Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 94
286
Tvö bréf frá Jónasi HaUgrimssyni.
minn ókeipis þó eg vildi í leSurband; var það þá ekki ofboðið lax-
maður í Saa vidt om mig selv.
Ekki hefi eg enn þá séð hér nokkursstaðar bréf til þín frá
Jóni Sigurðssyni, víst skrifar hann þér samt til. Annars lætur
hann vel yfir sér, hann hefir nýlega skrifað mér til — segist hann
vera nýbúinn að eignast dóttur, og í ofboöi vera að skjóta seli og
gæsir — er það ekki vænt! Já, hvað meira er Olafur vor Páls-
sou*) lætur líka vel yfir sér. Hann er harðgiftur og segist nú
öngvu kviða; bréfin hans eru yfir höfuð ógnarlega guðrækin, og
ræður ölhim hjartanlega að vera iðnari en hann var í skóla og svo
framvegis.
Bezti Tórnas! gaman væri að eg gæti sjálfur talað við þig —
ó hvað margt og mikiö skyldi eg þá ekki segja þér! margt smáveg-
is, sem eg svona get ekki sagt þér. En Lárus**) segir þér það
alt saman, hann finnur þig í eigin persónu í sumar. Veslings
Lárus! Hann skal segja þér margt bæði af mér og sjálfum sér.
Hann prédikaði hér í dag og hólt góða ræðu um barnauppfóstur,
eg segi honum það sé líka náttúrlegt af því hann sé paidagogus.
Eg er nú staddur hérna til að bíða eftir brófum frá Norðan-
lands póstinum og skrifa þér svo þetta á meðan að gamni mínu.
Þetta bréf býst eg við að fari á póstkassann hvað sem um annað
verður, sem eg á morgun ætla að skrifa þér suður á Bessastöðum.
Þar innan í ætla eg að láta peninga til þín, og er mér næst skapi
að recommendera það eapteininum af því eg líklega verð of seinn
með það. Hvurt sem þú færð það fyrr eða seinna en þetta bréf,
á það samt að verða framhald af því.
Hvað eigum við að tala um hann Schewing? Hafði þá Geir
sjálfur heirt hann gjöra þessa philosophisku Conjecturu um núm-
*) Ólafur Pálsson (rektors Hjálmarssonar) varð prestur i Otradal
og drukknaði 1848.
**) Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum, Ijómandi gáfumaður og lat-
inuskáld, aldavinur þeirra Jónasar og Tómasar. Hann stundaði guð-
fræðinám við háskólann en varð brjóstveikur og dó í Reykjavík 1832r
sama daginn sem Jónas fór til Hafnar. Hafði Jónas kvatt hann um
morguninn, en nm hádegi var hann dáinn. Því segir i kvæði Jónasar
(Saknaðarljóðum):
„Sá eg hinn góða,
er guði treysti,
ungan og öflgan,
ættjarðar von,
Lárus á bana
bólstur hniginn,
líki líkan,
er eg land kvaddi“.