Skírnir - 01.01.1875, Qupperneq 111
DANMÖRK.
111
ræöanna og settu nefnd til rannsókna og urabóta. Eitt af því,
sem stóS þverast á milli þingdeildanna, var enn launaviSbótin.
FólksþingiS vildi ekki láta hana ná til hærri launa enn 3200
króna, hitt J>ingi3 og stjórnin tóku til 4000 krónur — en þaS
var ekki höfuðatriðið, heldur hitt sem fyr, hvort þetta skyldi
veita í fjárhagslögunum e8a sjerstaklega. Fonneshech þóttist nú
sjá út um brekani®, aS hjer mundi lykta á sömu leiS og í fyrra,
og embættismennirnir fengju ekki skilding. Hjer var úr vöndu
uð ráSa og vitsmunina aS reyna, og nú er haft fyrir satt, aS
hann hafi fundiS J. A. Hansen aS máli og minnt hann á, aS
hann hef&i áSur látiS vel yfir launahækkun eptir kornverSi, sem
því hagaSi á ári hverju. Sú hækkun var í lög leidd og viS
höfS 1869, og nú kvaS Fonnesbech nýtt kornmat mega gera
samkvæmt þeim lögum sem til væru, og láta viSbótina eptir því
fara. Hjer þyrfti því engin nýmæli aS gera, og mál hvorra um
sig væru eins óspillt og áSur, þó svo tiltekin upphæS yrSi sett í
einn töluliS fjárhagslaganna. þaS er sagt, aS J. A. Hansen hafi
ekki tekiS svo ólíklega undir þetta mál, en þó hafi hann engu
heitiS um fylgi. Fyrir þvi mun þó Fonnesbech ráS hafa gert,
og nú þótti honum heldur vænkast máliS og skrifaSi brjef til
nefndarinnar í landsþinginu og tjáSi fyrir henni snjallræSi sitt,
en kvaS ólíklegt aS máliS fengi skaplegar lyktir meS öSru móti.
Nefndin fjellst á þetta úrræSi, en framsögumaSurinn (Nellemann)
tók þaS fram, aS hjer væri svo aS gengiS, aS landsþingiS áskildi
sjer fullan rjett framvegis, aS fylgja því fram um aSal og höfuS-
atriSi málsins, sem álit þess hefSu hnigiS aS frá öndverSu. Allt
um þaS þótti sumum, t. d. Andræ og Krieger, þetta úrræSi
heldur ískyggilegt. Andræ sagSi hreint og beint, aS hann skildi
ekki í, hver munur væri á þessum kornmats reikningi og bein-
línis tiltekinni peningaupphæS, en Krieger kvaS sjer svo hug um
segja, aS úrræSiS kynni aS verSa afleiSingameira, enn menn
hjeldu. Meiri hluti þingdeildarinnar gekk þó aS uppástungunni,
en kippti ýmsum útgjaldagreinum aptur í libinn, sem þau voru
fram borin af hálfu stjórnarinnar, og viS þaS fóru fjárhags-
lögin aptur til fólksþingsins. Nú urSn hjer þau umskipti, sem
stjórnin, og fleiri enn hún, hafSi ekki búizt viS. MiSflokki þess-