Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 19.12.2000, Qupperneq 70
’O ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ „Blessuð veri hún • '' Búkolla og hún Búkolla mín ... “ NÝLEGA heimilaði landbúnaðarráðherra innflutning á fósturvís- um úr norskum kúm í tilraunaskyni í krafti «l»eirihlutaákvörðunar á Alþingi. Þegar skyld mál - innflutningur á dýrum - voru til um- fjöllunar á Alþingi ný- lega minnti undirrituð á ábendingar um smit- hættu sem komið hafa fram frá sérfróðum mönnum, bæði vegna reksturs einangrunar- stöðva og eins vegna innflutnings. I því sambandi var ráðherra spurður hvort til greina kæmi að gera væntanlega tilraun með inn- flutning á fósturvísum úr norskum kúm til kynblöndunar á íslenskum aitúm í Noregi. Landbúnaðarráð- herra fyrtist við fyrirspurnina og sakaði undirritaða um útúrsnún- inga því ekki væri um kynblöndun á íslensku kúnni að ræða í þessari til- raun. Það er spuming hver er með útúrsnúning því verði niðurstöður tilraunarinnar jákvæðar mun hún leiða til þess að kynblöndun verður í íslenska kúastofninum - það er jú tilgangur tilraunarinnar! Nú ætlar undirrituð ekki að erfa við ráðherra að hann missti stjórn á skapi sínu. Hins vegar er ástæða til iifeð ítreka þá skoðun enn hversu hættulegt kann að reynast okkur sem þjóð að rasa um ráð fram við jafnafdrifaríka ákvörðun og að gera gagngerar breytingar á lífríki landsins. Hugmyndir um innflutning á norska kúakyninu hafa verið all- lengi til umræðu og verið mjög um- deildar. Færð hafa verið fram ýmis rök gegn innflutningi. Bent hefur verið á mikilvægi þess að vernda fágæta dýrastofna, en af slíkum stofni er íslenska kýrin, og vakin athygli á einstæðum kostum hennar til mjólkurframleiðslu. Undir þessi rök er að sönnu tekið. í þingsálykt- unartillögu sem undirrituð hefur fram er hins vegar eingöngu vísað til hættu á, að með leyfi til innflutnings á fósturvísum úr norskum kúm séu felldar úr gildi eða veiktar verulega þær vamir sem drýgstar hafa verið til vernd- unar íslenskum dýrastofnum og opnaðar leiðir fyrir alvarlega smit- sjúkdóma. Það gæti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Eftir langa einangrun á eylandi er íslenskt búfjárkyn viðkvæmt. Innflutningsbann - vörn gegn smit- sjúkdómum Innflutningsbann hefur verið sú vöm gegn smitsjúkdómum sem best hefur reynst að mati fæmstu sér- fræðinga. Hvað eftir annað hafa dunið yfir stór áföll í kjölfar ógætilegs innflutnings og annarra óhappa sem ekki öll verða skýrð. Nægir í því sambandi að vísa til hitasóttar í hrossum sem olli miklum usla fyrir tveimur ámm. Þrátt fyrir vamarlínur og aðrar varúðarráð- stafanir, sem áttu að koma í veg fyrir smit, dreifðist hrossapestin um land allt. Það eitt sannar að komi upp nýr smitsjúkdómur í búfé er mjög erfitt, jafnvel útilokað, að tryggja að smit berist ekki frá einu landsvæði til annars. Kúariða í Evrópulöndum Nokkur undanfarin ár hefur kúa- riðu og skyldra sjúkdóma orðið vart í Evrópulöndum. í Englandi hafa þessir sjúkdómar valdið miklum usla og haft veraleg áhrif á útflutn- ing þarlendra landbúnaðarafurða, t.d. til Frakklands. Kúariða hefur einnig komið upp í Þýskalandi og Portúgal svo dæmi séu nefnd. Þar til nýlega hafa Norðurlöndin ekki orðið fyrir áföllum af þessu tagi. Hins vegar vildi svo til að sama dag og landbúnaðarráðherra heimilaði umrædda tilraun var greint írá því að nýtt afbrigði af hinum alvarlega