Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 3

Skírnir - 01.12.1907, Side 3
Stephan G. Stephansson. 291 gervi vorsins og leiðir hana fram í því. Hugur hans er eigi ástríðuþrunginn né ákaf'ur. Hann brennur ekki i skinninu né heldur sviðna fjaðrir hans. En hann skoðar ástina svo sem þann kraft, sem göfgar manninn og eyk- ur honum vöxt og viðgang. Þar er sama vitið, sama dýpið undir yfirborðinu. Þriðja og síðasta ástakvæði höfundarins er kvæðið »C a r 1 y«. Það er um þrjátíu ára gamla viðburði — stúlku sem hann hefir kynst i æsku, en skilist við á lífsleiðinni — eins og gengur og gerist. Minningar skáldsins eru hálf-grasgrónar í fyrstu, þegar hann hefur kvæðið. Því líkt er sem hann þurfi að rista ofan af þýfi og stinga upp jarðveg minn- inganna, áður en hann nær tökum á efninu. Fyrst yrkir hann lýsingu sveitarinnar, sem »Carly« var í. Að þvi búnu nær hann tökum á atburðunum og henni sjálfri á- samt sjálfum sér. En þótt hann sé þrunginn af minningum frá sambúð þeirra i æsku, getur hann ekki látið vera að koma við hjá Ameríkumanninum og stendur þá skamma stund á. olnbogaskotinu til ármanns auðs og fégirndar: Af vestræna frelsinu sveitin bar svip, sera sagði það blátt frarn og hreint: Við götuna heimilum, gestur minn, þór — en gaktu þó hiklaust og beint! því stígir þó fet inn í góðbúans garð, þú geldur þess —• við erum enn á götur og stjórnfrelsi gjafmildust þjóð, en guð’ só lof, — tollheimtumenn. En hann gleymir þó ekki fegurð landsins, né náttúr- unnar þar sem: hlöðurnar dumbrauðar hilti yfir jörð sem hraunborgir, langt út um sveit, og vorlognið blákembdi víðlendið alt og vorsólin stafaði heit. Á húsglugga leiftraði í lundi, sem stóð 19*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.