Skírnir - 01.01.1875, Page 120
120
SVÍÞJÓÐ.
Landshagur og atvinnuvegir Svía eru í góSum uppgangi, en
þó varS í fyrra haust uppskeran hjá þeim meS rýrara móti,
svo a8 þeir þurftu aS flytja bjerumbil helmingi meira af korn-
vörum í land (frá Rússlandi og Danmörk), enn þeir eru vanir.
þó er hjer hafra undau aS taka, því af þeim eru Svíar jafnan
ö&rum drjúgum miSlandi, og í fyrra fluttu þeir yfir 17 millíónir
teningsfeta til annara landa. — Járnbrautirnar jukust áriS sem
leiS um 82 sænskar mílúr — en af þeim voru 75 lag&ar fyrir
fjelagssamtök einstakra manna. ViS árslokin náSu ríkisjárnbraut-
irnar yfir 136 mílur sænskar, en hinar, sem fjelögin hafa kostaS, yflr
171 mílu. I fyrra sumar var lokiS viS (fyrir tilkostnaS ríkisins)
kaflann af „enni eystri höfnSlínu" (östra Stambanan) frá Katrínar-
hólmi til Nassjö, og varS vegurinn frá Malmö til Stókkhólms viS
þaS 10 mílum skemmri. — Svíar hafa mjög aukiS steypur og
smi&jur á seinni árum, og búa þaS nú mest sjálflr til, sem þarf
til járnbrautanna. Utflutningur þeirra af járni og trje var nokkuS
minni í fyrra en áriS á undan (af járni 3,774,000 sentner, móti
4,419,000). þeir búa til mestu kynstur af eldspýtum, og flytja
þær til annara landa. I fyrra fluttu þeir frá sjer af þeim 17 mill.
punda, áriS á undan 15 mill. — Kaupför og farmaskip Svía eru
alls aS tölu 2,958, en lestatal þeirra 137,554 (o: „nýlesta“, en
nýlest = 1,33 „ton“, eSa fyrir gufuskip l,2ð). Af þeim eru 461
gufuskip meS dráttarkrapti 20,421 hests, og takandi 17,950 nýlestir.
ÁriB sem leiS juku Svíar seglskipin urn 261 og gufúskipin um
53. — Svíar vinna meS kappi aS kolanámum sínum á Skáni, og
þó kolin jafnist ekki aB gæSum vi& kol Englendinga, verBa þau
þó aS miklum notum og námurnar mesta gróSauppspretta þeim,
sem þær eiga. Á einum staS koma úr þeim aS jöfnuSi 60—70
þús. teningafeta á mánuSi. Auk kolanna er og leir upptekinn,
sem hlezlugrjót er búiS til úr, þaS er stenzt eld betur enn annaS
grjót, og er valiB í þau hús, t. d. bankahús, bókhlöSur, er menn
vilja gera traustust móti eldi.
Svíar leggja mestu stund á aS efla uppfræBing alþýSunnar
og framlög til skóla og kennara eru jafnan rífleg af þingsins
hálfu. Enn fremur fjölga bænda- og alþýSu-háskólar, en þaS
eru bæir og hjeröB, sem þá kosta, á líkan hátt og gert er í