Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 33
Skálholt.
225
arinnar, sem kom þangað til náms eða til að leita liam-
ingjunnar, og loks mikinn skara starfsmanna og verka-
tolks.
Skálholt var ekki einungis höfuðból fyrir höfðingjana,
sem riðu þangað heim í flakandi litklæðum, búnir heiðurs-
vopnum og með frítt föruneyti, heldur einnig aumingj-
ana, sem flökkuðu um bjargarlausir á hallærisárunum
og leituðu þangað liiunar siðustu og vissustu liknar, velt-
ust um sjálfa sig á vegunum þar í kring, og hnigu kanske
örendir við vallargarðinn.
Og svo öll sú glaðværð, sem að jafnaði hefir ríkt á
þessu fjölmenna heimili! Og einnig þá sorg og örvænt-
ing, sem líka hefir stundum gripið völdin þar. Þrisvar
eyddist staðui’inn af verkafólki í svarta dauða, að því er
sagt er, og stóra bólan 1706 kom þar einnig illa við.
Saga Skálholts geymir því ekki síður hyldýpi sorgarinn-
ar en himinn gleðinnar.
En yfir öllu lífinu hvílir jafnan andi eins manns,
biskupsins. Vilji hans er öllum lögum ofar, hann
er þar einvaldur, bteði í andlegum og veraldlegum skiln-
ingi. Hann getur frelsað eða fordæmt, blessað eða bann-
fært, huggað eða hrelt — og gerir það líka. Til að sýna
það, nægja tvö lítil dæmi, sem jafnframt sýna hugsunar-
hátt þann er ríkti í Skálholti á mismunandi tímum.
Annað er saga þriggja systkyna, er flúðu á náðir ögmund-
ar biskups. Bróðirinn hafði getið börn við báðum systr-
um sinum. Biskup tók hann undir vernd sína, lét hann
að vísu greiða sér eitthvert fé í kyrþey, en kom honum
svo undan hegningu. önnur systirin varð biskupsfrú nokkr-
um árum seinna (Gísla Jónssonar)! — Hitt dæmið er
raunasaga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
Um búskapinn í Skálhoti mætti einnig margt segja,
því hann hefir ekkert smáræði verið og ekki neinum ráð-
leysingja hent að vera þar ráðsmaður. Þótt Skálholt sé
kostajörð, gegnir það þó furðu, að hún skyldi geta fætt
allan þann búpening, sem þar var að jafnaði. Jón próf.
Halldórsson telur geldfénað þann er þar var, þegar
15