Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1891, Side 32

Skírnir - 01.01.1891, Side 32
32 ENGLAND. liðum, W. S. Caine, sagði af sér þingmennsku öt af þessu, og bauð sig þó aptur fram og kvaðst fylgja Gladstone að málum. Hann var samt felldur af Gladstoning, og bjóst enginn við því. Um haustið fór Gladstone til Skotlands og hélt þar ræður. Er því viðbrugðið, að honum hafi þá ekki tekizt ver en 1879, en þá felldi hann Disraeli árið eptir. Hann vill afnema rikiskirkjuna á Skotlandi vegna þess, að langtum fleiri eru utan hennar en innan; hann vill að verkmenn i námum vinni að eins 8 tíma á dag, en ekki vill hann ganga að því, að ekki megi vinna nema 8 tiraa á dag hvert verk sem um er að ræða. Sósialistar og margir af hinum áköfustu framfaramönnum á Englandi halda þessu fram. Bradlaugh guðleysinginn hefur barizt fyrir því, að 8 tíma vinna skyldi ekki lögboðin. Skotar báru Gladstone á höndum sér, og einn daginn, er hann var að halda ræðu, fréttist að Gladstoningur hefði verið valinn við aukakosningu í Eccles, nálægt Liverpool. Það er í sextánda sinn síðan almcnnar kosn- ingar fóru ftam 1886, að apturhaldsmeun hafa misst kjördæmi úr höndum sér. Stjórnin getur að lögum setið 7 ár, 1886—93, en engin ensk stjórn situr allan þann tíma, heldur 5—6 ár lengst. Á írlandi voru margir landsetar reknir af ábýlum sínum árið sem leið. Voru einkum brögð að þvi í Tipperary. Hið brezka þjóðfélag (National League) keypti bæjarstæði og lét reisa hfis, og því næst fluttust allir ibúar úr þorpi einu, sem stóð á jörð landsdrottins eins, er var mjög óþokkaður. Var höfðað mál gegn Dillon og Brjáni (O’Brien), og var þeim gefið að sök, að þeir hefðu æst landseta. Meðan á málaferlunum stóð, urðu óp, ryskingar og sviptingar milli lögreglumanna og bænda. Voru margir barðir og var meðal þeirra John Morley, sem gengur næst Glad- stone í forustu Gladstoninga. Var hann einn af áheyrendum. En það er að segja frá þeim Dillon og Brjáni, að þeir klæddust í dularbúning og sluppu úr greipum lögregluliðsins. Gufubátur eins af vinum þeirra tók við þeim, og flutti þá til Frakklands. Þetta var í öndverðum september. Þaðan fóru þeir til Ameríku að safna fé handa írum. Leit út fyrir hall- æri á írlandi, því kartöplur skemmdust og rotnuðu í jörð, rigningasamt. Balfour tók þá t.il þeirra úrræða, að hann ferðaðist um landið, og lofaði raönnum vinnu, kvaðst ætla að leggja nýjar járnbrautir o. s. frv. En liallærið vofði yflr samt sem áður, og skoraði stjórnin þá á Eugleudinga, að afstýra þvi með samskotum. Hins vcgar rökuðu þoir Dillon og Brjánn fé saman í Ameríku, en voru dæmdir í 6 mánaða táugelsi á írlandi, og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.