Skírnir - 01.01.1875, Side 83
ÞÝZKAXANP.
83
þjóöverjar haldi áfram að syngja: „Mein Vaterland muzz gröser
seyn“.1 Hitt þarf ekki fram aS taka, aS þeir eru nóg öfundaSir
til þess a8 menn ætli þeim nú fremur enn nokkrum öSrum, aS
vilja fæstra verka svífast til aS sælast á öSrum og auka vald
sitt og veg á meginlandi álfu vorrar og víSar þó. þegar slíkt og
þvíumlíkt er fram boriS, þá er eigi á hitt litiS, hvaS þjóSverjar
hafa raátt þola af fjendum sínum, hvernig þeir hlutu aS sjá ætt-
land sitt og þjóS reitaS í sundur af Napóleoni fyrsta, hvernig
því allt til seinustu tíma hefir veriS framkvæmdar og virSinga
varnaS fyrir sundrungar sakir, og aS þeir hlutu einmitt þab aS
vinna, sera unniS er, til aS koma þýzkalandi í einingar bönd.2
En hvaS sem um þetta má segja, þá eru þjóSveijar nú öndvegis-
höldar vorrar álfu, og nú er leiSin lögS til Berlínar, þegar stór-
höfSingjarnir þykjast þurfa styrkra ráSa og traustlegs sambands.
Skírnir hefur stundura minnzt á samfundi keisaranna í Evrópu,
og þaS er almennt taliS víst, aS á meSal þeirra sje samband
bundiS, eSa þeir hafi lofaS hver öSrum aS halda saman í til-
teknum málura. Hjer um er ýmsum getum leiSt, en oss. þykir
þaS líkast, sem flestir ætla og satt vera, aS öll höfuSmál, eSa
miskliSaefni ríkja á milli, hafi vart komiS viS þá samninga
(t. d. Austræna máiiS, dylgjurnar meS Frökkum og þjóSverjum
og fl. þessk.).
þaS er eitt mál, sem opt hefur veriS nefnt, þegar heyrzt
hefur af fundum höfSingja, og þaS er páfakosningin næsta —
eSa hvaS stórveldin ættu hjer aS láta til sín taka; en um leiS
geta menn til, aS Bismarck hafi viljaS fá þá til aS ganga eins
örSuglega og einbeitt gegn páfadóminura og hann gerir sjálfur.
Menn vita, aS hann hefur skoraS á stjórn ítaliukonungs, aS halda
') Um þjóðbræðurna ú Svisslandi er minna talað, enda ber sízt á, að
þeim sje nein ráðabreytni í hug sjálfum, eða að þeir þreýi að komast
innan vjebanda þýzkalands.
2) Menn mega ekki skilja oss svo, að vjer viljum veija hvað eina, sem
Prússar og Bismarck hafa gert — því oss dettur ekki einu sinni í
hug að veija stríð, og því síður rán — en það verða menn að játa,
að þjóðveijum má sem öðrum, meðan þjóðirnar geta eigi með
öðru enn vopnunum fengið ijetting mála sinna.