Skírnir - 01.08.1905, Blaðsíða 81
Utlendar fréttir.
273
13. ágúst og skyldi fara fram á einum og sama degi um alt laud.
Kjósetidur, er atkvæði skyldu greiða, voru nær l/2 miljón. Ekki
urðu þo greidd atkvæði, er til kom, svo mörg. Með aðskilnaðinum
urðu 368,200 atkvæði, en að eins 184 á móti. Fór sú atkvæða-
greiðsla eins og þing Norðmanna og stjórn þóttist vita fyrir.
Annað höfuðatriðið í skilyrðum Svía fyrir aðskilnaðinunt
mætti megnum mótmælutn í Noregi. Það var það, að rífa skyldi
niður allar víggirðingar á landamærum. Svíar eiga þar litlar eða
engar víggirðingar, en Norðmenn miklar, og hafa kostað eigi litlu
fé til þeirra á síðastliðnum árum. Því er þeint sárt um víggirð-
ingarnar. Orsökin til þess, að þær voru bygðar, er ágreiningurinn
við Svía. Norðmönnum, að miusta kosti vinstriflokknum, sem ráðin
hefur haft undanfarandi, til skamms tíma, hefur lengi verið hug-
fast, að sækja jafnréttiskröfur sínar á hendur Svíum með vopnurn,
eða, að vera við því húnir að geta varist Svíum, ef til þyrfti að
taka. Yrði nú ágreiningnum, sem var orsök til víggirðinganna, til
þ’kta ráðið á friðsamlegan hátt, með aðskilnaði ríkjanna, þá er ekki
sýnilegt, hverja þyðingu víggirðingarnar hafa framvegis. Um þetta
mál hafa blöðin mikið rætt um alla Skandínavíu. Þykir fleirum
en Svíum sem Norðmönnum séu það engir neyðarkostir, að rífa
niður víggirðingar. En alment mun þó Norðmönnum vera það
þvert um geð. Friðarpostulinn Björnson, allra vígvéla óvinur,
hefur ritað hvassar greinar móti því, að Norðmenn séu kúgaðir til
þess að eyðileggja víggirðingar sínar, er kostað hafi þá stórfé.
Æsingarnar í Svíþjóð set’uðust við tillögur ríkisdagsnefndar-
innar og samþykt þeirra. En í þeim fólst vantraustsyfirl/sing til
stjórnarinnar og sagði þá Ramsteds-ráðaneytið strax af sér. Lunde-
berg, áður varaformaður efri málstofu, myndaði nýtt ráðaneyti.
Það var 2. ágúst. I þetta nýja ráðaneyti voru menn valdir með
því einu marki fyrir augum, að það leiddi til lykta samningana
við Norðmenn um skilnaðinn. I því eru menn af öllum flokkum,
en hægrimenn hafa þar yfirhöndina. — Málið er ekki útkljáð enn.
Peary heimskautsfari lagði á stað í nýja för 17. ágúst í
sumar, til þess að ná norðurheimskautinu. Telur hann víst, að
nú muni það loks takast. Skip hans heitir »Roosevelt«, í höfuðið
á forseta Bandaríkjanna, og er það smíðað til þessarar farar og
mjög ramgert. A því er loftskeytastöð. Hann fer með vistir til
tveggja ára. Kona Pearys fór með honum og tvær konur aðrar.
Sumir af hásetum hans eru Eskimóar.
lö. sept.
Þ. G.
18