Skírnir - 01.12.1907, Síða 21
Stephan Gr. Stephansson.
309
skuli leiða ána og ganga sömu leið. Hann er rnaður, sem
horfir djúpt. Og þessi á, sem liann lýsir, er í aðra rönd-
ina mannlífsmóðan — straumur tilverunnar sem fer fljót-
andi að feigðarósi. — Þetta kvæði er gullfallegt, að því
leyti sem það er náttúrulýsing. En skáldskapargildi þess
er tvöfalt, af því að þessi fiskur liggur þar undir steini.
Eitt af því, sem gerir náttúrulýsingar Stephans hug-
næmar, það er þetta, hve látlausar þær eru. Hann
segir t. d. um ljósgylt skýin:
»Og vindbólstrar steyptu á sig guilhjálmi sólar.«
Þetta er í einu snildarkvæði hans, sem er um 1 æ k i n n.
Þetta eru þóknanlegri lýsingar og sannari heldur en ef
hann hefði orkt um:
»himinljósa leiftursíur
og logavanda reginhvin«.
og þó er sú sögn skáldleg á svipinn. En þó að myndir
Stephans séu látlausar, þá eru þær þó hátíðlegar stundum
og þær hertaka hugann og neyða hann til að taka eftir
sér. Málið er og svo mergjað og frásögnin öll mikils-
háttar, að því skapi, að ekkert skáld er honum fremra í
þeim efnum, sem kveðið hefir á norræna tungu.
Tökum til dæmis þessa náttúrulýsing úr kvæðakerfinu
A ferð og flugi.
. . . En þegar að hallaði hádegi af
varð hásuðrið eld-skininn sjór,
og andheita fjallrænan kvieðið sitt kvað,
svo klöknaði stálharður snjór.
En fjöll drógu upp vindskýin, hæluð um hlíð,
og hnjúkana toppstöguð við,
og suðvestan hlákan á öræfi upp
sást opna sín gullslegnu hlið.
Öll fjöll vóru gaddhvít, en grimmlegust þau
sem gnæfðu yfir bygðinni hæst.
Á jökla þá leggur ’ið harðasta hjarn,
sem himninum teygja sig næst.