Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 27

Morgunblaðið - 19.12.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 27 ÚRVERINU Sala Samherja hf. á 65% eignarhlut sínum í Samherja GmbH í Cuxhaven í Þýzkalandi Hagur hluthafanna betur tryggður Sala Samherja á stórum hlut í hinu þýzka dótturfyiirtæki sínu og sala þess á togara sínum Cuxhaven hefur vakið mikla athygli. Hjörtur Gíslason kannaði málið og svo virð- ist sem Samherji standi mun styrkari eftir og framtíðin 1 Þýzkalandi sé bjartari en áður. m Samherji Dótturfélagið j endurgreiðir vaxtalaust hluthafalán, 1.140 millj. kr.' Togarinn Cuxhaven seldur: Selur stærstu hluthöfum 65% hlutafjár dótturfélagi millj.kr.X^ A ettir 35% hlut Þorsteinn Már Baldvinsson, í dóttur- Kristján Vilhelmsson fyrirtæki Finnbogi Baldvinsson, sínu í KEA og Kaupþing Þýskalandi m Eiga samtals 65% hlutaflár SamherjiGmbH Utgerð Kiel Hanover Dótturfyrirtæki Samherja GmbH Þýskalandi sameinuð Hussmann & Hahn Frumvinnsla, fulhrinnsla og smásala á fiski LJÓST er að Samherji hf. hefur styrkt stöðu sína verulega með því að selja 65% hlut sinn í dótturfyrirtæk- inu Samherja GmbH í Þýzkalandi. Bæði fæst verulegt fé fyrir hlutinn og áhættan af erfiðum rekstri ytra er minnkuð. Skuldir félagsins hafaverið minnkaðar um þrjá milljarða króna og það er fyrir vikið betur búið undir að takast á við ný verkefni. Með þessu móti virðist hagur hluthafa í Samherja einnig betri en áður. Dótturfyrirtækið ytra hefur að auki gengið inn í kaup Finnboga Baldvinssonar á fiskvinnslufyrirtæk- inu Hussmann & Hahn og reksturinn því orðinn fjölbreyttari en áður. Ut- gerðin gæti gengið erfiðlega áfram vegna versnandi aflabragða og minnkandi kvóta, en þó ættu afla- heimildimar að vera nægar fyrir tvö skip. Lækki olíuverð töluvert gæti verið mun bjartara framundan. Þungur róður og mikið tap Verulegir erfiðleikar hafa verið í rekstri DFFU að undanfömu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins nam tapið á síðasta ári um 320 millj- ónum króna og á þessu ári mun rekstrartap vera að nálgast 440 millj- ónir króna. Á móti kemur söluhagn- aður af sölu togaranna Wiesbaaden og Cuxhaven. Skýringamar á tapinu á útgerðinni liggja að miklu leyti í háu olíuverði og slöku fiskiríi, meðal annars á nálægari miðum. En einnig hefur styrkur verkalýðsfélaganna gert erfitt fyrir við hagræðingu og fækkun starfsfólks. DFFU mun hafa fengið opinbera styrki vegna afla- brests á þessu ári og um tíma fékk félagið sérstakan olíustyrk, um 8.000 mörk á dag, vegna tilraunaveiða Hanover, sem þá var að rækjuveið- um. Segja má að öll útgerð um þessar mundir búi við krappan kost. Mikill samdráttur hefur orðið á skipastól DFFU eftir að Samerji kom til sögunnar. Mikil hagræðing hefur átt sér stað við erfiðaðar að- stæður og skipastóllinn sniðinn að þeim aflaheimildum sem borgar sig að nýta. Nú eru tvö skip eftir, frysti- togaramir Kiel og Hanover. DFFU hefur ekki nýtt sér aflaheimildir sín- ar í síld og makrfl, sem hafa þó verið verulegar. Mat stjómenda félagsins hefur verið að það borgaði sig ekki að kaupa skip til að gera svo. Allt fram á síðustu dága var það reyndar ætlunin að skip Samherja, Þorsteinn EA, færi utan og veiddi sfld og makrfl. Það loforð var gefið verkalýðsfélag- inu á staðnum af DFFU þegar tog- arinn Wiesbaaden var seldur til til Rússlands til fyrirtækis að hluta til í eigu Samherja. Nú er Ijóst að Þor- steinn, sem er í