Skírnir - 01.01.1875, Qupperneq 130
130
BANDARÍKIN.
hlutdrægni Grants og þjóðvsldamanna um, aÖ svo er komiS, og
þaS virSist jafnvel svo, sem Grant beldur hafi i&rast, aS hann
hafi dregiS svo taum embættismanna sinna í SuSurríkjunum
máli sínu til dómsúrskurðar. Dómurinn dæmdi honum í vil, og nú
bauð hann hinum í fyrra að gefa upp landstjórnina, en er þess var
synjað, lýsti hann Baxter frá völdum, en flokkur hans gerði atför að
honum, og sló við það 1 bardaga með málsinnum þeirra í höfuðborg
þess fylkis, Little Rock, og fjellu þar 9 menn af Brooks liðum, en 5
af hinum, en margir urðu særðir. Við þetta náði Baxter að halda
landstjórninni, en hinu má geta nærri, að samlyndið með hvítum
mönnum og svörtum muni eigi hafa batnað við slíka atburði. — í
Trenton í Tennessee vorn 16 svertingja settir í varðhald fyrir ein-
hvern óskunda við hvítan mann. þetta ljetu enir hvítu sjer ekki
nægja, en tóku sig saman, 100 að tölu, tóku á sig grímur og brutu
upp fangelsið, og gerðu þann skyndidóm á máli hinna svörtu, að
þeir drápu þar þegar 4 af þeim, særðu tvo, en hleyptu á burt með
hina í fjötrum á afvikinn stað og gengu þar af þeim dauðum öllum
saman. Víðar bar svo til, að ýmsir áttu högg í annars garð með
þessu móti, en mest kvað þó að þeim róstum og bardögum sem
urðu með hvorumtveggju í fyrra sumar í New Orleans., höfuðborg-
inni í Louisiana. Hjer stóð líkt á og í Arkansas, að tveir menn
deildu um landstjórnina, Kellogh afliði þjóðvaldsmanna, sem stjómin
í Washington lýsti rjett kjörinn, og M’Enery, sem þingið í Louisiana
stóð fast á að fengið hefði flest atkvæði. Nálega allir enir hvítu af
borgarbúum tóku málstað ens síðarnefnda, en löggæzluliðið og svert-
ingjar fylgdu Kellogh, en foringi liðsins, Longstreet (fyrrum foringi í
her suðurríkjanna), fjekk þau boð frá Grant, að hann skyldi ganga
hart og óvægilega fram móti óeirðarflokki borgarinnar. Hjer sló tvisvar
í vopnasennu, og fjell þá mart manna af hvorumtveggju, en þó kom
þar um síðir, að borgarmenn báru stjórnarsinna ofurliði, og bæði
Kellogh og Longstreet urðu að flýja til hælis inn í tollbúðarhúsið,
og þar neyddu hinir þá til að láta allt vera á sínu valdi. þeir settu
nú þann mann, sem Penn heitir, til landstjórnar fyrir Mac Enery,
er eigi var þá við staddur. Nú þótti stjórninni í Washington, sem
von var, að til sinna kasta yrði að koma, og því hótaði Grant at-
fömm með her, ef borgarmenn gengju ekki til hlýðni við sambands-
stjórnina, seldu vopn sín af höndum og ljetu öllu kippt í sama horf
sem áður var. Hann ljet og þegar her saman dreginn, og setti