Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1891, Page 28

Skírnir - 01.01.1891, Page 28
BRETAVELDI 1790—1890. 2X Indland er ekki enskumælandi, og þó er enska hið eina þjóðmál Ind- lands, meðal þeirra mörgn þjóðflokka og mála, sem ægir þar saman. Ýms- ir menntaðir Indverjar vilja hafa þing sér; Englendingum þykir það þjóð- ráð, en vont er að gera svo öllum þjóð- og trúarflokkum líki. Rássar eru á næstu grösum, líkt og Bandaríkin við Canada. Ef Englendingar misstu Indland, þá kæmist það undir Rússa eða stjórnleysi kæmist þar á, og Þjóðverjar og Frakkar skiptu því á milli sín. Yerzlun Englands mundi lamast mjög svo, og Canada, Snður-Afríku og Ástralíu mundi þykja lítil frægð að vera þá í Bretaveldi. En Dilke kveður allt vera með feldu þar suður sem stendur. Dilke telur Bandarikin til Bretlands hins meira. Ef íbúar þeirra væru eintómir Englendingar, þá mætti undrast frjóvsemi þeirra. En meira furðu- verk er að aukast og margfaldast og uppfylla jörðina er, að miljónir af Evrópuþjóðum mæla þar á enska tungu og stæra sig af sögu og bók- menntum Englands. Nú er í heiminum 125 miljónir manna, er mæla á ensku sem móður- mál sitt. Árið 1801 voru þeir 21 miljón. Frakkar voru 1801 31‘4 miljón, langtum fleiri en Englendingar, en eru nú 50 miljónir, Þjóðverjar voru þá 30 miljónir, en eru nú 70, Spánverjar voru þá 26 miljónir, en eru nú 40, Rússar voru þá 31 railjón, en eru nú 80. Enskumælendur voru færri en Frakkar, Rússar, Þjóðverjar og Spánverjar 1801, en hafa sexfaldazt síðan og orðið langtum fleiri, Hinir hafa ekki gert betur en rúmlega tvöfaldazt. Manntal verður tekið í Bretaveldi 5. apríl 1891. Gizkað er á, að ibúatala Bretaveldis verði um 350 miljónir: Indland.........................271 miljónir. England, Skotland og írland 38Vs--------- Eignir í Amoríku .... 7---------- Ástralía......................... 4 -- Eignir i Asíu (auk Indlands) 9--------------- Eignir í Afríku.................. 4 -- IJganda, Matabele og Masjónaland 6(4--------- Egiptaland....................... 7 - 347 miljónir. Hér er ekki talið: hin brezka Austur-Afríka, lönd við Nigerfljótið og hin hollenzku þjóðveldi í Suður-Afríku m. m.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.