Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 34
ENGLAND. 34 kvaðst hann ekki treysta sér til, að hafa á hendi ttokksforustu framvegis nema að Parnell segði af sér þingmennsku, ])6 ekki væri nema um stund- arsakir. Bað hann Morley að láta Parnell vita þetta. Morley fekk Justin M’Carthy, er seinna kemur við söguna, bréfið, og átti hann að koma því á framfæri við Parnell. En Parnell vildi ekki sinna honum. Þannig stendur á því, að írar vissu ekki um bréfið fyr en það var prentað í blöð- unum daginn eptir. Nokkru síðar kom út langt opið bréf frá Parnell: „Til hinnar irsku þjððar“. Biður hann þjóðina að skera úr milli sín og Gladstone. Glad- stone hefði ritað þetta bréf til að reyna að þrælbinda íra; hann vildi ráða því, hver væri foringi þeirra. Svo hótaði hann að slá sjálfsforræði ír- lands á frest, ef írar væru honum ekki ljúfir og leiðitamir. En til að ónýta þetta fyrir Gladstone, kvaðst hann neyðast til að segja frá, hvern- ig sjálfsforræði þvi væri varið, sem írar ættu von á, og sem þeir mundu missa af, ef þeir ekki ofurseldu sig hinum ensku úlfum, er sæktu eptir sér með gini gapanda og vildu gleypa sig. Hann kvaðst hafa heimsótt Gladstone 4 búgarði hans Hawarden í nóvember 1889 og hafa talað við hann eða öllu heldur hlýtt á tal hans í tvær klukkustundir. Hefði hann búizt við að komast að völdum við næstu þing- kosningar, og talað margt um liið nýja frumvarp um sjálfsforræði írlands, sem hann ætlaði þá að leggja fyrir þing. Þegar Dýflinarþing kæmist á, skyldu að eins 32 Jrar sitja 4 Lundúnaþingi, í stað 103, sem nú sætu þar. írsk landsetamál skyldu að eins rædd á Lundúnaþingi. Lögregla á ír- landi skyldi vera í höndum Englandsstjórnar fyrst um sinn, en kostnaður allur skyldi lenda 4 írlandi. í 10 eða 12 ár eptir að Dýflinarþing væri komið á, skyldu allir dómarar og embættismenn á írlandi skipaðir af Eng- landsstjórn. Parnell kvaðst hafa hlýtt á þessa afarkosti og þótt þeir illir, því öllu var haldið í gamla horfinu. Seinna hefði Morley spurt sig, hvort hann vildi vera írlands ráðgjafi í næsta ráðaneyti, en hann kvaðst hafa svarað, að sú óhæfa gæti sér aldrei í hug komið að svíkja ættjörð sina og ganga inn í enskan þing- ttokk. Morley hefði sagt, að hvorki Gladstoningar né Dýflinarþing mundi getað hjálpað landsetum þeim, er reknir höfðu verið af ábýlum sínum. Þannig væru írar engu bættari, þó Gladstone kæmist að og sér yrði steypt. „Fyrir 16 árum hugkvæmdist mér að stofna irskan þingflokk, er væri öháður öllum enskum flokkum. Fyrir 10 árum var jeg kosinn foringi yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.