Skírnir - 01.01.1875, Page 71
SPÁNN.
71
verið nokkurn tíma í Vín og stundað þar almennt nám og hermanna-
vísindi, og seinna hluta sumars í fyrra ferðaðist hann um Evrópu,
og dvaldi nokkurn tíma á Englandi. Honum var hjer með mestu
virktum tekið sem víSar, og sum TórýblöSin kváSu það vonanda,
aS hann kæraist bráSum aS völdum og ríki sinu á Spáni. í
september gaus sú fregn upp í þýzku blaSi (Augsburger Allgem.
Zeitung) frá París, aS þar væri altalaS meSal sendiboSa og
stjóriunálamanna, aS þess mundi vart lengur aS bíSa enn til næsta
mánaSar, aS Alfons yrSi konungur á Spáni. Serrano ætti aS
hafa fyrst um sinn forstöbu stjórnarinnar þangaS til konungur
hefSi náS lögaldri, en áSur honum yrSi heim aptur boSiS, vildi
marskálkurinn rySja illum steini úr götu hans, vinna Karlunga og
reka konung þeirra af landi. þessu var ekki mikill gaumur
gefinn, en menn minnntust þeirrar fregnar, þegar þaS heyrSist,
aS Serrano væri farinn af staS norBur, og hefSi sagt viS burtför
sína frá Madrid, aS nú skyldi yfir lúka meS Karlungum, og aS
því búnu skyldi því skotiS undir þjóSina, hverja skipun hún
vildi hafa á landstjórninni. Flestum kom þó í hug, aS Serrano
ætlaSi sjer aS ná líkri valdastöSu á Spáni, og Mac Mahon hafSi
komizt í á Frakklandi. För hans varS þó engin sigurför, sem
áSur er sagt, og stórmenniS tók nú aS kveSa upp úr, aS Alfons
son ísabellu ætti aS lögum aS taka viS völdum á Spáni. þess
skal geta, a& móSir hans hefur fyrir löngu afsalaS sjer ríki og
selt honum í hendur, enda fjekk hann á afmælisdag sinn (29.
nóvember'?) ávarpsbrjef til Lundúna, sem var ritaS í nafni allra
e&alraanna og stórhöfSingja Spánar, þar sem hann var hátignaSur
og konungur kallaSur, en þaS tekiS fram meS kröptuglegum at-
kvæSum, aS bann einn væri von og traust þjóSarinnar, og honum
einum, sem rataS hefSi í svo mikiS mótlæti, væri af forsjóninni
fyrirhugaS böl hennar aS bæta. þenna dag varS hann 18 vetra
og komst til lögaldurs konunga eptir spænskum lögum, og átti
þá skammt til þess fagnaSar, aS sitja aS völdum í ríki sínu.
Um jólin fór Alfons til Parísar, en þar var móSir hans fyrir og
mart skyldmenna. Snemma morguns 31. desember kom sú hraS-
fregn frá Madrid, aS hann væri til konungs tekinn í höfuSborg-
inni, og aS borgarliSiS hefSi gengizt fyrir því máli, og fleiri af