Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 5
Verzlun Islendinga og sainvinnufélagsskapnr.
197
göngumenn og birgðasalar hefðu af verzluninni við
íslendinga, næmi að minsta kosti 1500000 kr. um árið.
Auk þessa væri borgað í erfiðislaun fyrir vörur til
Islands og frá Islandi um 360000 kr. á ári, og leiga
eftir dönsk skip, sem þá voru í förum til Islands, kvað
liann vera um 900000 kr. á ári (sjá Nationaltidende 24.
April 1884).
Um Oscar Muus skal þess getið að hanri átti mikla
verzlun við Islendinga og hafði lesið hagfræði við háskól-
ann í Kaupmannahöfn og er maður mjög vel að sér; má
því ætla að hann væri manna færastur til þess að rita
rétt urn þettta.
Upphæð íslenzku verzlunarinnar (aðtiuttar og
útíiuttar vörur) var árið áður (1883) 11823000 kr. Þrjú
undanfarandi ár hafði verzlunarupphæðin verið nokkru
hærri, 12470000 til 13400000 kr. hæst. Ef vér reikn-
um upphæð allrar íslenzku verzlunarinnar á þeim árum
12 milj. kr., sem mun láta nærri sanni, þá verður ágóði
verzlunarstéttarinnar í Kaupmannahöfn af henni 12 x/2 af
hundraði hverju.
Það er eigi lítið gjald fyrir 70 þúsundir fátækra
manna hér á landi að borga hálfa aðra miljón kr. á ári
til kaupmannastéttarinnar í Kaupmannahöfn, en menn
mega þó eigi ætla að hér sé alt talið, sem bændur bæði
við sjó og í sveitum, embættismenn og iðnaðarmenn, i
einu orði allir landsmenn urðu að horga til kaupmanna-
stéttarinnar. Utlendu kaupmennirnir halda sölubúðir
hér á landi, eins og kunnugt er og nauðsyn er til eftir
verzlunarlagi þeirra. Þeir hafa hver marga menn í þjón-
ustu sinni, verzlunarstjóra og búðarmenn og aðra starfs-
menn. Alt það kostar ógrynni fjár, og það urðu Islend-
ar einnig að borga.
Enn fremur verður líka að gæta þess, að hinir svo-
nefndu íslenzku kaupmenn í Kaupmannahöfn höfðu eigi
alla verzlunina í höndum sínum. Nokkur hluti af verzl-
uninni var í höndum enskra eða skozkra kaup-
manna og eitthvað í höndum Norðmanna; og þeir