Skírnir - 01.01.1875, Page 8
8
ALMENN TÍÐINDI.
Olivekrona frá Stokkbólmi. Sem nafn fjelagsins bendir á, er til-
gangur þess a8 efla frið og friSarást þjó&anna, gera þær fúsar
til a8 leggja allar deilur í ger8, en bæ8i me8 tímariti sínu og
ö8rum ritum og me8 umræSum á fundum a8 halda fram kenn-
ingum sínum um slíka dóma og fyrirkomulag þeirra. Fjelagi8
hjelt fund í sumar var í Genefu í lok ágústmána8ar og byrjun
september. Geta má og póstlagafundar í Bern, og voru þar
erindrekar frá flestum Nor8urálfurikjum. Öllum kom þar vel
ásamt, en umræ8urnar og ályktargreinirnir lutu a8 því, a8 koma
sem flestum löndum í póstlagasamband og gera allar póstsendingar
sem ódýrastar og grei8astar. — í Vínarborg var baldinn heil-
brigSisfundur og var þar ræ3t um sóttvarnir og almennar tiltektir
er drepsóttir koma upp eba geysa um lönd.
Fundirnir, sem á hefir veri8 minnzt, hafa átt vi3 þjó8skipta-
mál e3a samtök ríkja um þau almenn efni, sem hagsmuni þeirra
varBar. A3 Genefufundinum fráteknum, hafa ríkisstjórar gengizt
fyrir baldi þeirra. Vjer ver3um enn a3 minnast á einn af þeim
fundum, er Skirni hefir ávallt þótt skylt a3 geta, en hafa þegar
komizt í mikil met hjá öllum þjó8um álfu vorar og lei8zt svo í
venju, a8 þeir eru nú a3 jafnaSi haldnir í ýmsum tilteknum
borgum anna8 hvert ár. Vjer eigum vi8 fundi fornmenjafræBing-
anna.1 Hinn síBasti þeirra (hinn sjöundi) var haldinn í sumar lei8
í Stokkhólmi. Me8al margra efna sem tekin voru til umræ3u
var þa3, hverjar elztar fornmenjar (eptir menn) fyndust í Sví-
þjó8, og ur8u flestir samdóma um, a3 steinleifar e8a áhöld úr
steini væru elztar, en mest af þeim fyndist í su3urhluta landsins.
‘) Vjer leiðum hjá oss að segja neitt nánar af sósíalistafundinum, eða
fundi > alþjóðafjelagsins > (Internationa/ej í Bryssel (í sept.). Hjer
voru öll en gömlu gífurmæli endurtekin. Hin nýja fjelagsskipun
jöfnunarmanna mundi bæði burtrýma áþján og afbrotum. Byltingin
yrði að koma innan skamms, og hjer mundi roenn millíónum saman
rísa upp gegn kúgurum sínum; o. s. frv. Á "friðarvinafundinum* í
Genefu (í sept.) voru og margir sósíalistar og þjóðvalds- eða lýð-
valdsvinir, en hjer fór ekki neitt markverðara fram enn vant hefir
verið (spár og lofgjörð um allsheijar samband þjóðvaldsríkja yfir
alla Norðurálfu o. s. frv.).