Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 72
264
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
farga neinum forngripum frá kirkjum á íslandi nema með'
leyfi biskups, ber auðvitað að framfylgja svo sem li'igum.
Því undarlegra má það virðast að svo margir gripir hafa
— einkum á síðari árum — selzt frá kirkjunum og að
kirkjueigendur Bakkakirkju í öxnadal vóru fyrir nokkrum
árum dæmdir sýknir saka, bæði í undir- og yfirrétti,*) fyr-
ir ákæru hins obinbera fyrir að hafa selt frá kirkjunni
málaða mynd af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. — Sjálf-
sagt hefði þó átt að dærna söluna ómerka. — Síðar skal
minnast á mynd þessa. Þareð þessir dómar voru þvert
ofan í stjórnarbréfið frá 19. IV. 1817, skertu þeir bersýni-
lega gildi þess og gerðu jafnframt alla kirkjugripasafn-
ara djarftækari; ýmsar afhendingar kirkjugripa ogkirkju-
gripasöfn einstakra manna bæði á Islandi og erlendis bera
þess ljósan vott.
Hér skal getið um eitt af þessum söfnum, þareð það
hefir nú verið sýnt opinberlega um nokkra mánuði og
því kunnugra um það en önnur einstakra manna söfn.
Það er safn Jóns konsúls Vídalíns og konu hans. Safn
þetta er nú geymt í Kaupmannahöfn og sýnt á hinni svo-
nefndu »Dansk Koloniudstilling samt Udstilling fra Island
og Færoerne«. Eftir því sem til þessarar sýningar var
stofnað og búast mátti við, er safn þetta merkustu grip-
irnir frá Islandi, sem á sýningunni eru. Þótt svo hafi
máske verið til ætlast, að gripir þessir yi'ðu Islandi eða
einkum safnendum þeirra til sóma, þá er það þó víst, að
þeir hafa orðið þjóð vorri til langmestrar skammar af
öllu því, er sýnt var á þessari skammarsýningu, er enda
var haldin þjóð vorri þvert um geð. Hvað bendir betur
á fávizku og vesaldóm þjóðarinnar, en að hún sofandi og
óhindrað lætur af hendi helgidóma kirkna sinna og aðra
kjörgripi sína? — Slíkt á sér einkum stað hjá lítt ment-
uðum þjóðum. — Safnendur slíkra muna hafa heldur eng-
an sannan sóma af þeim, nema þá því að eins að þeir
afhendi þjóðinni (forngripasafninu) þá aftur, sem vonandi
;) Sjá Landsyfirréttardóma 4, b., bls. 887—9.