Skírnir - 01.01.1875, Page 53
FRAKKLAND.
53
komu á prent fyrirlestrar hans, sem áSur er getiS (í sex bindum)
og þjóSmenningarsaga Frakklands (í fjórum bindum). Eptir
júlibyltinguna komst hann á þing, og þaS leiS ekki á löngu áSur
bann var kvaddur í ráSaneyti LoSviks Filippusar. Fyrst var
hann fyrir innanríkismálum, og siSan fyrir kennslumálunum.
Hann ljet sjer mjög annt um, aS bæta skólana á Frakklandi,
en á öllu sást, aS hann vildi halda fast í ámóti frelsisflokkinum.
1840 varS hann erindreki Frakka á Englandi, en var bráSum
kvaddur heim aptur til aS taka viS stjórn utanríkismálanna. J>aS
er almenningsdómur, aS þessi forstaSa hans hafi hvorki orSiS
affaragóS Frakklandi nje Orleansættinni, þvi í utanríkismálum
komst Frakkland heldur í einangur, og konungur hugsaSi meir
um þaS, aB koma börnum sínum í góSar tengdir, enn um hitt,
sem þótti varSa veg og sæmdir Frakklands. Innanríkis varS
stjórn Guizots óvinsæl viS þaS, aS þeir konungur mörkuSu frelsinu
minna og minna sviS, og þaS fór beint á móti lýSvalds- og jafn-
rjettis-hug frakknesku þjóSarinnar, er þeir leituSu meginstyrks
hjá meSalstjettinni, þaS er aS skilja auSmönnum hennar, og drógu
hennar taum í öllu, en virtu aS vettugi meginþorra þjóSarinnar.
þaS flóS hrast í febrúar 1848, sem lengi hafSi safnazt fyrir, og
þá var allt um seinan, er konungur vildi stöSva þaS meS því aS
taka völdin af Guizot. Hjer urSu báSir aS fara sömu leiSina.
Guizot ljet berast fyrir á Englandi til vordaga 1849. SíSan gaf
hann sig eingöngu viS vísindunum, var formaSur vísindafjelags
Frakka (L'Academie FranQaise) og rjeSi þar mestu. Auk margra
smáritlinga og ritgjörSa, sem eptir hann liggja frá síSari hluta
aldursáranna, má nefna síSari partinn af byltingarsögu Englands,
minnisrit æfi hans (í 9 bindum) og ræSusafn (eptir hann sjálfan)
ura stjórnarmál Frakklands. Á síSustu árum æfi sinnar ritaSi
hann alþýSlega Frakkasögu, sem hann kallar „sagSa barnabörn-
um mínum“'. Hún átti aS ná fram aS byltingunni miklu, en var
ekki komin lengra enn aS Hinrik 4Sa, þegar hann andaSist. —
SíSasta dag ársins dó Ledru Rollin (f. 1807), einn af mála-
færslumönnum Frakka, sem hafa orSiS nafnkeilndir tyrir sak-
varnir sínar og málafærslu, og síSar fyrir frammistöSu sína. í
þjóSmálum í stjórn og áþíngi. Hann var í bráSabirgSastjórninni 1848,