Skírnir - 01.01.1879, Qupperneq 160
160
AMERIKA.
það til lýta, aö þeir verji mestmegnis fje sínu til hers og flota,
og þó hafa Bolivíumenn lítinn her — eða ekki meira enn 2000
manna —, enn kostnaðurinn gengur til foringjanna, því til að
stýra jþví liði eru ekki færri enn 8 hershöfðingjar og 1013
fyrirliðar (!).
Afríka.
Hgiptaland. {>að er ekki ástæðulaust, sem ísmail jarl
sagði við enskan mann Wilson, sem siðar mun getið, aS land
sitt heyrSi nú fremur til Evrópu enn Afríku. A hans stjórnar
árum hefir allt hiS ytra háttafar tekiS svo miklum stakkaskiptum,
aS mörgum þykir, sem þeir komi til stórborga í vorri álfu, þegar
þeir koma til Alexandríu og Kaíró. Hjer eru steinlögS stræti,
brennulopts lýsing, leikhús meS öllum brag sem leikhús í vorri
álfu, veShlaup, danshátíSir og fl. þessháttar. Enn fremur hefir
jarlinn látiS leggja járnbrautir hjerumbil um 300 mílur, og gera
miklar hafnir viS Zúess og Alexandríu og önnur mannvirki.
Hann hefir þar á ofan aukiö ríki sitt og fært út landamærin
suSur á hóginn yfir Darfúr og fleiri Súdanslönd niSur aS því
landi, sem Gondokoro heitir og aS norSurenda vatnsins Nýanza.
þegar hjer viS bætist, aS hann hefir gert land sitt Tyrkjasoldáni
nálega óháS meS öllu, þá má aS vísu um hann segja, aS hann
hafi orSiS landi sínu þarfur höfBingi. En á hinn bóginn hetír
hann líkzt í því lánardrottnum sínum í MiklagarSi — þeim
bræSrum Abdul Azis og Abdui Hamid — aS hann hefir hleypt
landinu í ókleyf skuldavandræSi, og þrýst fólkinu undir óbæri-
legan skattaþunga. Alögurnar eru og hjer til komnar meS sama
bætti; fje ausiS út til óhóflegrar hirSprýSi og hirðsældar, til
kvennabúrs, til nýrra halla, borgarskrauts, stórkostlegra hátíSar-
halda meS austurlenzkum munaSarbrag, og fl. af því tagi. Fyrir
áriS 1863 höfSu skuldirnar — þ. e. aS skilja skuldir rikisins og
jarlsins — ekki komizt yfir 54 millíónir króna, en 1875 voru þær
komnar upp í 1062 millíónir. þaS kom jarlinum því aö litlu