Skírnir - 01.01.1891, Side 2
2
BISMARCK ÚR SESSI.
armánuði skipaði keisari, að kosningar til ríkisþings skyldu fara fram 20.
febrúar. En stjórnin gaf ekki í skyn, hverju hún vildi halda fram eða
hverjum flokknum hún var sammála, móti venju. Að eins „Norddeutsche
Allgemeine Zeitung", blað Bismarcks, beiddi menn að vera andstæða sósía-
listunum og hollvinum þeirra. Þessir hollvinir voru kaþólskir menn og
flokkur Kichters. Blaðið „Post“ sagði, að hver maður, sem gæfi Windt-
horst eða Richter atkvæði sitt, gæfi i raun og veru Bebel og Singer at-
kvæði. Þetta var allt og sumt, sem frá stjórninni heyrðist. Aður voru
mótstöðumenn hennar lamdir með lurkum i einn eða tvo mánuði á undan
kosningunum, en nú sat Bismarck út á búgarði sínum Friedrichsruhe og
lét sem kosningarnar kæmu ekki við sig. Keisari skipaði honum að koma
til Berlínar. Karlinn fór, og kvöldið sem hann kom settist keisari þegar
á ráðstefnu með ráðgjöfum sínum. Þingið hafði fellt frumvarp um að
framlengja og herða harðýðgislögin gegn sósíalistum. Bismarck hélt ríg-
fast við frumvarpið, en keisari vildi helzt láta það falla niður með öllu.
Keisari hafði sitt fram, en Bismarck líkaði stórilla. Annað var líka, sem
amaði að honum.
Þegar Prússar lögðu undir sig Hannover tóku þeir fje konungs og
lögðu það i sjóð; þann sjóð brúkaði Bismarck til að styrkja blöð nokkur;
eptir því sem hann komst að orði á þingi, ætlaði hann þeim að leita uppi
og strádrepa öll skriðkvikindi (Reptilien) í hinu nýja þýzka riki. En sum-
um þótti nafnið skriðkvikindi sannnefni áblöðunum, því þau skriðu á kviðn-
um fyrir Bismarck. Blöðum þessum varð nú lieldur en ekki hverft við,
þegar engin bending kom frá karli um, á hvorn fótinn þau ættu að stíga
við kosningarnar. Embættismennirnir komust í standandi vandræði og
smáblöðin i sveitunum töluðu sem minnst um kosningar. Skriðkvikindin
voru látin í friði, þó ekki væri það af góðmennsku einni. Allir sáu, að
eitthvað var úr lagi. „Nationalzeitung“ drap á, að Bismarck væri farinn
að eldast; hann yrði 75 ára 1. apríl og gæti þess vegna ekki afkastað
eins miklu og áður á tíðum.
Reptilie-blöðin stóðu uppi ráðalaus og vissu ekki hverjar skoðanir þau
áttu að berja fram, en fjandmenn Bismarcks tóku ómjúkt á honum. Þeir
sýndu, að þing það, sem var kosið 1888 og Bismarck hafði velþóknun á,
hefði unnið fræðarverk: lagt nýja skatta á þjóðina, sem næmu 200 miljón-
um marka á ári, aukið ríkisskuldir upp i 1000 miljónir, svo 3% rentur af
þeim væru 34 miljónir á ári, aukið eptirlaun herforingja upp i 60 miljón-
ir á ári, veitt 4‘/2 miljón til að smiða skrautskútu handa keisara, og lát-