Skírnir - 01.01.1875, Page 56
56
ÍTALÍA.
mælti páfinn af þungum og hryggum hug til þeirra, er á hans
fund sóttu, en á strætum borgarinnar streymdi fólkiS fram og
aptur fagnandi og syngjandi, en sumir báSu páfann og krist-
munka fara norSur og niSur. Páfinn gerSi sem hann var vanur,
a8 biSja menn hafa þolgæSi og óbiluga trú, aS hjálpin mundi
koma og þrautunum mundi afljetta, þ. e. aS skilja, aS forsjónin
mundi rjetta viS aptur veldisstól Rómabiskups og reka fjendur
hans á burt af Rómi meS hneysu og hörmungum. Um þetta
ættu allir rjett-trúaSir menn aí) biSja án áfláts. Stjórn Ítalíu og
þjóSvinir ftala þurfa alls ekki aS óttast bænhita páfans og vina
hans, eSa bera kvíSboga fyrir því, aS Róm verSi á nýja leik
aS óþakkabæli hjátrúarinnar og kristmunka, en þeir eiga enn
langvinnar þrautir fyrir höndum, aS bæta lesti þjóSarinnar,
uppræta allt þaS illgresi og koma öllum þeim óþverra úr akri
hennar, sem þar hefir þróazt og vaxiS i ólífistopti andlegs ófrelsis,
í aldeyfu vanþekkingarinnar og undir fargi margvíslegrar þrælk-
unar.
í fyrra fór í flokkaþrá á þingi ítala — og dró þá sumt til, sem
sjaldan ber aS á öSrum þingum, aS þingmenn sjálfir heimtuSu
meira fje variS til landvarna enn fjármálaráSherrann, Minghetti,
(lika forseti ráSaneytisins) sá eSa hafSi föng til. En sköttum
þótti mönnum illa á aukandi — enda er hjer næstum alls freistaS.
Nýmæli til skólalaga voru og rædd, og þar mælt fyrir um skyldar-
kennslu barna, og enn fremur nýmæli um, aS engi hjón skyldi vígja,
utan hjúskapur þeirra væri áSur fyrir borgaralegu yfirvaldi bundinn,
en mótmælendur þeirra laga urSu fleiri enn meSmælendur. Stjórnin
kaus loks aS slíta þingi og boSa nýjar kosningar til fulltrúa-
deildarinnar. f>ær fóru fram snemma í nóvember og gengu stjórn-
inni í vil. þaS er hvorttveggja, aS alþýSufólk á Ítalíu eSa
bændafólk og verkmanna mun vera meS enum lítilsigldustu til
menntunar, enda er þing þeirra allt valiS af hinum endanum, og
munu vart á nokkru fulltrúaþingi öSru sitja fleiri ebalmenn og
höfSingjar. Af því fólki eru þar saman komnir: 8 prinsar, 4
hertogar, 10 markgreifar, 53 greifar, 14 barónar og 100 menn
aSrir úr eSalmanna tölu, en tala fuiltrúanna er alls 508. Úr
her ítala eru 22 hershöfSingjar í fulltrúadeildinni, af málafærslu-