lengingu í Póllandi, fer ekki utan, heldur verður við veið- ar undir merkjum Samherja hf. og undir íslenzku flaggi. Að auki hefur nú togarinn Cux- haven verið seldur og áhöfninni sagt upp. Reyndar er enn möguleiki á að þriðja skipið bætist í flotann, því DFFU á enn úreldingu til að taka inn nýtt skip eftir söluna á Wiesbaaden. Um 800 milljónir? Söluna á Cuxhaven til Parlevliet, bar nokkuð brátt að. Heimildir frá Þýzkalandi benda til þess að salan á togaranum ásamt hluta af úrelding- unni fyrir Wiesbaaden sýni, að staða DFFU hafi verið afar bágborin og salan í raun verið nauðugur kostur. Ekki er hægt að kaupa og selja afla- heimildir í Þýzkalandi. Þær em í eigu rfldsins. Engu að síður er það ljóst að aflaheimildir DFFU í sfld og makrfl fylgja í sölunni. Söluverð á skipinu hefur ekki fengizt uppgefið, en óstað- festar heimildir herma að „pakkinn" hafi verið seldur á um 800 milljónir króna, en skipið sjálft aðeins á 7 milljónir marka eða 280 milljónir króna. Þegar Cuxhaven var smíðað 1990, áður en Samherji kom til skjal- anna, kostaði það 28 milljónir marka eða ríflega milljarð króna. Seinna var svo settur frystibúnaður í skipið fyrir um 5 milljónir marka eða 200 millj- ónir króna. Það er Ijóst að Cuxhaven var eina auðseljanlega skip DFFU. Hin skip- in eru mun eldri og bæði þung í rekstri vegna mikillar olíueyðslu, sérstaklega Hanover, sem er þungt skip, enda sérstaklega styrkt til veiða í ís. Sá orðrómur gengur reyndar í Cuxhaven að Hanover verður seldur í janúar. Uppsagnir skapa vanda Framundan eru minnkandi veiði- heimildir víðast hvar, en á móti eru líkur á verulegri lækkun á olíuverði. DFFU ætti að hafa ærið nógar veiði- heimildir fyrir tvö skip og því gæti verið séð fyrir endann á taprekstr- inum. Á hinn bóginn er fyrirtækið í vanda vegna uppsagna sjómanna, nú á tveimur skipum og meðan ekkert skip kemur í stað Wiesbaaden eða Cuxhaven, næst varla samkomulag við verkalýðshreyfinguna. Hún hefur í fréttum í sjónvarpi lýst miklum von- brigðum með þróun mála og bein svik, sem hún telur sig hafa orðið fyr- ir, þar sem ljóst er að ekkert skip til veiða á sfld og makrfl bætist í flota DFFU. Þau mál eru ekki leyst. Þeg- ar Cuxhaven var dreginn af dráttar- bátum frá höfninni í Cuxhaven til Bremerhaven, strax eftir að gengið hafði verið frá kaupunum, voru á honum mótmælaflögg, sem á stóð „bless Cuxhaven, bless DFFU. Hussmann & Hahn Samheiji GmbH hefur nú gengið inn í kaupsamning Finnboga Bald- vinssonar á fiskvinnslufyrirtækinu Hussmann & Hahn, sem er eitt stærsta og virtasta fyrirtæki á þessu sviði í Þýzkalandi. Það fyrirtæki var hins vegar í miklum rekstrarerfið- leikum, þegar Finnbogi keypti það, í raun að mestu leyti með yfirtöku skulda og samningum við lánar- drottna. Mikil hagræðing hefur þeg- ar orðið í þeim rekstri og nú gengur kúariðufárið í lið með Samherja svo útlitið er bjart á þeim bæ. Þjóðverjar borða meira af fiski en nokkru sinni. Útlit er því fyrir betri tíma í nánusta framtíð að minnsta kosti. Eggin eru ekki lengur í einni körfu og það styrkir Samherja vafalaust að vera nú í lykilaðstöðu bæði í útgerð og fiskvinnslu í Þýzkalandi. Nauðsynlegar aðgerðir Það er Ijóst að þær aðgerðir, sem nú var farið út í í Þýzkalandi voru nauðsynlegar og lfldegt er að þær skili árangri. En hvaða tengsl eru á milli þeirra og þess, sem er að gerast hér heima? Samherji er nú að sam- einast BGB Snæfelli og það kostar mikla