Skírnir - 01.01.1875, Síða 109
DANMÖRK.
109
næs-máliö, en því var svo vari<5: kennslnmálaráSherrann (Worsaae)
hafði látiÖ harnaskólakennarann í Kjældernæs (Andersen) fá
áminningarorS fyrir þa8, að hann hafði komizt «vo a8 or8i í
einu veizlugildi vinstrimanna, er hann mælti fyrir minni Kristjáns
kon. niunda, a8 hann vildi stinga upp á „skál þess, sem kallar
sig konung“. þetta var a8 nokkru leyti sett í samband vi8
skálarorS fyrir minni Bergs, þar sem hann var kalla8ur „kóng-
urinn á Bókey“. Seinna var skólará8i8 á Bókey láti8 áminna
Berg fyrir grein eptir hann í blaSinu „Morgenbla8et“ um ávít-
unina vi8 Andersen, og vi8 þa8 sleppti hann embætti sínu.
Vinstri mönnum þótti, a8 rá8herrann hefSi or8i8 glöggvari enn
þörf var á um svo lítiS mál, og því ur8u kveSjurnar af þeirra
hálfu miölungi vingjarnlegar, þegar þeir komu á þing. Berg
gerSi þegar fyrirspurn um a8fer8 stjórnarinnar vi8 skólakennarann,
og siSar dró þetta mál til svo har8rar þinghríSar, sem velferS
lands og lýSa væri hjer í ve8i. því lengur bardaginn st<58, var8
mönnum ljósara, a8 Berg haf3i teki3 of hvatskeytt og geyst á
svo litlu máli, og a8 þesskonar smámuna þurfti eigi til vi8fanga
gegn ráSaneytinu, þar sem nóg var til af öbru tagi. þetta fundu
ráSherrarnir, og því ljet stjórnarforsetinn vinstrimenn vita, a8
þingslit mundu fyrir hendi, ef þeir hjeldu fram nokkurri víta-
dagskrá um a8fer8 kennslumálará8herrans. Undir þessu vildu
þeir ekki eiga, og munu hafa uggab, ab þab mundi mælast
illa fyrir, ef þeir ljetu þingstörfum frestab fyrir eigi meiri
sök, en hleyptu fólkinu í nýjar kosningadeilur. Hitt má
vita, ab þeir hugsubu Worsaae þegjandi þörfina, og þegar
frumvarp hans um laun presta komu til umræbu, var svo „marg-
hrossa3“ móti því vinstra megin, a8 aubsjeð var, hver afdrif
þess mundu ver8a. Vinstri fiokkurinn kom fram me8 sitt frum-
varp í þessu máli, og annab um brauSaveitingar, og þarf þess
ekki a3 geta, ab stjórnin og hennar libar ger8u ljetthald úr
þeim og fleiru, er þa8an var upp borib. Sumt komst til
landsþingsins af nýmælafrumvörpum meiri hlutans, en vib þeim
var þar svo ómildilega tekib, a8 þau voru vart umræbu virb.
Saga þingsins árib sem lei3 er svo snaubleg, ab oss þykir þa8
hvergi nærri ómaks vert ab rekja hana. Af frumvörpum stjórn-
arinnar, 66 ab tölu, urSu 38 — auk fjárhagslaganna — rædd til