Skírnir - 01.01.1879, Side 149
SVÍÞJÓÐ OG NOREGUB.
149
neSar. Skírnir hefir t. a. m. opt sagt frá kappi þeirra, meÖan
stóö í þrefinu um jarlsmálið. En nú hefir brytt á nýju kapps-
máli, sem menn áttu sízt von á, er fariö hefir veriö fram á aö
nema þaö tákn úr merkinu, sem fyr var nefnt. {>ó vant sje aö
sjá, í hverju hjer er hallaÖ viröingu Noregs og Norömanna, vakti
í vetur einn blaöstjóri í Kristjaníu, Berner aÖ nafni — yfir-
skoÖari ríkisreikninga og af J. Sverdrúps flokki — máls á því,
aÖ sambandstákniö væri ekki aö eins einber óþarfi, en þaÖ væri
í raun og veru þess órækur vottur, aÖ Noregur væri ekki svo
sjálfstætt ríki, sem mönnum þætti, og því ættu NorÖmenn aÖ
taka þaö á burt, og smeygja svo hapti af sjer. þetta þótti,
sem von var, nýlunda í meira lagi, og margir ljetu mjög furöu-
lega yfir svo djörfum framburöi. En þegar þeir J. Sverdrúp,
J. E. Sars, prófessor í sagnafræöí, Björnstjerne Björnsson höfuð-
skáld Norðmanna, Yullum formaöur stúdentafjelagsins*) og ymsir
fleiri tóku í sama strenginn og fóru að halda fundi bæði í Kristj-
aníu og á öðrum stööum, tók furðan aö renna af mörgum, og
þeir urðu ekki fáir sem fundu, að málið mætti gera að góbum
álitum. MeÖ öörum orðum: þeir sem að því snerust voru bæöi
frelsis eða forræðisvinir og þjóðveldissinnar, og þeim hlaut aö
veröa ljóst að höfaðatriöiö var ekki virðingarhalli eða það, að
Noregur yrði að lúta í lægra haldi fyrir Svíþjóð heldur hitt, að
Norðmenn ættu þegar aö vera vaxnir upp úr konungsvaldinu —
og í annan stað: ætti Noregur aö gerast þjóðveldi, þá yrði
hann að ganga úr bandalögum við konungsríkið SvíþjóÖ. Menn
hafa því dregizt í tvær sveitir í Noregi, en allur hávaði fólksins
einkum í borgunum, verzlunar- og embættismenn, fylgja þeim,
sem engu vilja breyta og þykir þaö vera hið ískyggilegasta ráð
sem hjer er farið fram á. J>egar þeir Björnstjerne og Sars bjeldu
almennt fundarmót í skálasal verkmanna-fjelagsins í Kristjaníu,
var þeim ekki aö eins mótmælt inni af miklum ákafa, en borgar-
skríllinn haföi streymt saman í stórmikla þyrpingu fyrir utan
húsið, og gerði að þeim mikil óhljóö. Nokkru síðar varð all-
*) Hann mælti fyrir minni Islands á stúdentafundinum í Uppsölum
1875.