Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 48

Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 48
48 AFRÍKA. að Englendingar hafi svo góða stöð við Miðjarðarhafið, en þeir leggja |ió ekki út í etríð út af því. Á 13 árum, 1872—85, var flutt 700 miljónir króna virði af demöntum út úr hinni ensku Suður-Afríku. Hið hrezka Suður-Afríku-félag sendi um haustið 1890 sveit manna (200 Englendinga og 300 svertingja) norður á við að kanna lönd. Póru þeir norður eptir og fundu gull, en þá komu Portúgalsmenn til og vildu vasast í með (sjá Englandsþátt). Englending- ar fundu merkilegar og stórkostlegar rústir, einkum við Simbambye, 40 mílur fyrir vestan Sofala. Eru tilgátur manna, að hjer sé landið Ofir, er Salómon sótti gull í, og ætlar landafræðisfélagið í Lundúnum að rannsaka það til hlítar. Hinn nafnkunni ferðamaður Joseph Thomson er nú að ferð- ast norður til Zambesi. Láta Englendingar ekki sitt eptir liggja að skjóta skjólshúsi yfir allt land, er þeir geta yfir komizt þar norður. Hin ágæta vatnsleið Zambesi-Shiré-Njassa er þegar að mestu leyti í höndum þeirra, því Portúgalsmenn hafa orðið að leyfa þeim skipaferðir á Zambesifljótinu. Nílvötnin og hin ágætu, auðugu héruð kring um þau eru líka í höndum þeirra. Allt virðist benda á, að þeir muni bola Portúgalsmenn og Þjóð- verja út úr Afríku, þegar tímar líða fram. Þeir fengu ríkið Witu af Þjóðverjum í júlísamningnum 1890. Nokkru síðar voru Þjóðverjar, sem áttu jörð þar í landi, myrtir, og hefndi enskur floti þess, og skaut á höfuðborg soldánsins í Witu; varð hann að flýja inn í land. Eyjan Zauzibar, sem Englendingar hafa fengið í hendur sér með tveim öðrum eyjum, er aðalstöð allrar verzlunar við austurströnd Afríku, en Þjóðverjar, sem eiga strandlengjuna á meginlandinu gagnvart eyjunum, ætla sér að draga þá verzlun úr höndum Englendinga og að hafnarbæjum á ströndinni. Er það hægra i orði en á borði, að keppa um verzlun við Englendinga, og mun ekki laust liggja fyrir það, sem þeir hafa krækt í; auk þess hefur Indland mikla verzlun í Zanzibar. Þjóðverjar eiga um 50,000 ferhyrningsmílur. Þeir áttu ekki eina torfu í Afríku, þegar þeir slógu eign sinni á landskika við Guineaflóann (Togo, Kamerun) og á illt land og litt byggt land (Damara-Hereró- Narva-land) að norðvestan við Góðrarvonarhöfða, eignir Englendinga, sum- arið 1884; var það gert með leyfi og styrk Endlendinga. Hinn 10. nóv. 1884 lenti Dr. Peters í Austur-Afríku og fór upp í land. Hann kom aptur 10. desember 1884 og hafði gert marga samninga við innlenda konunga. Félag mikið var stofnað á Þýzkalandi til að annast um og auka þessar

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.