Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 35
ENGLAND.
35
sjálfstæðan ívskan þingíiokk. í þessi 10 ár hefur flokkurinn staðið einn
uppi af eigin ramtnleik, og þannig kennt hinni ensku þjóð, að írland yrði
aó fá sjálfsforræði. Jeg held, að vér náum að eins marki voru með því
mótinu: að víkja ekki. Jeg held, að máli voru sé engin Hætta búin, þó
kin írska þjóð styðji mig. Og þó að sjálfsforræði voru yrði frestað um
stuml, þá þætti mér það betra en að verða að ganga að óviðunanlegum
kjörum".
Gladstone svaraði þegar í Lnndúnablaðinu Star. Kvaðst hann ekki
hafa talað við Parnell um nýtt frumvarp, en að eins nefnt þau atriði í
sjálfsforræðisfrumvarpinu (1886), sem sér og öðrum hefði þótt ráðlegt að
breyta eða bæta. Hann hefði viljað heyra álit Parnells um þau, og hefði
hann ekki andæft einu atriði. Sér dytti ekki í hug að bjóða Irum sjálfs-
forræði, sem þeir ekki tækju tvoim höndum, eins og 1886. Parnell hefði
borið út það, sem honum var trúað fyrir í einrúmi, og rangfært þaö.
Nú var þannig komið, að hinir írsku þingmenn urðu að velja um
tvennt, sjálfsforræði írlands eða forustu Parnells. Héldu þeir fundi á
hverjum degi til að ráða úr þessum vanda, en Parnell stýrði að gömlum
vana umræðum. Biskupar írlands birtu opið brjef gegn honum. Dillon
og Brjánu lýst.u yíir, að þeir vildu ekki slíta sambandinu við Gladstoninga
vegna Parnells. Margir aðrir fóru að dæmi þeirra. Bn Parnell tók nú
á allri slægð sinni, því honum verður aldrei ráðafátt, þó hann standi einn
uppi síns liðs að kalla.
Hann kvaðst mundu segja af sér, ef foringjar Gladstoninga lofuðu
að selja Dýflinarþinginu í hendur þau völd, sem hann (Parnell) vildi veita
þvi. Nefnd inanna var kosin af þingmönnuin þeim, er fylgdu Parnell
(parnellitum) og mótstöðumönnum hans (andparnellítum, Antiparnellites).
Át.ti hún að spyrja um þetta. Gladstone vildi engu lofa, fyr en írar hefðu
gert út um, hvort Parnell skyldi halda áfram forustu. Morley og William
Harcourt vildu enga kosti láta sér setja.
Laugardaginn 6. desember átti nefndin að gera grein fyrir gjörðum sín-
um- Parnell stýrði umræðum. Yoru lesin upp bréf, sem höfðu farið á milli
nefndarinnar og Gladstoninga. Því næst risu þeir upp, Abraham (and-
parnellíti) og John O’Connor (parnellíti) og vildu tala. Paniell leyfði
O’Connor að tala, og Abraham fékk ekki hljóð, er hann byrjaði að lesa
upp uppástungu, er hann ritaði á blað. Pékk hann þá Justin M’Carthy
blaðið, en Parnell reif það úr hendinni á honum, er hann reis upp, og