Skírnir - 01.01.1891, Qupperneq 58
ötí
ÝMISLKUT.
sent menn á þenna fund, árlega skýrslu um þessi mál, og skulu
stjórnirnar reyna að hafa sem líkast alla umsjón og öll lög, er að
þeim lóta.
Sumarið 1889 meðan hin mikla sýning stóð yfir í París héldu full-
trúar sósialista frá öllum löndum fund þar í borginni. Voru þar gerðar
ýmaar samþykktir t. d. að kvennmenn skyldu fá jafnmikil laun og karl-
menn fyiir jafnmikla vinnu, og að helmiugur af umsjónarmönnu.n við vinnu
skyldu kosnir af vinnumönnum, en hinn helmingurinn af stjóruinni. Merki-
legasta samþykktin var, að allir vinnumenn í heimi skyldu tiltekinn dag
(1. maí 1890) sýna á einhvern hátt, með því að hætta vinnu eða á ann-
an hátt, að þeir vildu ekki viuna nema 8 tíma á dag.
Þenna dag urðu róstur og óspektir í Evrópu; voru verkmenn víða
samtaka að hætta allri vinnu. Enskir verkmenn hættu ekki vinnu 1.
maí, þvi þeir vildu ekki missa daglaun sín, en héldu mikinn fund í Hyde
Park í Lundúnum, til að mæla með 8 tíma vinnu á dag. Þann dag (1.
maí) sást, hvert heljarvald er lagt. í hendur verkmanna, ef þeir eru sam-
taka, en ætíð verða einhverjir til að ganga úr flokki.
Um sumarið var alþjóðafundur í Briissel, um afnám þrælahalds og
þrælasölu. Honum lauk 3. júlí, og var samþykkt á honum, að banna að
flytja skotvopn og áfenga drykki inn í Afríku, að leita mætti á hverju
skipi, sem ekki væri meir enn 500 lestir að stærð, hvort ekki væru þræl-
ar innanborðs, að tolla mætti innfiuttar vörur og veija því fé, sem feng-
ist með því móti, til að kefja þrælaverzlun o. s. frv.
Hinn tiundi almenni læknafundur var haldinn í Berlín í ágústmánuði.
Sóttu hann 6000 læknar frá ýmsum löndum. Hinir fremstu menn á þess-
um fundi voru þeir Budolf Yirchow frá Berlín og Jósef Lister frá Eng-
landi. Hinn nafnfrægi vísindamaður Robert Koch hélt fyrirlestur og kvaðst
hafa fundið efni, sem læknaði „tuberkulose" á dýrum eða að minnsta kosti
verkaði sterklega á þann sjúkdóm. Seinna um haust.ið fór hann að reyna
meðal þetta á sjúklingum, og í nóvember ritaði hann greiu um það i
„Deutsche medicinische Wöchenschrift". Vildi hann ekki segja frá, hvernig
hann byggi til rneðal sitt. Hann leiðir vökva inn í blóð sjúklingsins. Sá
vökvi er svo þynntur, að varla verður orðum að því kornið, og er hann
hið megnasta eitur. Þegar sjúklinguriun hefur fengið þenna vökva i sig, fær
hann uppköst og velgju, og deyðir vökviun vefi þá, er sináverur þær, er