Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1891, Side 5

Skírnir - 01.01.1891, Side 5
BISMARCK ÚR SESSI. 5 engu til leiðar komið. Hamburger Nachrichten sagði, að ráðaneytið hefði beðið keisarann um að t.rrta Bismarck þó fyrir utanríkismálum og hefði hann svarað: „Jeg þarf ekki framar yðar ráðleggingar í þessu máli“- Sama dag flutti Times frétt um málið og var send hraðfrétt um það til blaðs í Berlín, en blaðinu var ekki leyft að prenta hana, þangað til fyrir- spurn var gerð hjá stjórninni; þá var það leyft. Bismarck sótti ekki um lausn fyr en kveldið 18. marz og fékk svar þegar næsta dag frá keisara. Bréf Bismarcks var 20 blaðsiður, en eng- inn hefur séð það nema keisari sjálfur. Sumir segja, að keisari hafi reiðzt honum mest út af því, að hann sat á tali við Windthorst og vildi ekki gera grein fyrir, hvað þeim hefði farið á milli. Hinn 20. marz, fimmtudag, stóð í Keichsanzeiger, að keisari hefði veitt honum lausn. í blaðinu stóðu líka tvö bréf til Bismarcks, svo- látandi: Minn kæri fursti! Þungt fellur mér að sjá af bréfi yðar, dagsettu 18. þ. m., að þér ætlið að segja af yður embættum þeim, sem þjer hafið haft á hendi i svo mörg ár með óviðjafnanlegum árangri. Jeg hafði vonazt þess, að skilja ekki við yður, meðan við lifðum báðir. Jeg veit, hversu mikla og víðtæka þýðingu það hefur, að jeg veiti yður lausn, en jeg neyðist til að láta mér það lynda; jeg geri það með hryggu hjarta, en i þeirri föstu trú, að það muni verða til þess að varðveita lengur líf yðar og krapta, sem eru ómet- anlegir fyrir ættjörðina. Ástæður þær, sem þjer færið fyrir beiðni yðar um lausn, sannfæra mig um, að engin útlit eru til þess, að frekari til- raunir til að fá yður til að taka hana aptur hafi nokkurn árangur. Jeg veiti yður ósk yðar og veiti yður lausn, en treysti því, að þjer framvegis viljið hjálpa mér og ættjörðinni með góðum ráðum, með dugnaði yðar, trúmennsku og velvild. Jeg tel það hina mestu náð, sem guð hefur sýnt mér á æfinni, að þér voruð ráðgjafi minn þegar jeg kom til ríkis. Það sem þér hafið unnið og afrekað fyrir Prússland og Þýzkaland, það, sem þér hafið verið minni ætt, afa mínum og föður og mér, það gleymist aldrei. Þess verður ætíð minnzt með þakklæti af mér og hinni þýzku þjóð. Og utanlands munu menn ætíð halda á lopti og viðbregða yðar vitru og duglegu friðarpólitík, sem jeg hef fastlega ásett mér, af sann- færingu, að hafa fyrir leiðarstjörnu eptirleiðis. Jeg get ekki launað yður fyllilega eptir verðleikum yðar, en verð að láta mér nægja að fullvissa yður um óafmáanlegt þakklæti mín og ættjarðarinnar. Sem merki þess gef

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.