Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 84
276
Ritdómar.
væri notaS í báðum, en ekki af því aS Egla hefSi notað Hkr. eða
Hkr. Eglu. Skoðun Gjessings finst mór enn í dag eðlilegust. Höf.
skoðar það öðruvísi og telur að afbrigðin í Hkr. -— sem sé yngri
en Egla — stafi frá því, aS Snorri hafi komist að annari og rétt-
ari niðurstöðu um ýms atriði við frekari rannsókn, ekki sízt við
skarpari skilning á skáldavísum og notkun þeirra. Auðvitað er
slíkt ekki ómögulegt, en æðimikið þarf þó til af djörfum skýr-
ingum og getgátum. AfbrigSin eru fremur óveruleg og snerta at-
riði, sem sama var um (t. d. hvort Sölvi klofi snýr sér að Arnviði
konungi [Eg.] eða AuSbirni [Hkr.] meS fortölur sínar). Hin svo-
kölluðu tímatalsafbrigSi eru lítilfjörleg og ég hygg, að höf. hafi rétt
í að gera lítið úr þeim. En þegar hann byggir allmikið á tíma-
tali þeirra Ara og Sæmundar, sem einhver munur á aS hafa veriS
á, og segir — eftir Gjessing — að bæSi Egla og Hkr. sameini bæSi
tímatölin, þá verS ég að mæla móti þessu. Sannleikurinn er, aS
það er alls óvíst, að nokkur verulegur munur hafi verið á tímatali
Ara og Sæmundar, og jafnvel ekki líklegt, að svo hafi verið. Mér
hefir veriS ómögulegt að ná í þenna mun í raun og veru, og ég
held hann sé meir ímyndun en »kendsgærning«, sem höf nefnir
hann.
Heldur ekki get ég fyrir mitt leyti lagt mikla þýSingu í þaS,
þótt tík orð og setningar komi fyrir í 2 ritum en í ólíku sambandi,
því eins og höf. segir á öðrum staS — og það er fullkomlega rétt
— þá skapa líkir viðburSir líka frásögn eða þá sömu, og svo verð-
ur hins ekki síSur að gæta, að sögustíllinn, frásagnarformiS var
orSiS löngu t’ast og skorSað, svo aS segja einskorðaS, þegar Suorri
ritaði og Egla var samin.
Höf. hefir gengiS að þeirri skoðun, aS Egla só rituS um eða litlu
eftir 1200; nánar ákveður hann það sjálfur svo, að hún só rituð
fyrir 1206 eða 7, áður en Snorri flutti frá Borg til Reykholts.
ÞaS er einmitt þetta, að hún sé rituð svo snemma (sem ég álít rétt,
og ímynda mér að hún sé enn eldri), sem ég hefi mest á móti því,
aS hún só rituð af Snorra. Hann hefði því átt að vera í mesta
lagi 28 ára, en helzt nokkuS yngri, er hann samdi söguna. Þótt
nú Snorri væri bráSþroska, finst mór það í mesta máta ósennilegt,
aS hann svo ungur hafi samið jafnmeistaralegt rit og Egla er. Hún
sýnir að sínu leyti fullan þroska, jafnmikinn þroska og Heims-
kringla.
Eg neita því sízt, aS það megi tilfæra ýmislegt sem g e t i
bent á, að Snorri hafi g e t a ð ritaS Eglu (sbr. listann á 228. bls.f,