Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 21
íslenzk liöfuðböl.
i.
Skálholt.
Skálholt er merkasta höfuðbólið hér á landi. Enginn
staður, að Þingyöllum einum undanteknum, er jafn ná-
tengdur sögu vorri. Nafn þess er ógleymanlegt, meðan
fortíð þessa lands ekki algerlega líður burt úr meðvitund
manna.
Um okkar daga, sem nú lifum, og foreldra okkar,
hafa engir þeir söguviðburðir gerst, er standa í sambandi
við Skálholt og nokkuru varða. Frægð þess er eldri, en
ekki síður rótgróin fyrir því í hjörtum þeirra, sem þekkja
sögu þessarar þjóðar og unna henni. Þeim er Skálholt
helgur staður, sveipaður undurljóma þeim, er sögulegir
atburðir fá þegar thnar líða fram, verustaður mikilla og
ágætra manna á liðnum öldum, vígður af lífsstarfl þeirra
og legstað, eða jafnvel blóði þeirra.
Kirkjusaga þriggja fjórðu hluta landsins og stjórnar-
saga þess að nokkru leyti snýst um það eins og þunga-
miðju. Það er höfuðbói höfuðbólanna, höfuðstaður, meðan
enginn annar var til, miðstöð menta og menningar, vold-
ugt, víðfrægt — og nú er saga þess innsigluð, frægð þess
eftirmæli.
Það virðist því ekki illa til fallið i alþýðlegu tímariti,
að fara fáeinum orðum um þennan merkisstað,' eins og
hann er og eins og hann var.
Skálholt heflr engan Öxaráríoss, enga Almannagjá,
enga Skjaldbreið og ekki stærsta vatnið á landinu til að