Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 13
Verzlun Islendinga og samvinnufélagsskapur.
205
irnii, og er þar talin með leiga af lánum, sem tekin liai'a
verið til þess að reisa hús og verksmiðjur handa Sam-
félaginu. Laun manna við Samfélagið er einungis 1 Vg^/o
af verzlunarupphæðinni.
Forstjóri Samfélagsins, Severin Jörgensen, hefir í
laun 5600 kr. á ári. Svo eru tveir framkvæmdar-
stjórar og hefir hvor þeirra 5500 kr. í laun, síðan í
vetur; áður höfðu þeir 5000 kr. hvor. Aðrir menn í þjón-
ustu þess hafa um 2000 kr. og þaðan af minna, einkum
þeir, sem eru byrjendur.
Ef einstakur kaupmaður ætti svona stóra verzlun, þá
yrði gróði hans miklu meiri, því að hann hefir fyrir mark-
mið að græða Til samanburðar má geta þess, að Mön-
sted, smjörlíkissalinn, stærsti kaupmaður i Danmörku,
hefir um eina miljón kr. í tekjur. Arstekjur hans eru
taldar á skattaskránni 800000 kr. Maður sá, sem hann
lætur stjórna smjörlíkisverksmiðju sinni í Englandi, hefir
200000 kr. í laun á ári. Einn af helztu mönnum hans
hefir 85000 kr. í laun, og tveir menn aðrir í þjónustu hans
hafa það eða meira. Ef Mönsted léti sér nægja sömu laun
og Severin Jörgensen, þá mætti skifta miklu fé, sem væri
hreinn ágóði, á milli viðskiftamanna hans. En það er
annar andi sem ræður í sameignarkaupfélagsskapnum, en
á meðal kaupmanna, og ern þessi dæmi nóg til að sýna
mismuninn.
IV.
Hér á landi er samvinnufélagsskapur hafinn þar sem
sameignarrjómabúin eru. Það er ágæt byrjun. Þau
kenna mönnum hve hreinlætið er dýrmætt, og þau
kenna mönnum félagsskap, venja menn á samvinnu.
En eflaust þarf að koma á fullkomnum félagsskap á milli
rjómabúanna til þess að selja smjörið. Þau þurfa öll að
stofna eitt útflutningssamfélag og hafa smjörsölu-
búð að minsta kosti í Reykjavík.
Eins og menn hafa farið að við smjörið, þurfa þeir
að fara að við aðrar helztu afurðir landsins. Sveitabænd-