Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 56

Morgunblaðið - 19.12.2000, Side 56
5(\ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI JÓNSSON + Guðni Jónsson fæddist á Brjáns- stöðum á Skeiðum 4. janúar 1912. Hann Iést á öldrunardeild Landspítala, Landa- koti 8. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi á Bijánsstöðum, f. 1865, d. 1934 og Helga Þórðardóttir, fT 1876, d. 1949. Þau eignuðust átján börn en ljögur þeirra lét- ust í barnæsku. Þau sem upp komust voru: 1) Þórður, f. 1896, d. 1986, verkstjóri í Reykjavík, kvæntur Kristinu Þorbergsdóttur. 2) Guðmundur, f. 1898, d. 1967, bóndi á Bijáns- stöðum. 3) Samúel, f. 1905, d. 1992, bóndi í Þingdal, kvæntur Stefaníu Eiríksdóttur. 4) Guð- mundur Helgi, f. 1906, d. 1974, mjólkurbflstjóri, síðar starfs- maður við jarðboranir og bóndi á Brjánsstöðum. 5) Sigurlaugur, f. 1907, d. 1989, bjó í Hveragerði og siðast í Reykjavík, tvíkvænt- uir. Fyrri kona hans var Jónina Eiríksdóttir, síðari kona Aðal- heiður Halldórsdóttir, 6) Kjart- an, f. 1908, d. 1984, lengst af bóndi í Bitru í Flóa, kvæntur Sesselju Gísladóttur. 7) Anna Eyrún, f. 1909, d. 1970. 8) Sigurmund- ur, f. 1910, d.1995, í Reykjavík, starfs- maður við jarðbor- anir, kvæntur Eddu Kristjánsdóttur kennara. 9) Guð- laug, f. 1912, d. 1998 10) Svanborg Pálfríður, f. 1913. 11) Guðni 12) Jón, f. 1916, var bóndi á Brjánsstöðum en býr nú í Reykjavík. 13) Jóhanna, f. 1919, d. 1938. 14) Rannveig, f. 1922, gift Axel Guðmundssyni, Reykjavík. Ungur að árum fór Guðni að heiman, hann stundaði sjóróðra og önnur algeng störf uns hann réðist til starfa hjá Jarðborunum ríkisins og vann að jarðborunum um árabil. Guðni gerðist síðan bóndi á Brjánsstöðum ásamt bræðrum sinum Jóni og Guð- mundi Helga en síðustu árin bjó hann á Vífilsgötu 14 í Reykjavík. Útför Guðna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verð- ur i Gufuneskirkjugarði. í dag fer fram útför vinar míns Guðna Jónssonar frá Bijánsstöðum á Skeiðum. Nú við leiðarlok vil ég minnast hans nokkrum orðum. Guðni var ekki hár maður en grannur og lipur í hreyfingum og ól- seigur til vinnu. Hann var víðlesinn í bestu merk- ingu þess orðs, fullur af áhuga um lífið og tilveruna. Guðni var lengst af heilsugóður og hélt öllum sálarkröft- unum vel fram yfir 80 ára aldurinn. Við Guðni höfum þekkst lengi. Báðir áttum við það sameiginlegt að vinna lengi hjá Jarðborunum ríkis- ins, en aldrei samtímis. Guðni var ásamt Sigurmundi öarSshom v/ Possvo9sUi>4<jMgar3 Sí»iii 554 0500 H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 íiiiiiíiiiinr bróður sínum í hópi fyrstu bor- manna Jarðborana ríkisins sem tóku til starfa árið 1945. Guðni og Sigurmundur unnu alla tíð á höggbor. Fyrstu tveir höggbor- arnir sem Jarðboranir ríkisins eign- uðust 1945 hafði bandaríski herinn flutt með sér til landsins á stríðs- árunum. Oft hefur verið minnst á þau tíma- mót í vegagerð og ræktun hér á landi er jarðýtur komu fyrst til landsins með bandaríska hernum en það er vert að muna einnig eftir höggborunum sem gjörbreyttu möguleikunum að ná köldu vatni með borunum þar sem ekkert kalt vatn var að hafa á yfirborði. Guðni og Sigurmundur tóku strax við öðrum þeirra sem alltaf var kall- aður höggbor 1. Sigurmundur var borstjóri en Guðni bormaður. Þegar nýr og stærri höggbor var keyptur til landsins árið 1953 varð Sigurmundur borstjóri á honum en Guðni gerðist borstjóri á gamla höggbor 1 allt til vorsins 1967. Með Guðna á höggbor 1 var alla tíð Guð- mundur Helgi Jónsson, bróðir hans, og Sigurmundar. Það er ættarfylgja systkinanna frá Bijánsstöðum að allt leikur í höndunum á þeim. Guðni var auk þess vinnufús og samviskusamur með afbrigðum. —r • ^ ARÐHEIMÁ ABÚD STEKKJAHBA SÍMI 540 3320 V tR ) UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Hann var mjög laginn borari og var það kappsmál að vel gengi að bora. Eitt af skylduverkum borstjóra er að skrifa borskýrslu fyrir hvern dag sem borinn er í gangi. Guðni leysti það einnig vel af hendi, hafði góða og læsilega rithönd, og var stuttorður og gagnorður. Hann var og vel heima í jarðfræðinni af leikmanni að vera. Guðni og Guðmundur Helgi bor- uðu um allt land, mest eftir köldu vatni en einnig á einstaka stað eftir heitu vatni. Guðni tók töluvert af Ijósmyndum á þessum árum og fyrir vikið er tölu- vert til af myndum af framkvæmd- um við jarðboranir fyrir 1967. Margir Þingeyingar muna þá bræður enn vel síðan sumarið 1960 þegar þeir boruðu með góðum árangri eftir köldu vatni fyrir bænd- ur í Kelduhverfi. Einnig boruðu þeir með höggbor 1 á einstaka stað eftir heitu vatni og jafnvel eftir gufu í Námaskarði og við Hverarönd í Mývatnssveit. Tvær heitavatnsholur sem þeir bræður boruðu eru enn notaðar. Annar vegar er það fyrsta holan við Kötlulaug á Reykhólum og hins vegar fyrsta holan við Leirá í Leir- ársveit. Höggbor 1 var ekki stór bor á nú- tíma mælikvarða. Upphaflega var hann á fjórhjólavagni en síðan í mörg á tíu hjóla GMC hertrukki og loks á stórum Reo-Studebaker. Framleiðendur hans gáfu upp að þungi meitilsins og stammans mætti ekki fara yfir 580 kg. Með þeim þunga mátti bora 6" svera holu í 180 metra dýpi. Guðni gerði betur og fór mest í 217 metra dýpi í einni af hol- unum í Námaskarði. Alls voru boraðar yfir 400 holur með höggbor 1 frá 1967 til 1973, mest eftir köldu vatni. Það bjargaði höggbor 1 frá því að lenda að lokum í brotajárni, þegar hætt var að nota hann hjá Jarðbor- unum ríkisins árið 1973, að Guðni fékk að geyma hann hjá sér austur á Bijánsstöðum. Mörgum árum síðar var komið annað viðhorf til varð- veislu gamalla vinnuvéla. Þá kom sér vel að geta sótt höggbor 1 óskemmdan í geymsluna austur að Bijánsstöðum. Fyrir velvilja þáverandi forstöðu- manns Jarðborana ríkisins fékkst fjármagn til þess að gera borinn upp og á fjórhjólavagni eins og hann var í fyrstunni og gefa hann síðan með öll- um fylgihlutum á tæknisafn Þjóð- minjasafnsins. Við Guðni skoðuðum haustið 1995 gamlar vinnuvélar í vörslu Þjóð- minjasafnsins og það gladdi Guðna mikið að höggbor 1 var ein af fáum vinnuvélum sem lokið var að gera al- gerlega upp. Eftir að Guðni hætti að vinna við jarðboranir sneru hann og Guð- mundur Helgi sér alfarið að bú- skapnum heima á Brjánsstöðum ásamt Jóni bróður þeirra. Eftir fráfall Guðmundar Helga ár- ið 1974 bjuggu Guðni og Jón þar áfram. Bræðumir voru einstaklega sam- hentir við búskapinn. Þeir byggðu nýtt íbúðarhús, fjós og létu bora eft- ir heitu vatni með góðum árangri heima á hlaði. Umgengni var öll til fyrirmyndar úti sem inni. Sjálfur reyndi ég fádæma gest- risni á Brjánsstöðum. Þegar þeir Guðni og Jón hættu búskap á Brjánsstöðum vorið 1989 hafði sama ættin búið þar yfir 90 ár. Síðustu árin bjó Guðni í Reykjavík og undi sér sæmilega. Guð blessi minningu Guðna Jóns- sonar frá Bijánsstöðum á Skeiðum. Þorgiis Jónasson. Hann Guðni á Brjánsstöðum er dáinn 85 ára gamall. Það var fyrir um það bil 24 árum sem ég sá þig fyrst á Brjánsstöðum, þar sem þú bjóst nær alla þína ævi. Það var gott og gaman að koma í Bijánsstaði til þín, Nonna og tengdamömmu hvort sem var vetur, sumar, vor eða haust. Það var farið í fjós og mjólkað með ykkur og kálfunum gefið, því marga gripina áttuð þið, hestar voru líka til. Já, það var margt gert, spilað, farið í bíltúr út að Ölfusá og fleira og fleira. Ein jólin vorum við hjá ykkur. Það var oft glatt á hjalla við eldhúsborðið á