Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1891, Side 47

Skírnir - 01.01.1891, Side 47
SVfÞJÓB 06 NOREGUR. 47 Lög um kviðdóma gengu í gildi 1. janftar 1890 í Noregi og eru menn svo ánægðir með þð., að jaf'nvel hægrimenn vilja nft ekki nema þá ftr lög- Um, þó þeir spyrntu sterklega móti því að innleiða þá. Hinn þriðju alþjóðlegi bindindisfundur var haldiun 8.—5. september í Kristianíu. Kristiania hefur nú 145,000 íbúa. Stokkhólmur 243,000, Gautaborg 103,000, og Málmey (Malmö) um 50,000. Lík hins mikla hugvitsmanns Jóns Biríkssonar var flutt á amerík- önsku herskipi til Stokkhólms og grafið með mikilli viðhöfn í Filipstad. Svo hafði hann sjálfur lagt fyrir, að hann skyldi þar grafinn. Afríka. í sögu Afríku er árið 1890 eitthvert hið mesta merkisár. Þnð ár var álfunni skipt milli Evrópuþjóða, og landamerki sett. Jafnvel sá hluti álfunnar, sem Evrópumenn hafa enga fótfestu eða bólfestu i, hefur verið bfttaður sundur. Frakkar eiga mest land í Afríku, 110,000 ferhyrningsmílur, norður við Miðjarðarhaf, vestur i Súdan og suður við Congófljót. Ætla þeir að láta allar þessar eignir ná saman og reyna að leggja járnbraut yflr eyðimörkina Sahara, en við Nigerfljótið lendir þeim saman við Englendinga, sem hafa tölu- verða verzlun á fljótinu, og þeir hafa átt í ófriði við konunginn í Dahomey. Hann het'ur her af skjaldmeyjum og þykir Frökkum illt, að verða að skjóta á kvennfólk. Hafa þeir samið frið við hann með vægum kjörum. Stan- ley Frakka heitir De Brazza. Hann hefur svamlað í hjeruðunum fyrir norðan mynni Congófljótsins og náð miklu landi undir Frakka. Eru Frakkar stórhuga og ætla að stofna heljarríki mikið í Af'ríku, en vanséð livort þeim tekst það. Englendingar eiga rúmar 70,000 ferhyrningsmílur. Ekki er eun orðið ftr hugsjón þeirra, að geta farið um enskt land sunnan f'rá Góðrarvonar- höf'ða og norður að Nílármynni, en sú vegalengd er 1000 mílur. Egypta- land er reyndar í orði kveðnu háð Tyrkjasoldáni, en Englendingar hafa búið svo vel um sig þar, að enginn varnar þeim að eiga þann hlut af reitum Tyrkja, þegar veldi þeirra líður undir lok. Frökkum er illa við

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.