og ólæknandi heilahrömunarsjúk- dómi, creutzfeldt-jakob, hefði komið upp í Noregi. Sjúkdómurinn er það afbrigði kúariðusmits sem finnst í mönnum.Við nánari athugun reynd- ist þetta ekki vera nýja afbrigðið heldur það sem áður var þekkt. Hins vegar sýnir þetta hve tæpt við stöndum hvað varðar vamir lands- ins. Danir hafa til þessa talið sig lausa við sjúkdóminn en svo reynist ekki vera, þar fannst kúariða í dansk- fæddri kú snemma á þessu ári og upplýst var í vönduðum sjónvarps- þætti dönskum að kvöldi 12. des- ember að allar líkur séu til þess að dönsk kýr sem flutt var til írlands fyrir nokkra hafi borið sjúkdóminn með sér þangað. Auk þess hefðu verið fluttar þúsundir tonna af kjöt- Fósturvísar Það kæmi því ekki á óvart að kúariða værí farin að búa um sig í Noregi, segir Þuríður Backman, þótt hún hafí ekki fundist enn þá. Slíkur sjúkdómur getur dulist í áratug áður en hans verður vart. og beinamjöli til Danmerkur frá löndum þar sem kúariða hefur fund- ist, jafnvel þótt slíkur innflutningur hafi verið bannaður í áratugi (frá 1933). Kúariða getur því verið að búa um sig á nýjum stöðum í Dan- mörku. I Noregi hefur sauðfjárriða verið útbreidd. Norðmenn telja sig lausa við kúariðu. Þeir hafa flutt lifandi nautgripi frá Danmörku hundruð- um saman síðustu árin í þeirri trú að kúariða væri ekki í Danmörku. Fyrir fáum dögum kom í Ijós að norskar kýr hafa verið fóðraðar á kjöt- og beinamjöli sem ekki var samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum þar. Það kæmi því ekki á óvart að kúariða væri farin að búa um sig í Noregi þótt hún hafi ekki fundist enn þá. Slíkur sjúkdómur getur dul- ist í áratug áður en hans verður vart. Smitleiðir Smitleiðir kúariðu eru ekki að fullu ljósar, þó er vitað að kúariða getur smitast milli dýrategunda og í menn. Sjúkdómurinn er skyldur riðuveiki í sauðfé. Óþarft er að minna á hvílíkum skaða sá sjúk- dómur hefur valdið hér á landi og hversu erfitt hefur verið að ráða niðurlögum hans. Því hefur verið haldið fi"am að litlar líkur séu á því að kúariða geti smitast með fóst- urvísum. Það hefur hins vegar ekki verið afsannað og í ljós hefur komið að smitandi slímhúðarpest í naut- gripum (BVD) getur smitast með fósturvísum. Ófyrirséðar afleiðingar fyrir viðkvæman markað Full ástæða er fyrir okkur ís- lendinga að gæta ýtrastu varúðar við allar breytingar á búfjárstofnum okkar enda hafa þeir vissulega notið þeirrar einangrunar sem við búum við hér á landi. Undanfarin ár hefur verið lagt kapp á að kynna íslenskar landbúnaðarafurðir erlendis og vinna þeim markað sem hreinni, ómengaðri vöru. Vegna kúariðufárs- ins í Evrópu era neytendur mjög á varðbergi og krefjast þess að gæði, hreinleiki og heilbrigði allrar vöra sé sannað. Tilraun af því tagi sem hér er fjallað um getur haft ófyr- irséðar afleiðingar fyrir markaðs- setningu íslenskra landbúnaðaraf- urða og gert að engu það brautryðjendastarf sem þegar hefur verið unnið á þeim vettvangi. Því er mikilvægt að landbúnaðar- ráðherra fái tækifæri til að aftur- kalla nú þegar heimild til tilraunar með innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Þannig verður tryggt að tilraunin spilli ekki ímynd landsins út á við á þessum við- kvæma tíma né opni smitleiðir fyrir alvarlega sjúkdóma í búfénaði og landsmönnum með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Höfundur er alþingismaður Vinstri- hreyfíngarinnar - græns framboðs. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? Jurta(3 ,||11 Hárvörur leysa vandann OG ÞÚ BLÓMSTRAR. UTSOLUSTAÐIR: HEILSUVORUVERSLANIR 0G APOTEK UM ALLT LAND. Ww Úr eru tollfrjáls! Hjá tírsmiðnum o I v Þuríður Backman Um umhverfís- vernd og Mývatn EFTIR að úr- skurður umhverfis- ráðherra birtist hinn 1. nóvember síðastlið- inn um áframhaldantii kísilgúmám úr Mý- vatni hafa birst grein- ar í blöðunum þar sem lýst er vanþóknun á því að Kísiliðjunni sé heimiluð námu- vinnsla. Það er í sjálf- um sér ekkert við það að athuga. Sem betur fer era frjáls skoðana- skipti í landinu. Það er hins vegar verra þegar andinn í þess- um skrifum er á þá lund að hér sé um að ræða pólitískt samsæri. Látið er í það skína að allir þeir sem komu beint eða óbeint að því Umhverfismál Eiga hagsmunir fugla, spyr Gunnar Örn Gunn- arsson, að vega meira en þúsunda manna? að fyrrnefnd niðurstaða varð í málinu séu umhverfisvondir menn. Það verð- ur að segjast eins og er að þessi mál- flutningur minnir óneitanlega á rök kommúnista sem viðhöfð vora hér áð- ur fyrr um kapítalistana, auðvaldið. U mhverfisvernd Ég tel að flestir séu þeirrar skoð- unar að stunda eigi öfluga umhverf- isvemd á íslandi. Það sem hins vegar skilur menn að í þessu máli er hversu langt eigi að ganga. Mín skoðun er sú að umhverfisvemd og nýting náttúru- auðlinda geti vel átt saman og segja má að það sé sú stefna sem er ofan á í samfélaginu almennt því ef svo væri ekki væri ómögulegt að byggja þetta land. Til era hins vegar þeir sem viija að viðhöfð sé mjög hörð náttúra- vemd. Nú er það þannig að það er ákaflega auðvelt að vera harður um- hverfisvemdarsinni. Maður setur ein- faldlega upp sjálfskipaðan geislabaug og verður á móti öllum framkvæmd- um sem hugsanlega hafa einhver áhrif á náttúruna og þá sérstaklega ef þær era í nógu mikilli fjarlægð. Þar með era nánast allar framkvæmdir mannsins og allir þeir sem standa fyr- ir þeim orðnir óvinir náttúrannar. Framkvæmdaaðilar, svo sem ríkis- valdið, sveitarfélög, íyrirtæki og ein- staklingar, era í mjög erfiðri stöðu. Þeir era einfaldlega komnir með hom sem þeir geta seint náð af sér. Vinnu- brögð umhverfissinna era síðan að halda uppi látlausum áróðri sem er mjög erfitt að verjast. Ekki er um neina málamiðlun að ræða. Þegar aðrar skoðanir eða niðurstöður verða ofan á í samfélaginu er samt haldið áfram að berjast með öllum tiltækum ráðum. U mhverfismatsferlið Nú vill svo til að í landinu gilda lög um umhverfismat sem eru til þess fallin að skýra leikreglumar. Þessi lög era nauðsynleg og mikilvæg og vora stórt skref í átt að aukinni um- hverfisvemd í landinu. í stuttu máli ganga þessi lög út á það að ef einhver hefur hug á því að fara út í fram- kvæmdir sem hugsanlega geta breytt eða skaðað náttúra landsins ber að fara í gegnum ákveðið vinnuferli sem byggist á umhverfismatsskýrslu. Það tók Kísiliðjuna á þriðja ár að fara í gegnum þetta ferli og kostaði um 50 milljónir sem er mikið fé fyrir ekki stærra fyrirtæki. Niðurstaða fékkst síðan í málinu með úrskurði Skipu- lagsstofnunar, eftir að farið hafði ver- ið tvisvar í gegnum matsferlið þar sem fjöldinn allur af sérfræðingum kom að málinu. Úrskurður Skipulags- stofnunar var síðan kærður til um- hverfisráðherra sem staðfesti hann í grundvallar atriðum eftir að hafa far- ið mjög vel yfir öll gögn og kallað til sérfræðinga sér til ráð- gjafar. Hver