Brjánsstöðum, þetta voru góð ár sem ég mun lengi minnast. Ég fyllt- ist söknuði þegar þið Nonni hættuð búskap árið 1989 eftir að tengda- mamma dó og fluttuð til Reykjavík- ur, þú fluttir á Vífilsgötuna og bjóst þar einn alla tíð og hugsaðir um þig sjálfur. Alltaf áttir þú til kaffi, klein- ur og jólaköku og svo maltið eða annað góðgæti og vildir helst að við kláruðum allt. Stelpurnar okkar minnast þín með söknuði eins og við öll hér í Hraungerði, og alltaf gaukaðir þú einhverju að þeim í kveðjuskyni. Það var stutt í húmorinn hjá þér, þú varst hlýr og góður maður. Kæri Guðni, við kveðjum þig með söknuð í hjarta, og takk fyrir allt. Hvíl þú í guðsfriði. Ég votta systk- inum þínum og öðrum vandamönn- um samúð. Kristjana Helgadóttir (Didda). Ég vil í nokkrum orðum minnast fóðurbróður míns, Guðna Jónssonar, sem lést hinn 8. desember sl. eftir nokkurra mánaða veikindi. Ég naut þess að kynnast Guðna allvel, miðað við það sem gengur og gerist í fjöl- skyldum í dag. Guðni var ásamt Gumma bróður sínum einn af „bormönnum íslands“, en þeir unnu um langt árabil hjá Jarðborunum ríkisins eins og faðir minn gerði reyndar líka. Lengst af voru þeir Guðni og Gummi nánast alltaf nefndir í sömu andránni, enda bjuggu þeir og störfuðu saman nán- ast allan sinn aldur, þar til Guð- mundur Helgi lést árið 1974. Meðan þeir bræður voru í borverkinu héldu þeir heimili á Vífilsgötu 14. Reyndar var það mitt fyrsta heimili þar sem foreldrar mínir bjuggu á Vífilsgöt- unni fyrst eftir að ég og Helga systir mín fæddumst. Þegar foreldrar mín- ir festu kaup á íbúð í nágrenninu voru tengslin alltaf mikil og fórum við oft í heimsókn til Guðna og Gumma. Oft var það erindið að láta snoða kollinn á okkur systkinunum með forláta hárklippum sem þeir bræður áttu í fórum sínum. Þegar ég var níu ára fékk ég fyrst að dvelja sumarlangt hjá föðurfólki mínu á Brjánsstöðum á Skeiðum. Þá fóru þar með búsforráð þrjú af systkinunum í þessum stóra systk- inahópi. Það voru þau Guðmundur eða Gvendur, sem var næstelstur, Anna Eyrún og Jón, sem alltaf er kallaður Nonni. Sumarið eftir að Gvendur lést var ég liðléttingur með þeim Nonna og Önnu í bústörfunum og hefur mér ávallt þótt nokkuð merkilegt hve vel okkur gekk að sinna öllum þeim störfum sem til féllu á þetta stóru búi þar sem voru um tuttugu mjólkandi kýr og á ann- að hundrað fjár. Auðvitað komu ýmsir til aðstoðar, eins og gengur í stórri og samheldinni fjölskyldu, þar á meðal Gummi og Guðni. Þegar ég komst í sveitina næst voru þeir komnir til aðstoðar systk- inum sínum og Gummi og Guðni þar með orðnir bændur á Brjánsstöðum. Alls var ég níu sumur á Brjánsstöð- um og má nærri geta að þaðan eru margar og kærar minningar. Ég hef alla tíð talið það eina mína mestu gæfu í lífinu að hafa fengið að vera í sveit og kynnast bústörfum og skepnum. Það er ekki síst fyrir það gróskumikla og uppbyggjandi mannlíf sem það hafði í för með sér að njóta samvista við þau föður- systkini mín. Þar átti Guðni ekki minnstan hlut að máli. Það var gjarnan til siðs að menn sendu hver öðrum tóninn í bundnu máli og urðu margar vísurnar til um okkur krakk- ana eða blessaðar skepnurnar. Þá orti Guðni um hrossin sín svo sem Bleik-Blesa „sem var besti jór“ og Gránu „sem var greind og spök, gæf með yndisþokka“. Oft var mikið sungið við fjósverkin og maður lærði mikið af lögum og sálmum á meðan mjaltir stóðu yfir. Ég er sannfærður um að þetta umhverfi og sá menn- ingararfur sem þau Brjánsstaða- systkin gáfu af sér hefur skilað sér til okkar, hinna yngri, í góðri sam- heldni og hjálpsemi hvert við annað. Eftir að Guðni og Nonni seldu jörðina fluttust þeir báðir til Reykja- víkur og bjó Guðni einn í íbúð sinni á Vífilsgötu 