Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Síða 38

Skírnir - 01.01.1891, Síða 38
.58 ENGLAND. blaðinu. Rifu og tættu hvorir annara blöð þegar því varð við komið og bIó þá opt í skærur á götum úti. Cork er stærstur bær á írlandi næst Dýflinni. Hann er kjördæmi Parnells. Á leiðinni þangað kom hann við í bænum Mallou. í þeim bæ er Brjánn fæddur. Var þar grýtt grjóti á vagn Parnells, en í öllum öðr- um bæjum á írlandi hefur honum verið vel tekið. I Cork var hann borinn á höndum manna. Klerkar prédikuðu á móti honum um land allt, en víða gengu söfnuðirnir út fyrir kyrkjudyr og æptu: lifi Parnell. Hon- um hafði tekizt að blekkja menn, svo O’Sheamálið var orðið að pólitisku máli, sem lítt var við kvennmann kennt. í Norður-Kilkenny var þingmannssæti autt og hafði Parnell mælt þar fram með þingmannsefni, er hét Pope Hennesy. En þegar Parnell var steypt úr völdum 6. desember, þá gekk Hennesy í lið andparnellíta. Mælti Parnell þá fram með nýju þingmannsefni og jós skömmum yfir Hennesy, en hafði þó lofað hann fram úr öllu valdi áður. Parnell hélt margakjör- fundi. í annan stað fylgdn þeir Davitt, Healy og fleiri Parnell eptir frá þorpi til þorps, og báðu landa sína að fylgja ekki manni, sem enginn gæti treyst. Prestar studdu þá gegn Parnell, en hann reyndi að æsa upp þjóðhatur íra til Englendinga. Á fundum þessum hentust þeir á óbóta- skömmum, en stundum sló í bardaga. Var þá barizt með öllu sem til varð náð, stokkum og steinum, og gengu prestar vel fram. Davitt var ein- hentur, en gekk þó vel fram. f þorpinu Castlecomer var hann særður í grimmum bardaga, en þegar Parnell ók burtu í vagni sínum, var pappírs- poka með kalki í kastað framan i liann og lá við, að bann missti sjónina. Davitt hélt svo mælska ræðu í þorpi einu, að þingheimur kallaði: Vér viljum halda tryggð við írland, en ekki við Parnell, og dró Davitt heim í vagni hans, eins og hann væri sjálfur Parnell. Parnell stóð nú einn uppi hálfblindur. Állir beztu menn i fiokk hans (Sexton, Brjánn, Dillon, Davitt, Healy) voru í fjandaliokk hans. En hann lét engan bilbug á sjer finna og hélt fund og ræðu með band fyrir aug- unum. Kosningin fór fram rétt fyrir jól og fékk Pope Hennesy 2527 at- kvæði, en maður Parnells 1365. Parnell kvaðst ekki taka mark á þessari kosningu; vilji þjóðarinnar sæist ekki fyr en kosið væri í hverju kjördæmi á írlandi. Um nýársleitið var verið að reyna að sætta Parnell og mót- stöðumenn hans í hinum írska þingflokk. Mörg verkföll hafa orðið á Englandi þetta ár. Póstþjónar og lög- regluliðið hætti að vinna um sumarið í Lundúnum og vildn fá hærri lann,

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.