Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 73
Yerndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
265
er að sé tilgangur þeirra. — Frú Helga Vídalín heíir skýrt
þannig frá*) helztu gripunum í safni sínu: »Nú, ég
safnaði og safnaði, og fólk hló að mér, þegar ég stilti upp
gömlum prédikunarstól í skrifstofu mína. En það get ég
sagt yður, að þessi gamli prédikunarstóll er fyrirtaks
blómsturborðf!!). Og nú eru gripirnir komnir upp í hálft
annað hundrað og verða allir sýndir hér. Meðal annars
er útskorin altaristafla frá kirkju, sem lögð var niður
skamt frá Sauðárkróki,**) gömul altaristafla í gotneskum
stíl af Suðurlandi, þrír fallegir ljósahjálmar og þrettán út-
skornar myndir — Kristur og postularnir — frá gömlu
kirkjunni á Þingeyrum fyrir norðan. Svo er safn af
gömlum kaleikum,***) þar á meðal er einn frá 1487. A
fótinn, sem er settur gimsteinum, eru grafnar myndir af
pislarsögu Krists. Hann er gjöf frá páfanum til Grundar-
kirkju í Eyjafirði.****) Eg get líka minst á safn af nef-
tóbaksbaukum og silfurstaup Jóns biskups Vídalíns, en
prédikunarstóllinn, sem ég talaði um áðan, er líklega
merkilegasti (»sjældneste«) gripurinn. Hann er útskorinn
af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni 1594«. — Auk þessara
gripa eru margir aðrir merkisgripir úr kirkjum í þessu
safni, t. d. útskorin Maríumynd með Jesú, og önnur út-
skorin meyjarmynd, 18 messingarskálar úr skírnarfontum,
upphleyptar og grafnar, 2 stórir koparstjakar (úr Skálholts-
kirkju?), hvor fyrir 5 kerti, mynd sú af Guðbrandi bisk-
upi, er áður var getið um að málið reis út af; er það
falleg mynd og afar-merkileg. Síðast og þó ekki sízt má
nefna gyltar oblátu dósir úr silfri, mesta kjörgrip; þær
eru stórar (ca. 5" að lengd, 4" að breidd og 3" að hæð)
og standa á 4 fótum, allar skrautlega grafnar og gerðar
af mikilli list. Á lokið er grafið: Tillagt Bessastaða
kirkju af Amtmanne Olafe Stephenssyne og Fru Sigriðe
*) Sjá Nationaitidende (o. fl. blöð) 21. V. 1905.
**) Bjarnaneskirkju.
***) Þeir eru 9 stórir og 3 litlir, með patínum.
****) Frú Helga Vídalín liefir skýrt frá þvi, að Magnús bóndi
Sigurðsson á Grund hafi gefið henni kaleik þennan.