14. Hann lifði eins og ávallt fábrotnu lífi, nægjusamur og engum háður, en húmorinn aldrei langt undan. Þannig vildi Guðni vera. Því miður var ég ekki alltof duglegur við að líta inn hjá honum og kom mun oftar til hans eftir að hann veiktist og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Enda hafði Guðni á orði að mér hefði verið nær að heimsækja hann oftar meðan hann bjó heima. En það er nú um seinan og ekkert við því að gera. Eft- ir lifir minningin um góðan og frið- saman dreng. Fyrir mína hönd og systkina minna þakka ég Guðna fyr- ir það sem hann var okkur. Megi kær frændi hvíla í friði og guðs blessun fylgja honum um ókunnar lendur. Kristján Sigurmundsson. Er ég sest niður að minnast með nokkrum orðum Guðna Jónssonar frá Brjánsstöðum reikar hugurinn 40 ár til baka. Það er friðsælt og rólegt yfir Norðurmýrinni og veðrið er hlýtt og gott, enda er veður í minningunni alltaf gott. Dóttir mín litla, sem rétt er að byrja að vappa um, er úti á bletti á Vífilsgötu 14 og rannsakar gras og mold af mikilli elju. Það er notalegt og barnvænt að búa í þess- um hluta Reykjavíkur, í gróinni byggð með stórum trjám í litlum görðum. Og þetta eigum við mæðg- urnar að þakka honum Guðna og Guðmundi bróður hans, eða Gumma eins og hann var alltaf kallaður. Þeir buðu okkur Jónínu dóttur minni að koma og búa hjá þeim, þegar hún var nokkurra mánaða og búskapur- inn sá entist á annað ár. Ekki skal ég fullyrða að heimilishaldið hafi verið stórmyndarlegt, enda var ég ný- skriðin úr skóla og h'tt að mér um leyndardóma matseldar en bræð- urnir að sama skapi umburðarlyndir og nægjusamir. En samkomulagið og heimilisandinn voru þeim mun betri í þessum búskap okkar fjög- urra. Guðni og þeir bræður báðir voru einstaklega ljúfir og þægilegir í umgengni og sérstaklega bamgóðir. Það skorti ekkert á athyglina, sem dóttir mín fékk, og mikið var dáðst að skondnum uppátækjum, sem okkur fannst að sjálfsögðu alveg ein- stök hjá bami á hennar aldri. Guðna og Gumma fannst alltaf jafn mikið til um framfarir Jónínu, þegar þeir komu úr vinnuferðum sínum, sem vom á ýmsa staði á landinu, þar sem þeir unnu við að bora eftir heitu vatni. Betri frændur var ekki hægt að hugsa sér og hef ég oft velt því fyrir mér, hvað fjölbreytt fjölskyldu- bönd geta verið gefandi og sagt okk- ur mikið um hvem mann einstak- lingamir hafa að geyma. Guðni Jónsson, sem hér er kvadd- ur, var bróðir fósturföður míns, Sig- urlaugs, og vora þeir í hópi 18 systk- ina. Af þeim komust 14 til fullorðinsára oog einnig ólst upp með þeim einn fósturbróðir. Lengst af starfsævinni vann Guðni hjá Jarðboranum ríkisins og unnu þeir lengi saman bræðurnir, hann og Sigurmundur, sem nú er látinn. Síðar kom Gummi til starfa með Guðna, en hann hafði áður unn- ið sem mjólkurbílstjóri hjá K.Á. Eft- ir lát Guðmundar eldra, bónda á Brjánsstöðum á Skeiðum, 1967 gerðist Guðni bóndi og hann og Gummi bjuggu góðu búi með Jóni bróður sínum á Brjánsstöðum í all- nokkur ár. Guðmundur yngri lést 1974. Af þeim Brjánsstaðasystkinum era nú þrjú á lífi, Svanborg, Jón og Rannveig, gift Axel Guðmundssyni, öll búsett í Reykjavík. Að leiðarlokum er mér þakklæti í huga fyrir góð kynni og trygga vin- áttu, sem alltaf var söm, þó að oft væri langt á milli funda seinni árin. Mér verður hugsað til þess nú þegar jólin nálgast, að síðasta heimsókn Guðna til okkar Vals var einmitt um jólin og var þá margt spjallað, m.a. um ættfræðigrúsk, en Guðni var þá að lesa ævisögu, sem var ein af jóla- bókimum hans. Að síðustu viljum við Valur og börn okkar fjögur senda systkinum Guðna og öðram ástvinum innilegar samúðarkveður. Erla Jóhanna Þúrðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.