úr styrkar- sjóði lyfjafyrirtækja FYRIRTÆKIN Farmasía ehf., J.S. Helgason ehf., Lyfjadreifing sf. og Thorarensen Lyf ehf. stofnuðu styrktarsjóð fyrr á þessu ári. Styrknum var nýlega úthlutað til þriggja aðila: Forvarnastarfs lækna- nema, Styrktarsjóðs krabbameins- sjúkra bama og Byrgisins, kristilegs líknarfélags. Með þessu vilja fyrirtækin láta á það reyna hvort nýta megi á annan og betri hátt það fjármagn sem not- að hefur verið til að styrkja mikinn fjölda félaga með smáum upphæð- um. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeim sem vilja sækja um styrki úr sjóðnum er bent á vef Lyfjadreifing- ar: http:/Avww.lyfjadreifing.is/ þar sem hægt er að skrá inn beiðnir. BUGL fær jólastyrk PwC PRICEWATERHOUSECOOPERS hefur tekið upp þá stefnu að í stað þess að senda viðskiptavinum jóla- kort leggur fyrirtækið góðgerðar- máli lið. Styrkurinn í ár nemur 350.000 kr. Að þessu sinni var ákveðið að styðja Barna- og ung- lingageild Landspítalans (BUGL). Afhending styrksins fór fram 15. desember sl. í húsakynnum BUGL við Dalbraut. Fjárhæðin verður notuð til að bæta viðtalsaðstöðu deildarinnar með kaupum á nýjum stólum. Á myndini sóst Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PwC (t.h.), afhenda Ólafi Ó. Guð- mundssyni, yfirlækni BUGL, jóla- styrk PwC. Með þeim á myndinni er Karl Marínósson, félagsráðgjafi hjá BUGL. Morgunblaðið/Ásdís Gaf Mæðra- styrksnefnd jólatré SKÓGRÆKTARFÉLAG Reyiyavík- ur hcfur í tilefni 50 ára afmælis Heiðmerkur gefið Mæðrastyrks- nefnd 50 jólatré. Trén afhenti Vign- ir Sigurðsson, umsjónarmaður Heiðmerkur, en þeim veittu viðtöku Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Mæðrastyrksnefndar (fyrir miðju) og Bryndís Guðmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar. Jóla- trjánum hefur þegar verið úthlutað til skjólstæðinga nefndarinnar. Foreldra- síminn opinn alla hátíðina FORELDRAHÚSIÐ minnir á að foreldrasími Vímulausrar æsku er opinn yfir alla jólahá- tíðina og áramótin, jafn að nóttu sem degi. Síminn er 581- 1799. í þennan síma geta foreldrar og aðrir aðstandendur ávallt hringt til að fá upplýsingar eða ef áhyggjur vakna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.