Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 4

Skírnir - 01.12.1907, Page 4
392 Stephan Gr. Stephansson. í lyfting við reniiislótt frón, sem bænum var afdrep gegn illviðra byl og almennings njósnandi sjón. En væri frá gættinni garðhliði lyft á götunni húsabæ að, þá opnaðist garðtrjánna riddara-röð við rakleið í glóskúfað hlað; þar klifruðu blómvefjur upsunum að upp anddyrið, torfæran spöl, og þrúgnanna viðjur mót vermiátt dags sig vöfðu aö gluggum og svöl. Og svo haföi angan frá ilmandi runn á aldintró glóandi bent, þar blómhvítan fjölskreytti grænlaufga grein sem gló-mjöll úr sólskini f'ent. En plómutréð langfegurst, liljunnar blæ sem lit inti í rósanna brá, sem frelsið og sakleysið sáttmála gert og sett hefði blöðin þess á. En spjöll voru mannaverksmörkin á þeim, þess mót sást um trjástofn og b'.óð. Sjálf náttúran hressir og hrtfur mann dýpst, þó hirði ekki ttm skorðaða röð. Að húsbaki stóð þó enn laufskógar leif, frá landnámstíð varin oig studd. En kynslóðir tvær höfðu gengið um garð í gröf, áður mörkin var rudd. En svo tóku kornekrur vorgrónar við um vallbungu, strikaða plóg, sem lykkjaðar tungur í langröðum upp sig ljósgrænni mafsinn hóf. En engið var blakkast, það blæ á sig tók af blárauðum grænsmára knapp; hvert blað haus, er opnaði sumar og sól, var sveimandi býflugum happ.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.