peninga. Því hefur bæði þurft að losa fé og lækka skuldir og það er gert með því að helztu eigendur Sam- herja selja sjálfum sér tvo þriðju hluta í dótturfyrirtækinu Samherja GmbH í Þýzkalandi. Þannig fær móðurfélagið um 860 milljónir króna í sarpinn. Auk þess er dótturfyrir- tækinu gert að endurgreiða móður- félaginu um 1,1 milljarðs króna hluthafalán þannig að beint renna tveir milljarðar til móðurfélagsins. Þessir peningar lágu hins vegar ekki í skúffu Samherja í Þýzkalandi og því varð að selja skip, úreldingarrétt og láta af hendi veiðiheimildir. Engu að síður er Ijóst að veruleg greiðsla hef- ur komið fyrir þær. Hátt mat Það vekur athygli að „Við mat á verðmæti selds eignarhlutar í Sam- heija GmbH var gengið út frá sama heildarverðmæti hlutabréfa í því félagi og miðað var við í samkomulagi KEA um skipti á hlutabréfum í BGB- Snæfelli fyrir hlutabréf í Samherja." eins og segir í fréttatilkynningu Sam- heija um þessi mál. Hver hlutur í Samherja GmbH er sem sagt jafn- verðmætur og í Samheija hf. þrátt fyrir viðvarandi taprekstur ytra. Ljóst er að rekstrarvirði DFFU var lítið sem ekkert vegna viðvarandi taprekstrartaps en upplausnarvirði töluvert vegna verðmæta í skipum, aflaheimildum og endurnýjunarrétti. Svo virðist sem félagið hafi verið töluvert ofmetið til að fá meiri pen- inga heim. Samkvæmt þessu er heildarverðmæti Samheija GmbH um 1,3 milljarðar króna, en bókfært virði var aðeins 75 milljónir króna. Það vekur ennfremur upp spum- ingar um það hvort stærstu hluthafar Samherja hf. hafi getað selt sjálfum sér ríflegan meirihluta í dótturfyrir- tækinu án þess að bjóða öðrum hlut- höfum að kaupa líka. En í Ijósi þess hve hátt fyrirtækið er metið er alls óvíst að aðrir hluthafar hefðu kært sig um slíkt. Þannig virðist sem stærstu hluthafar Samheija séu að auka skuldir sínar til að létta á móð- urfyrirtækinu. Hver ábati þeirra af kaupunum kann að verða virðist ekki Ijóst, nema það takist að snúa rekstr- inum ytra eða hugsanlega draga sig algjörlega út úr útgerðinni og helga sig rekstri Hussmann & og Hahn, vinnslu og sölu á fiski. Þess ber þá að geta að Samherji hefur selt afurðir frystiskipa DFFU og fer líklega með eitthvað af þeim í gegnum Hussmann & Hahn. Það hefur í raun verið eini jákvæði þátturinn af starfseminni í Þýzkalandi og hefur skilað ákveðn- um hagnaði. Verði útgerðinni hætt, fara þessar afurðir lfldega í gegnum sölukerfi annarra aðila og Samherji missir þann spón úr aski sínum. Móðurfélagið sterkara Það er ljóst að móðurfélagið Sam- herji stendur sterkara eftir þessar breytingar. Skuldir þess hafa verið minnkaðar um þijá milljarða króna og áhættan af rekstrinum í Þýzka- landi er mun minni en áður. Hagur hluthafa í Samherja er því betri en áður. Vilji stjórnendur og stærstu eigendur Samheija standa í áhættu- sömum rekstri eins og útgerðinni í Þýzkalandi gera þeir það nú að mestu leyti á eigin kostnað en ekki kostnað hluthafanna í móðurfélag- inu. Ljóst er að hefði ekkert verið að gert, hefði tapið á útgerðinni haldið áfram að aukast. Nú virðist útgerðin hafa meiri möguleika en áður, en róð- urinn verður engu að síður þungur vegna minnkandi aflaheimilda og meðan olíuverð er enn mjög hátt. Framvindan í Þýzkalandi virðist óljós en margt bendir til betri tíma. --,r i - ... r-< i-.-frdk*jj-liÉil frl '&tst Satínnáttkjólar Stuttir verð kr. 3.500 íðirverðkr. 5.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.