era síðan við- brögð þeirra er vora und- ir í málinu? Jú, þeir byrja á því að ráðast á umhverf- isráðherra og starfsmenn Skipulagsstofnunar með stanslausum ásökunum. Þeir era sakaðir um ófag- leg vinnubrögð, að hafa ekki tekið tillit til náttúr- unnar, helstu vísinda- manna, alþjóðlegra sam- þykkta, ekki látið náttúruna njóta vafans o.s.frv. Látið er í veðri vaka að hér hafi verið um einhverskonar pólitískt samsæri að ræða. Það er sem sagt verið að segja að allir þeir sem komu að þessu máli, þar með talið starfs- menn Skipulagsstofnunar, ráðuneyta, rfldsstjómin, ýmsir sérfræðingar, framkvæmdaaðilinn o.s.frv., hafi bundist einhvers konar pólitískum böndum og ákveðið að þetta skyldi verða niðurstaðan í málinu. Auðvitað er þetta fjarri saimi. Það sem einfald- lega gerðist var að úrskurður varð Kísiliðjunni í vil vegna þess að það er ekkert sem hefur komið fram í mál- flutningi andstæðinga Kísiliðjunnar sem réttlætir stöðvun vinnslunnar. Ég tel að málflutningur sjálfskipaðra vemdara náttúrunnar í þessu máli sé í raun mjög andlýðræðislegur. Þrátt fyrir að hinu lýðræðislega ferli sé lok- ið er samt haldið áíram. Hamrað er á ríkisvaldinu með sömu rökum og höfð vora í frammi í umhverfismatsferlinu, en hafði verið hafnað þar. Það er, að mínu mati, einnig verið að grafa und- an lýðræðinu þegar verið er að ýta undir einhvers konar samsæriskenn- ingar. Hafa ber það í huga að svona málflutningur gerir alla aðra úrskurði jafn trúverðuga, einnig þegar þeir hugnast náttúravemdarmönnum. Allur almenningur hefur þá þegar misst trú á umhverfismatsferlinu og þeim stofnunum sem þar koma nærri. Við skulum hafa það hugfast að ákaf- lega auðvelt er að koma fram með ásakanir á hendur rfldsvaldinu og segja - látum náttúrana njóta vafans, verið er að skaða náttúruna o.s.frv. en allt án rökstuðnings. Að svara svona ásökunum er hins vegar mjög erfitt og jafnvel ógjömingur vegna þess að svörin era oft það flókin að allur al- menningur, hvað þá fjölmiðlar, missa strax áhugann. Skýringamar komast sem sagt ekki til skila. Reykjavík - Mývatn Það er fróðlegt að fylgjast með um- ræðum um flugvöllinn í Reykjavík þessa dagana í samhengi við Mý- vatnsmál. Þau rök hafa komið fram að ekki skuli þétta byggðina í Vatnsmýr- inni vegna lífrfldsins þar. Vísinda- menn hafa haldið því fram að mjög neikvætt sé að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörðinn vegna þess að lífrfld fugla sé í hættu. Eg spyr: Eiga hags- munir nokkurra fugla að vega meira en hagsmunir þúsunda manna? Og hvað með alla mófuglana í kringum Stór-Reykjavík sem þurfa að víkja fyrir byggð ef hún er látin þenjast út í stað þess að þéttast? Hafa þeir enga talsmenn? Hér er aftur umhverfisum- ræðan komin á villigötur að mínu mati. Það er alveg ljóst að flestar framkvæmdir manna í umhverfinu kalla á breytingar en það er ekki þar með sagt að þær séu neikvæðar. Reykvfldngar era að fara að kjósa einir um framtíð flugvallarins og finnst það sjálfsagt. Þeim finnst þetta vera mildlvægt mál fyrir sig þó að það skipti að vísu máli fyrir flesta lands- menn. Þegar kemur að málum eins og málefnum Mývatns er það aftur á móti ekkert einkamál Mývetninga heldur allra landsmanna. Og þar finnst Reykvíkingum sjálfsagt að ráða hvað sé gert, allt í krafti stærðar. Er það réttlæti? Höfundur er frnmkvæmdastjóri Kísiliðjummr hf. Gunnar Örn Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.