Skírnir - 01.12.1907, Síða 2
290
Stephan G. Stephansson.
Þín fornóld og sögnr rnér bua í barm
og bergmál frá dölum og hörgum,
þín forlög og vonir um frægðir og harm
mér fylgja á draumþingum mörgum«.
Yarir skáldsins fljóta ekki mjög í gælum 'föðurlands-
elskunnar, þegar hann syngur þetta kvæði. En þó er
það blindum manni bersýnilegt, að hjartað er »viðkvæmt
og varmt«. Stephan flutti að vísu fót sinn og hönd frá
móðurjörðinni. En hver dirflst þó að væna hann tvöfeldnir
þegar hann segir:
»En svo ertu Island í eðli mitt fest,
að einungis gröfin oss skilur«.
Og hann endar kvæðið með þessari ósk:
»að alt sem þú, föðurland, fréttir um mig
sé frægð þinni að veg, því eg elskaði þig«.
Það sannast enn í dag fornkveðna vísan:
Köm er taug,
sú er rekka dregur
föður túna til.
Blóðböndin ósýnilegu, sem barnið er bundið móður
sinni, frá getnaði til grafar — þau togna að vísu og fara
stundum í bláþræði. En þau slitna aldrei til fulls. Svo
er og háttað um böndin, sem tengja saman þjóðina og
einstaklinginn. Þessir símar bera skeytin milli mannsins
einstaka og afskekta og þjóðarinnar, sem ól hann upp.
Þorri manna verður þeirra var oft og tíðum, þótt hann
þegi. Meðalmaðurinn á enga rödd til í eigu sinni, sem
túlkað geti tilfinningar hans fyrir öðrum sálum. En
skáldið á röddina til og raddfærið, þegar það leggur sig
í líma.
Annað ástakvæði Stephans er
Mansöngur.
Þar kveður hann um unga stúlku, og kastar yfir hana