Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 58
Presturinn.
Eftir HERMAN BANGr.
Dálítil hliðargata lá ofan að húsinu, dálítil hliðargata
með pílvið til beggja handa. Stórir steinar lágu á við
og dreif í götunni, svo ekki var hættulaust að aka þar í
vagni, en það stóð nú reyndar á sama, því vagn kom
aldrei í þá götu. Síra Skeel átti hvorki hest né vagn, og
þyrfti hann að bregða sér út í sóknina, eða konan hans í
bæinn til að kaupa til búsins, urðu þau altaf að ganga,
nema þegar sóknarpresturinn bauð honum sæti í vagnin-
um sínum í þóknunarskyni fyrir heimaskírn, sem embætt-
isbróðir hans hafði annast fyrir hann. Sóknarprestinum
var fremur vel í skinn komið; hann var makráður, hafði
tekið minna brauð með einni kirkju fram yfir stærra
brauð með tveim kirkjum, og honum var ekki um heima-
skírnir. Sira Skeel var heyrnarlítill og átti ekki svo ann-
ríkt, að hann kæmist ekki til þess: hann gat svo sem
lokið við grænlenzku sálmabókina sína fyrir því. Þess
vegna gat ekki allsjaldan að líta síra Skeel ganga hokinn
í öllum skrúða að heiman og heim eftir götunni með píl-
viðnum og stóru steinunum; hann var þá ýmist að skíra
eða þá að flytja einhverjum fátæklingnum síðustu hugg-
unina. Og þegar hann fór þannig í erindum sins helga
embættis, var hann svo ánægjulegur á svipinn, að það lá
við að maður féllist á skoðun sóknarprestsins, þegar hann,
í dálitlu trássi við lækninn, taldi það velgerning að hrekja
heyrnardaufan manninn út í hrakviðrið, fannburð og hagl-
hríð og napran norðanstorm.
Síra Skeel var annars langoftast heima. Heyrnar-