Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1891, Page 52

Skírnir - 01.01.1891, Page 52
Suður-Ameríka. Argentínska lýðveldið. Juarez Celman hafði verið forseti þessa þjóðveldis síðan 1886. Stóð hagur þess með miklum blóma. Landið var gott og frjóvsamt, og ár ept- ir ár flykktust fleiri og fleiri frá Evrópu þangað. En þrátt fyrir allan þann auð, sem er í landinu, aragrha af nautum og hestum o. fl., þá kom Celman þvi ólagi á fjárhag þess, að það komst í botnlausar skuldir. Kenndu menn því um, að Celman og hans fylgiflskar hefðu sölsað undir sig fé. Félag það, er heitir „Union Civica“ (borgarafélag), gekkst fyrir uppreisn gegn honum í júlímánuði. Fylgdi flotinn í höfuðborginni Buenos Ayres uppreisnarmönnum að máli, en lögregluliðið og meiri hluti herliðs- ins fylgdi Celman. Yar barizt í sífellu í 3 daga í borginni, á götum, gluggum, á húsaþökum, og höfðu ýmsir betur. Loks þraut uppreisnar- menn púður og högl; sættust þeir við forseta með vægum kjörum. Celman vildi sitja kyrr, en honum var ekki vært. Sagði hann þá af sér og varð varaforsetinn Pellegrini forseti. Innflutningum manna linnti ekki meðan á uppreisninni stóð og Pellegrini reyndi að kippa fjárhag ríkisins í lag, en það var enginn hægðarleikur. Munu líða nokkur ár áður þjóðveldið nær sér aptur og kemst úr kröggum þoim. sem það nú er í. Brasilía. Hin nýju „Bandaríki Brasilíu“ þrífast vel. Hinn 15. nóvember var kosið frumlagaþing, sem átti að semja grundvallarlög ríkisins, í Rio Janeíro. Samþykkti það allar gjörðir Deodoró da Fonseca, er hafði verið forseti síðan Pétri keisara var bylt úr völdum. Hafa tíest Evrópuríki viðurkennt hið nýja þjóðveldi, nema Rússakeisari: hann kvaðst ekki mundu gera það meðan Pétur keisari væri á lífl.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.