Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 39

Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 39
39 ENGLAND. V&r mörgum þeirra vikið frá, en hinir byrjuðu vinnu aptur með sömu kjörum °g áður. Nokkur hundruð manna af lífvörðum drottningar sýndu yfirmönnum sínum ðhlýðni og voru fieir sendir í útlegð til Bermudaeyjanna við Ame- riku. í Southamton hættu uppskipunarmenn vinnu og varð herlið að skakka leikinn. í Wales var verkfall mikið meðal járnbrautarverkmanna, og böfðu þeir sitt fram. Verkmenn í Lundúnum sendn mikið fé til Ástralíu um haustið til að styrkja vinnumenn þar, en samt sem áður ónýttist verk- fallið í Ástraliu, enda tðku verkmenn þar of djúpt í árinni. Verkmenn í Ástralíu höfðu áður styrkt verkmenn í Lundúnum, 1889, svo þetta var kaup kaups. Salisbury lávarður samdi við Frakka um landamæri í Áfriku og gekk fijótt saman. Frakkar fengu að taka stóra landsskika vestur í Súdan, en gengu að því, að England væri eitt um hituna í Zanzibar. Frá samn- ingum hans við ftali, Þjóðverja og Portúgalsmenn skal sagt i Afrikuþætti. Lbúar Newíoundlands voru mjög óánægðir með uppvöðslu franskra fiskimanna við eyna og voru stjórnir Erakklands og Englands að rekast í samningum við það meir en hálft ár og var ekki útkljáð. Ein var um samninga við Bandaríkin um Beringshafið. Bandaríkin keyptu Alaska 1867 af Rússlandi. Bönnuðu þeir síðan Canadabúum allar fiskiveiðar í Beringshafinu, sem liggur að Alaska. Sendu Englendingar og Ameríkumenn herskip i Beringshafið og létu allófriðlega. Sögðu Englendingar að Amerikumenn hefðu rekið fiskiveiðar sjálfir i Ber- ingshafinu meðan Rússar áttu Alaska. Blaine, utanríkisráðgjafi Banda- rikjanna, var harður í horn að taka og vildi ekki þoka í neinu. Lét hann smíða ný herskip, því floti Bandaríkjanna er lítill og ónýtur. En engum Ameríkumanni datt alvarlega í hug, að hetja ófrið við England, og sat allt við gamla horfið um árslok. Skurð milli bæjanna Liverpool og Manchester á að byrja að grafa og er öllum undirbúningi undir það lokið. Er áætlað, að hann muni kosta um 50—60 miljónir króna og verða 13 mílur (danskar) að lengd; hann á að vera skipgengur. Hinn 20. maí héldu póstþjónar á Englandi mikla hátið í minningu þess, að þá voru liðin 50 ár síðan fyrsta „frímerki“ var fest á bréf á Englandi. Hinn 4. marz 1890 var hin mikla brú yfir Forthfljótið fyrir ofan Edin- burgh fullger. Hún er 8,100 fet á lengd, stendur á þrem stólpum og hefur verið 7 ár í smíðum og kostað hér um bil 54 miljónir króna. Til hennar

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.