Skírnir - 01.01.1875, Síða 13
ALMENN TÍÐINDI.
13
ensku skipi á áttunda degi harmkvæla sinna og hrakninga. t>á
hryllti viS síðar a8 minnast á þa8 allt, er hjer hafSi á dagana
drifiB — e&a það, sem hungriS knúSi menn til aÖ gera til
fróunar og lífslengingar. — Kolafarmsskip frá Liverpool (Cen-
taur aÖ nafni), er fór sömu leiÖ, haf&i lík afdrif og brann upp í
hafi (16. ágústmán.). Skipverjar deildust á tvo báta og höfðu
meÖ sjer vatn og nokkrar vistir. þeir stýröu leiÖ að Marquesas-
eyjum (í Eyjaálfunni), er voru í meir enn 120 mílna fjarlægð. A
7da degi hvolfdi öðrum bátnum í brimsjó. þar ljezt kapteinn
skipsins, kona hans og 5 menn aðrir. A hinum bátnum var
stýrimaður við sjöunda mann. Opt lá við, að þeir færu sömu
leiðina í stormi og stórsjó, en stundum ætluðu stórfiskar að
granda þeim. Stýrimaður tók eptir því, að það var glampinn af
seglinu er það stafaði niður í sjóinn — sem ■lok.kaði fiskana,
og því tók hann það til ráðs að lækka seglið í hvert skipti, sem
þeir drógust að bátnum. Hann gaf hverjum manni hálfa, aðra
brauðköku á dag og mörk vatns, og gætti þeirrar regiu svo
vandlega, að hann hafði taug bundna úr tappa vatnskeraldsins um
handleg sjer, í hvert sinn er hann lagðist útaf, að enginn gæti
hreyft við honum utan hann yrði var við. Fjelagar hans ljetu hann
ráða og voru honum í öllu hlýðnir, og fyrir forsjá hans og kjark
treindust þeim vistirnar og vatnið, unz þeir á 23ja degi náðu
landtöku á eyjum þeim, er fyr voru nefndar. Enn þá áttu þeir
ekki annað eptir enn lítið af brauðsalla.