Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 14

Skírnir - 01.12.1907, Page 14
302 Stepban Ct. Stephansson. Og það ætlar hann að nota til þess að fegra heimahag- ana og bæta óðal ættarinnar. Eg skil kvæðið á þá leið, að Stephan álíti Yestur- íslendinginn ág'jarnan, en hjálpfúsan, þrunginn af heim- þrá og löngun til að gera gamla garðinn frægan — meira gott en ilt að saman lögðu í innrætinu. Verra gat það verið. Kvæðið er að mestu leyti óráð, fært í hendingar. En þetta er það fallegasta óráð, sem eg hefl heyrt. Skáldið býr til alt saman — það þykist eg sjá í hendi mér. En hvers vegna fer hann með efnið á þenn- an hátt? Það gerir höfundurinn vegna þess, að hugur hans sjált's fer alt af harmförum austur yflr hafið. Hann er þar sjálfur í vöku og svefni. Og hann getur ekki hugsað sér, að landinn vor deyi öðru vísi en svo, að hann fljúgi heim í óráði andarslitranna, með heitum óskum um hagsæld lands og lýðs. Honum er alt af bjart fyrir augum, þegar hann yrk- ir um framtíðina. Þá munu mennirnir verða vitrari og betri en þeir eru nú. Þess vegna segir hann: »Eiga vildi eg orðastað í öldinni, sem kemnr«. Stephan er frumlegur að eðlisfari. En að sumu leyti er frumleikur hans hafinn upp i æðra veldi á þann hátt, að hann kembir saman í kvæðum sínum náttúru og þjóðlíf tveggja landa, sem ólík eru í sumum efnum. Kosti sína á hann frumleikanum að þakka. Og hann á honum að kenna ókostina. Frumleiki er að sumu leyti fólginn í því, að líta á hlutina og tala um þá öðru vísi en aðrir menn. Það er hægt því að eins, að horft sé djúpt, og dýpra en flestir menn gera. En þegar djúpt er horft, þá verða myndirnar óljósari heldur en þegar þær eru teknar af yfirborðinu. Stephan er þungskilinn í meira lagi oftar en sjaldan. Eg ætla að sá galli hans stafi af því, að hann horfir dýpra en flest skáld önnur. Þetta kann að þykja kyn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.