Skírnir - 01.01.1891, Side 27
BRETAVELDI 1790—1890.
27
þeirra í Suður-Afríku. Capstaðurinn er í apturför. Sir Gordon SprigR,
var þar lengi æðsti ráðgjati, líkt og Jón í Canada, en af þeirri ástæðu,
að allir fjandmenn ráðaneytisins fóru að grafa gull í Transvaal, ogjafnvel
sumir ráðgjafar hans fóru sömu leið.
Árið 1890 varð hinn mesti auðmaður og dugnaðarmaður í Suður-Af-
ríku, Ceoil Ithodcs, æðsti ráðgjafi. Hann vill koma Suður-Afríku í banda-
lög, líkt og Canada. Hann er skörungur mikill og lætur hvorki Portíi-
galsmenn né Englandsstjórn vaða ofan í sig. Hann hefur gert fit sveit
manna að kanna land norður að Zambesi.
Suður-Afríku verzlunarfélagið hefur færzt hið sama í fang og Austur-
Indlandsfélagið, sem vann Indland undir England. Það hefur leyfishréf
fyrir öllu landi norðuryfir Zambesi að Nílvötnum. Gullfundurinn í Trans-
vaal setti félagið á laggirnar. Enginn veit, hve dýrir málmar eru faldir
í jörðu í Mashonalandi og Matabelelandi, en öll likindi eru til að þar
sé gnægð af þeim. Akuryrkjulönd eins og Manitoba og Dakota geta þar
aldrei orðið.
Þjóðverjum og Hollendinguro í Afríku semur ekki. Og Þjóðverjar
flytjast til Bandarikjanna og til brezkra nýlendna, en í nýlendum Þýzka-
lands eru að eins fáeinir embættismenn og hermenn. Þegar England leyfði
Þjóðverjum að kasta eign sinni á ströndina fyrir norðvestan Cap, þá
spurðu menn í Cap Þjóðverja þá, sem bjuggu þar, nær þeir ætluðu, að
flytjast í eignir landa sinna. Þeir kváðust ekki hafa yfirgefið ættjörðina
til að bólsetja sig á öðrum stað á jarðarhnettinum nndir þýzkri harðstjórn.
Þetta mun kvcða við hjá Þjóðverjum þeim, sem flytjast fir landi. Á Vest-
urströndinui sést víða ekki annað merki þess, að landið er þýzkt, en
Þýzkt flagg á húsi trfiarboðara. Það verður aldrei neitt úr hinum þýzku
nýlendum í Afríku, því engir Þjóðverjar flytjast inn í þær; þær komast
einhverntíma í hendur Englendingum. Fyrir ekki allmörgum árum bauð
Stanloy Englendingum Congólöndin, en þeir vildu þau ekki. Þeir vildu
heldur ekki Zanzibar; þeir leyfðu Frökkum að taka Nýju Caledóniu og
fleiri eyjar, sem enskir sjómcnn hefðu fundið, gefið nafn og kastað eign
sinni á, og þeir bönnuðu Ástralíubúum að hald Nýju Guineu, þegar þeir
höfðu tekið helming hennar undir sig. En Bretastjðrn verður að fara
varlega í Evrópu, því Bretaveldi getur liðast snndur í ófrið, nema það
hafi góða bandamenn. En öll líkindi eru til, að Suður-Afríka gangi í
bandalög áður nítjánda öldin er liðin, og verði með tímanum enskumælandi
stórveldi.