Skírnir - 01.01.1875, Side 68
68
SPÁNN.
varS komizt, en 15,000 hjeldu stöSvum í Catalóníu, 8—10
þúsundir í Valencíu og 6,000 í Arragóníu. Af foringjura Karls
var engra getiS raeir aS grimmd, enn bróSur hans Alfons, og
þess annars, sem Zaball heitir. Alfons er giptur dóttur Dom
Miguels, sællar minningar, Portúgalskonungs, og fylgdi hún
manni sínum og hafSi vopn í höndum. Hún heitir Blanca og
kvaS vera hin friSasta kona, en reiS viS hliS hans í bardögunum,
eggjaSi áræSanna og latti sízt heiptarverkanna, þar sem þeim
mátti fram koma. Hann komst lengst suSur af foringjum bróSur
síns og vann (15. júlí) þaS kastalavígi, er Cuenza heitir, í Nýju
Kastilíu, 20 mílur fyrir norSan Madrid. Hjer beitti hann mikilli
grimmd viS þá er variS höfSu bæinn, en fór mjög óþyrmilega
meS bæjarbúa, en þá keyrSi fram úr, þegar hann varS aS hörfa
þaSau aptur meS sina sveina fyrir ofurefli hinna. SíSar bar þeim svo á
milli bræSrum, aS konungur tók af honum herstjórnina. Nú er
hann á þýzkalandi ásamt skjaldmeyjunni, konunni sinni, en stjórnin
á Spáni — eSa frændi hans Alfons tólfti — hefur heimtaS hann
út seidan, og segir, aS hann hafi aS engum hersiSum fariS, en
framiS í Cuenzu verstu grimmdarglæpi og hrein og bein ræningja-
verk, og sje því hvergi griSum helgandi. Af Zaball fóru þær
sögur, aS hann ljet flesta drepa, sem hann kom höndum á.
Hann vann lítinn kastala, sem Berga heitir, eptir hrausta vörn
hinna er fyrir voru. J>eir gáfu loks upp kastalann og mæltu
sjer griS, en þrátt fyrir þaS ljet hann á þeim vinna öllum
saman. SíSar ljet hann skjóta í einu 185 hermenn, en þeir
höfSu verib handteknir og settir í varShald þar sem Zaball þótti
illa vært, er stjórnarherinn kom í nánd. Hann fór því meS þá
á annan staS og kom þeim þar af sjer meS sögSu móti. — I
júlí varS Karlungum þaS á aS skjóta þýzkan frjettaritara, er kominn
var á þeirra slóSir (til Tólósu) afe fá frjettir handa þýzkum blöS-
um. Hann var kapteinn í skother Prússa, en er hann gekk á stræti
eitt kveld í almennum búningi, var hann tekinn höndum, því
Karlunga grunaSi, aS hann væri njósnarmaSur. þaS var óhapp
hans, aS hann gat ekki komib orSum fyrir sig í spænsku svo
aS hinir skildu, hver eSa hvaSan hann væri, en þeir gerSu
hjer allt í fljótafumi, sem vant var cr svo bar undir. þó Karl